Jón Arnór segir Brenton besta útlendinginn sem spilað hefur á Íslandi Anton Ingi Leifsson skrifar 2. apríl 2020 14:00 Jón Arnór var afar hrifinn af körfuboltakappanum Brenton Birmingham rétt eins og fleiri hér á landi. vísir/getty/samsett Jón Arnór Stefánsson segir að Brenton Birmingham sé besti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á Íslandi. Brenton er í dag kominn með íslenskan ríkisborgararétt en Jón Arnór segir að hann hafi verið afar erfiðan viðureignar. Brenton kom fyrst til Íslands árið 1998 og lék lengst af með Njarðvík en einnig lék hann þrjú tímabil með Grindavík. Hann hefur nánast dvalið hér á landi síðan 1998 með stuttu stoppi hjá Rueil Pro Basket í Frakklandi og London Towers í Bretlandi árin 2002 og 2003. Jón Arnór var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en þar var hann beðinn um að velja erfiðustu andstæðinganna sína á ferlinum. Þar var Brenton á lista Jóns. „Ég þurfti að dekka þetta kvikindi alltaf þegar ég var að spila á móti honum. Hann var rosalega svona „hurky jurky“. Hvernig ætlaru að þýða það? Hann leit út fyrir að vera hægur en allt í einu fer hann af stað með fintu. Alveg ótrúlega erfitt að halda sér fyrir framan hann í vörninni,“ sagði Jón og hélt áfram að hrósa Brenton: „Svo gat hann skotið þriggja stiga skotum og mikill íþróttamaður. Hann var svo frábær varnarmaður. Hann var að dekka mig þá varnarlega og maður átti erfitt með það.“ Brenton er kominn með íslenskan ríkisborgararétt í dag en aðspurður hvort að þetta væri besti erlendi leikmaðurinn sem hér hefur leikið svaraði Jón: „Já. Hiklaust. Þeir hafa verið nokkrir góðir en Brenton er klárlega á mínum lista sá besti sem hefur spilað í deildinni allra tíma.“ Brenton átti frábæran feril á Íslandi. Hann varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Hann var valinn í úrvalsliðið í þrígang og árið 2006 var hann meðal annars valinn leikmaður ársins. Klippa: Sportið í kvöld - Jón Arnór um Brenton Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski körfuboltinn Sportið í kvöld Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson segir að Brenton Birmingham sé besti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á Íslandi. Brenton er í dag kominn með íslenskan ríkisborgararétt en Jón Arnór segir að hann hafi verið afar erfiðan viðureignar. Brenton kom fyrst til Íslands árið 1998 og lék lengst af með Njarðvík en einnig lék hann þrjú tímabil með Grindavík. Hann hefur nánast dvalið hér á landi síðan 1998 með stuttu stoppi hjá Rueil Pro Basket í Frakklandi og London Towers í Bretlandi árin 2002 og 2003. Jón Arnór var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en þar var hann beðinn um að velja erfiðustu andstæðinganna sína á ferlinum. Þar var Brenton á lista Jóns. „Ég þurfti að dekka þetta kvikindi alltaf þegar ég var að spila á móti honum. Hann var rosalega svona „hurky jurky“. Hvernig ætlaru að þýða það? Hann leit út fyrir að vera hægur en allt í einu fer hann af stað með fintu. Alveg ótrúlega erfitt að halda sér fyrir framan hann í vörninni,“ sagði Jón og hélt áfram að hrósa Brenton: „Svo gat hann skotið þriggja stiga skotum og mikill íþróttamaður. Hann var svo frábær varnarmaður. Hann var að dekka mig þá varnarlega og maður átti erfitt með það.“ Brenton er kominn með íslenskan ríkisborgararétt í dag en aðspurður hvort að þetta væri besti erlendi leikmaðurinn sem hér hefur leikið svaraði Jón: „Já. Hiklaust. Þeir hafa verið nokkrir góðir en Brenton er klárlega á mínum lista sá besti sem hefur spilað í deildinni allra tíma.“ Brenton átti frábæran feril á Íslandi. Hann varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Hann var valinn í úrvalsliðið í þrígang og árið 2006 var hann meðal annars valinn leikmaður ársins. Klippa: Sportið í kvöld - Jón Arnór um Brenton Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski körfuboltinn Sportið í kvöld Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira