Tímamótatillögur! Ómar H. Kristmundsson skrifar 30. apríl 2020 10:00 Nýliðinn vetur hefur reynt verulega á hið skipulagða starf sem fram fer á vegum almannaheillasamtaka sem falla undir þriðja geirann svonefnda. Landsbjörg og Rauði krossinn hafa „staðið vaktina“ eins og áður en jafnframt hafa fjölmörg önnur félög og sjálfseignarstofnanir gegnt mikilvægu hlutverki í að mæta breyttum þörfum samfélagins. Á næstu misserum mun reyna enn meira á starf almannaheillasamtaka ekki síst samtaka sem veita aðstoð þeim sem teljast til viðkvæmra hópa. Á sama tíma er hætta á að tekjur muni skerðast til muna. Til að vega upp á móti skiptir miklu að skattaálögur á starfsemi þeirra séu í lágmarki og skattaívilnanir hvetji til stuðnings við þau. Nýlegar tillögur starfshóps fjármálaráðherra um breytingar á skattlagningu á starfsemi sem fellur undir þriðja geirann eru tímamótatillögur í þessum efnum. Í skýrslu starfshópsins segir að rétt sé að lögfesta nýja skattalega hvata til að stuðla enn frekar að eflingu almannaheillasamtaka. Með þeim megi efla skattaleg og rekstrarleg skilyrði og færa þau nær þeim ívilnunum sem fyrir hendi eru í nágrannalöndunum. Samtök innan þriðja geirans afla tekna með ýmsum hætti allt eftir viðfangsefnum þeirra. Þannig er algengast að félagasamtök sem reka opinbera velferðarþjónustu byggi afkomu sína að verulegu leyti á þjónustusamningum en einnig á sjálfsaflafé. Stór hópur félagasamtaka, svo sem íþróttafélög sem reka meðlimatengda starfsemi, eru oftar en ekki með samsetta tekjustofna, svo sem æfinga- og félagsgjöld, framlög frá sveitarfélögum, tekjur af getraunum og happdrætti o.s.frv. Þau félagasamtök sem hafa að meginhlutverki að vinna að margvíslegri hagsmunabaráttu byggja oft afkomu sína á félagsgjöldum og stuðningi frá hinu opinbera. Rekstrarumfang félagasamtaka er afar breytilegt, hjá sumum þeirra er rekstur lítill og starf unnið að mestu af sjálfboðaliðum en hjá öðrum á við meðalstór fyrirtæki. Tekjur fara einnig eftir aldri félags. Algengast er að félög byggi í byrjun á framlagi sjálfboðaliða og verkefnastyrkjum frá opinberum aðilum eða samfélagssjóðum fyrirtækja. Erfitt er að áætla með vissu hversu neikvæð áhrif núverandi efnahagskreppu verða á starfsemi félagasamtaka. Þó er ljóst að áhrifin eru háð því hvaðan bjargir þeirra koma. Í efnahagskreppum virðist algengt að framlög stjórnvalda dragist saman en hversu mikið er háð fjölmörgum þáttum, m.a. því hvort stjórnvöld ætli þriðja geiranum sérstakt hlutverk á tímum efnahagssamdráttar. Framlög frá einkafyrirtækjum haldast augljóslega í hendur við afkomu þeirra og munu því að öllum líkindum dragast mikið saman. Miðað við alþjóðlegar rannsóknir er ekki sjálfgefið að framlög almennings í sérstökum fjársöfnunum eða í formi reglubundins stuðning minnki verulega. Í athugun sem gerð var meðal íslenskra velferðarsamtaka 2009, ári eftir hrunið, kom í ljós að á sama tíma og verulegur samdráttur varð á framlögum frá fyrirtækjum urðu óverulegar breytingar á fjárstuðningi almennings. Í tillögum starfshópsins er m.a. gert ráð fyrir að einstaklingum verði gert heimilt að draga frá tekjum sínum gjafir og framlög upp að tilteknu hámarki. Þetta getur skipt miklu við að halda óbreyttum stuðningi almennings í yfirstandandi efnahagskreppu og jafnvel aukið hann. Heimildin gæti sérstaklega nýst félagasamtökum sem ekki hafa mannafla eða rekstrarfé til umfangsmikilla fjársafnana. Aðrar tillögur geta einnig skipt miklu fyrir þá lögaðila sem verja hagnaði sínum eingöngu til almannaheilla og hafa það að eina markmiði sínu. Gert er ráð fyrir að þeir séu undaþegnir greiðslu tekjuskatts af fjármagnstekjum og að undaþáguákvæði laga um virðisaukaskatt er snýr að góðgerðarstarfsemi verði endurskoðað. Um aðrar tillögur og nánari útfærslu á þeim er vísað í ágæta skýrslu starfshópsins. Það er ótvírætt að þær tillögur sem nú liggja á borði fjármálaráðherra geta skipt sköpum fyrir rekstrarskilyrði félagasamtaka. Ég hvet stjórnvöld eindregið til að leggja fram í næsta aðgerðapakka áætlanir um framkvæmd þessara tillagna og með því styðja við starf félagasamtaka sem verður aldrei mikilvægara en á komandi misserum. Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar H. Kristmundsson Félagasamtök Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýliðinn vetur hefur reynt verulega á hið skipulagða starf sem fram fer á vegum almannaheillasamtaka sem falla undir þriðja geirann svonefnda. Landsbjörg og Rauði krossinn hafa „staðið vaktina“ eins og áður en jafnframt hafa fjölmörg önnur félög og sjálfseignarstofnanir gegnt mikilvægu hlutverki í að mæta breyttum þörfum samfélagins. Á næstu misserum mun reyna enn meira á starf almannaheillasamtaka ekki síst samtaka sem veita aðstoð þeim sem teljast til viðkvæmra hópa. Á sama tíma er hætta á að tekjur muni skerðast til muna. Til að vega upp á móti skiptir miklu að skattaálögur á starfsemi þeirra séu í lágmarki og skattaívilnanir hvetji til stuðnings við þau. Nýlegar tillögur starfshóps fjármálaráðherra um breytingar á skattlagningu á starfsemi sem fellur undir þriðja geirann eru tímamótatillögur í þessum efnum. Í skýrslu starfshópsins segir að rétt sé að lögfesta nýja skattalega hvata til að stuðla enn frekar að eflingu almannaheillasamtaka. Með þeim megi efla skattaleg og rekstrarleg skilyrði og færa þau nær þeim ívilnunum sem fyrir hendi eru í nágrannalöndunum. Samtök innan þriðja geirans afla tekna með ýmsum hætti allt eftir viðfangsefnum þeirra. Þannig er algengast að félagasamtök sem reka opinbera velferðarþjónustu byggi afkomu sína að verulegu leyti á þjónustusamningum en einnig á sjálfsaflafé. Stór hópur félagasamtaka, svo sem íþróttafélög sem reka meðlimatengda starfsemi, eru oftar en ekki með samsetta tekjustofna, svo sem æfinga- og félagsgjöld, framlög frá sveitarfélögum, tekjur af getraunum og happdrætti o.s.frv. Þau félagasamtök sem hafa að meginhlutverki að vinna að margvíslegri hagsmunabaráttu byggja oft afkomu sína á félagsgjöldum og stuðningi frá hinu opinbera. Rekstrarumfang félagasamtaka er afar breytilegt, hjá sumum þeirra er rekstur lítill og starf unnið að mestu af sjálfboðaliðum en hjá öðrum á við meðalstór fyrirtæki. Tekjur fara einnig eftir aldri félags. Algengast er að félög byggi í byrjun á framlagi sjálfboðaliða og verkefnastyrkjum frá opinberum aðilum eða samfélagssjóðum fyrirtækja. Erfitt er að áætla með vissu hversu neikvæð áhrif núverandi efnahagskreppu verða á starfsemi félagasamtaka. Þó er ljóst að áhrifin eru háð því hvaðan bjargir þeirra koma. Í efnahagskreppum virðist algengt að framlög stjórnvalda dragist saman en hversu mikið er háð fjölmörgum þáttum, m.a. því hvort stjórnvöld ætli þriðja geiranum sérstakt hlutverk á tímum efnahagssamdráttar. Framlög frá einkafyrirtækjum haldast augljóslega í hendur við afkomu þeirra og munu því að öllum líkindum dragast mikið saman. Miðað við alþjóðlegar rannsóknir er ekki sjálfgefið að framlög almennings í sérstökum fjársöfnunum eða í formi reglubundins stuðning minnki verulega. Í athugun sem gerð var meðal íslenskra velferðarsamtaka 2009, ári eftir hrunið, kom í ljós að á sama tíma og verulegur samdráttur varð á framlögum frá fyrirtækjum urðu óverulegar breytingar á fjárstuðningi almennings. Í tillögum starfshópsins er m.a. gert ráð fyrir að einstaklingum verði gert heimilt að draga frá tekjum sínum gjafir og framlög upp að tilteknu hámarki. Þetta getur skipt miklu við að halda óbreyttum stuðningi almennings í yfirstandandi efnahagskreppu og jafnvel aukið hann. Heimildin gæti sérstaklega nýst félagasamtökum sem ekki hafa mannafla eða rekstrarfé til umfangsmikilla fjársafnana. Aðrar tillögur geta einnig skipt miklu fyrir þá lögaðila sem verja hagnaði sínum eingöngu til almannaheilla og hafa það að eina markmiði sínu. Gert er ráð fyrir að þeir séu undaþegnir greiðslu tekjuskatts af fjármagnstekjum og að undaþáguákvæði laga um virðisaukaskatt er snýr að góðgerðarstarfsemi verði endurskoðað. Um aðrar tillögur og nánari útfærslu á þeim er vísað í ágæta skýrslu starfshópsins. Það er ótvírætt að þær tillögur sem nú liggja á borði fjármálaráðherra geta skipt sköpum fyrir rekstrarskilyrði félagasamtaka. Ég hvet stjórnvöld eindregið til að leggja fram í næsta aðgerðapakka áætlanir um framkvæmd þessara tillagna og með því styðja við starf félagasamtaka sem verður aldrei mikilvægara en á komandi misserum. Höfundur er prófessor.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun