Kaupmáttartrygging sé skilyrði fyrir lífeyrissjóðsleiðinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. apríl 2020 12:25 Ragnar Þór Ingólsson formaður VR Vísir/Egill Stjórn VR lýsir fullum stuðningi við ákvörðun formanns og varaformanns félagsins sem ákváðu að segja sig úr miðstjórn Alþýðusambands Íslands. VR hefur sent samninganefnd ASÍ áskorun um að ræða á lausnamiðaðri hátt um leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði. Samninganefnd ASÍ hafnaði erindi Samtaka atvinnulífsins þar sem lagt var til að tímabundið yrði mótframlag atvinnurekenda sem greiðist í lífeyrissjóð lækkað úr 11,5% í 8% til að mæta þeirri erfiðu stöðu sem blasir við á íslenskum vinnumarkaði. Ólík afstaða innan verkalýðshreyfingarinnar til þessarar tillögu hefur leitt til þess að í vikunni hafa þrír sagt sig úr miðstjórn ASÍ. Þeirra á meðal er Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en stjórn félagsins tók málið fyrir á fundi sínum í gærkvöldi. „Stjórnin var mjög samstíga í yfirlýsingu. Það var einhugur um það að við myndum hvetja til þess að þessi leið verði skoðuð frekar og sömuleiðis að stjórnin skorar á samninganefnd ASÍ að koma að borðinu aftur og reyna að ræða á lausnamiðaðri hátt um aðgerðir til að bregðast við þessu grafalvarlega ástandi sem blasir við okkur,“ segir Ragnar Þór. Á þessu stigi hafi VR ekki borist nein viðbrögð frá samninganefnd ASÍ. Hann segir þessa lífeyrissjóðsleið geta vegið á móti kostnaði vegna launahækkana. „Við höfum skoðað þetta mjög ítarlega og lagt mat á það að þetta ætti að vega upp á móti þeim launahækkunum sem eiga að koma til núna 1. apríl og til útgreiðslu næstu mánaðamót,“ segir Ragnar. Það sé aftur á móti skilyrði fyrir þessari leið að fyrirtækin myndu halda niðri verðlagi og þannig leitast við að verja kaupmátt. „Við höfum líka reiknað út að 1% kaupmáttarrýrnun kostar félagsmann á meðallaunum hjá okkur 4.300 krónur á meðan réttindin sem skerðast á móti eru hugsanlega í kringum 700 krónur,“ segir Ragnar. „Þannig að ávinningurinn af því að fá svona kaupmáttartryggingu, hann er alveg gríðarlega mikilvægur,“ segir Ragnar en nánar er greint frá þessari svokölluðu kaupmáttartryggingu sem Ragnar Þór vísar til á heimasíðu VR. Vinnumarkaður Lífeyrissjóðir Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Stjórn VR lýsir fullum stuðningi við ákvörðun formanns og varaformanns félagsins sem ákváðu að segja sig úr miðstjórn Alþýðusambands Íslands. VR hefur sent samninganefnd ASÍ áskorun um að ræða á lausnamiðaðri hátt um leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði. Samninganefnd ASÍ hafnaði erindi Samtaka atvinnulífsins þar sem lagt var til að tímabundið yrði mótframlag atvinnurekenda sem greiðist í lífeyrissjóð lækkað úr 11,5% í 8% til að mæta þeirri erfiðu stöðu sem blasir við á íslenskum vinnumarkaði. Ólík afstaða innan verkalýðshreyfingarinnar til þessarar tillögu hefur leitt til þess að í vikunni hafa þrír sagt sig úr miðstjórn ASÍ. Þeirra á meðal er Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en stjórn félagsins tók málið fyrir á fundi sínum í gærkvöldi. „Stjórnin var mjög samstíga í yfirlýsingu. Það var einhugur um það að við myndum hvetja til þess að þessi leið verði skoðuð frekar og sömuleiðis að stjórnin skorar á samninganefnd ASÍ að koma að borðinu aftur og reyna að ræða á lausnamiðaðri hátt um aðgerðir til að bregðast við þessu grafalvarlega ástandi sem blasir við okkur,“ segir Ragnar Þór. Á þessu stigi hafi VR ekki borist nein viðbrögð frá samninganefnd ASÍ. Hann segir þessa lífeyrissjóðsleið geta vegið á móti kostnaði vegna launahækkana. „Við höfum skoðað þetta mjög ítarlega og lagt mat á það að þetta ætti að vega upp á móti þeim launahækkunum sem eiga að koma til núna 1. apríl og til útgreiðslu næstu mánaðamót,“ segir Ragnar. Það sé aftur á móti skilyrði fyrir þessari leið að fyrirtækin myndu halda niðri verðlagi og þannig leitast við að verja kaupmátt. „Við höfum líka reiknað út að 1% kaupmáttarrýrnun kostar félagsmann á meðallaunum hjá okkur 4.300 krónur á meðan réttindin sem skerðast á móti eru hugsanlega í kringum 700 krónur,“ segir Ragnar. „Þannig að ávinningurinn af því að fá svona kaupmáttartryggingu, hann er alveg gríðarlega mikilvægur,“ segir Ragnar en nánar er greint frá þessari svokölluðu kaupmáttartryggingu sem Ragnar Þór vísar til á heimasíðu VR.
Vinnumarkaður Lífeyrissjóðir Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira