UNICEF óttast hrun heilbrigðiskerfisins í Kongó Heimsljós 2. apríl 2020 09:43 UNICEF/ Tremau Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna óttast að COVID-19 verði til þess að heilbrigðiskerfi Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó hrynji. Laskað heilbrigðiskerfi þurfi verulegan stuðning til að halda uppi vörnum gegn yfirstandandi faraldri mislinga og kóleru sem hafi þegar orðið þúsundum barna að aldurtila. „Nú bætist við ógnin af COVID-19 sem gæti veitt heilbrigðiskerfi Afríkuríkisins náðarhögg,“ segir í frétt UNICEF sem byggir á nýbirtri skýrslu stofnunarinnar. Í skýrslunni kemur fram að átakið við að hemja ebólu-faraldurinn, sem geisaði í austurhluta landsins á síðustu misserum, hafi tekið bróðurpart bolmagns heilbrigðiskerfisins. Á meðan hafi baráttan við aðra banvæna faraldra setið á hakanum. UNICEF segir að frá ársbyrjun 2019 hafi mislingafaraldur, sá versti í heiminum, kostað 5.300 börn undir fimm ára aldri lífið. Þá hafi 31 þúsund tilfelli af kóleru greinst. Nú fjölgi tilfellum kórónaveirunnar hratt og fyrirfram hafi verið vitað að Kóngó yrði eitt verst setta Afríkuríkið til að takast á við faraldurinn. „Margar opinberar heilbrigðisstofnanir eru illa búnar, illa mannaðar og illa fjármagnaðar. Þar er jafnvel skortur á aðgengi að hreinu vatni og hreinlæti mjög bágborið. Hlutfall bólusetninga, sem fyrir var lágt, hefur lækkað verulega í mörgum héruðum síðastliðið ár. 3,3 milljónir barna í landinu fá ekki þá heilbrigðisþjónustu sem þau þurfa á að halda. Rúmlega 9 milljónir barna, eitt af hverjum fimm börnum undir 18 ára aldri, þarfnast mannúðaraðstoðar af einhverju tagi,“ segir í frétt UNICEF. Þar segir enn fremur að mörg viðkvæmustu börnin búi í þremur héruðum í austurhluta landsins þar sem átök og ebólafaraldur hafi komið illa niður á samfélögum og skipulagðar árásir uppreisnarhermanna á heilbrigðisstofnanir hafa gert illt verra. „Nærri milljón manns þurftu að flýja heimili sín á síðasta ári,“ segir UNICEF. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Austur-Kongó Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna óttast að COVID-19 verði til þess að heilbrigðiskerfi Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó hrynji. Laskað heilbrigðiskerfi þurfi verulegan stuðning til að halda uppi vörnum gegn yfirstandandi faraldri mislinga og kóleru sem hafi þegar orðið þúsundum barna að aldurtila. „Nú bætist við ógnin af COVID-19 sem gæti veitt heilbrigðiskerfi Afríkuríkisins náðarhögg,“ segir í frétt UNICEF sem byggir á nýbirtri skýrslu stofnunarinnar. Í skýrslunni kemur fram að átakið við að hemja ebólu-faraldurinn, sem geisaði í austurhluta landsins á síðustu misserum, hafi tekið bróðurpart bolmagns heilbrigðiskerfisins. Á meðan hafi baráttan við aðra banvæna faraldra setið á hakanum. UNICEF segir að frá ársbyrjun 2019 hafi mislingafaraldur, sá versti í heiminum, kostað 5.300 börn undir fimm ára aldri lífið. Þá hafi 31 þúsund tilfelli af kóleru greinst. Nú fjölgi tilfellum kórónaveirunnar hratt og fyrirfram hafi verið vitað að Kóngó yrði eitt verst setta Afríkuríkið til að takast á við faraldurinn. „Margar opinberar heilbrigðisstofnanir eru illa búnar, illa mannaðar og illa fjármagnaðar. Þar er jafnvel skortur á aðgengi að hreinu vatni og hreinlæti mjög bágborið. Hlutfall bólusetninga, sem fyrir var lágt, hefur lækkað verulega í mörgum héruðum síðastliðið ár. 3,3 milljónir barna í landinu fá ekki þá heilbrigðisþjónustu sem þau þurfa á að halda. Rúmlega 9 milljónir barna, eitt af hverjum fimm börnum undir 18 ára aldri, þarfnast mannúðaraðstoðar af einhverju tagi,“ segir í frétt UNICEF. Þar segir enn fremur að mörg viðkvæmustu börnin búi í þremur héruðum í austurhluta landsins þar sem átök og ebólafaraldur hafi komið illa niður á samfélögum og skipulagðar árásir uppreisnarhermanna á heilbrigðisstofnanir hafa gert illt verra. „Nærri milljón manns þurftu að flýja heimili sín á síðasta ári,“ segir UNICEF. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Austur-Kongó Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent