Logi um upphafið hjá KR: „Hafði stundum sagt að þetta væri mesta andlega flak sem ég hef komið að“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. maí 2020 12:30 Logi Ólafsson Logi Ólafsson segir að ekki hafi verið hátt risið á leikmannahópi KR er hann tók við liðinu í júlímánuði 2007. KR var í neðsta sæti deildarinnar er Logi tók við af liðinu af Teiti Þórðarsyni. Logi var gestur Rikka G í Sportinu í kvöld fyrr í vikunni þar sem þessi frábæri þjálfari gerði upp ferilinn sinn. Hann segir að tími sinn í KR hafi verið góður en ekki hafi verið mikið sjálfstraust í leikmannahópnum er hann kom. „Það má kannski orða það þannig að það var ekki hátt risið á mönnum. Það var ekkert sjálfstraust. Ég hafði stundum sagt að þetta væri mesta andlega flak sem ég hafði komið að. Okkur tókst að halda sætinu og síðan förum við í smá breytingar á hópnum og liðinu. Sem betur fer tókst okkur að búa til mjög gott lið,“ sagði Logi sem fór nánar út í breytingarnar: „Þetta var svolítið þannig að það voru töluvert af mönnum sem unnu í bankakerfinu. Þeir komu hlaupandi í jakkafötum á æfingar og hringdu að það væri fundur í lánanefnd og að þeir kæmust ekki á æfingu. Við vildum snúa þessu við.“ „Rúnar Kristinsson var yfirmaður knattspyrnumála og Sigursteinn heitinn Gíslason var aðstoðarþjálfari. Það urðu töluvert breytingar á mannskapnum. Við fengum marga góða leikmenn og urðum bikarmeistarar 2008 og áttum feyki gott tímabil 2009 og fórum langt í Evrópukeppni.“ Logi var síðan leystur undan störfum árið 2010 og Rúnar Kristinsson, sem stýrir einnig KR-liðinu í dag, tók við liðinu. „Síðan þurfti ég frá að hverfa vegna lélegra úrslita 2010 en ég er afskaplega stoltur af því að hafa komið nálægt því að búa og byggja upp það lið. Þeir hafa unnið hvert þrekvirkið á fætur öðru og Rúnar er að gera frábæra hluti. Það sér ekki fyrir endann á því.“ Klippa: Sportið í kvöld - Logi um KR Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn KR Sportið í kvöld Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Sjá meira
Logi Ólafsson segir að ekki hafi verið hátt risið á leikmannahópi KR er hann tók við liðinu í júlímánuði 2007. KR var í neðsta sæti deildarinnar er Logi tók við af liðinu af Teiti Þórðarsyni. Logi var gestur Rikka G í Sportinu í kvöld fyrr í vikunni þar sem þessi frábæri þjálfari gerði upp ferilinn sinn. Hann segir að tími sinn í KR hafi verið góður en ekki hafi verið mikið sjálfstraust í leikmannahópnum er hann kom. „Það má kannski orða það þannig að það var ekki hátt risið á mönnum. Það var ekkert sjálfstraust. Ég hafði stundum sagt að þetta væri mesta andlega flak sem ég hafði komið að. Okkur tókst að halda sætinu og síðan förum við í smá breytingar á hópnum og liðinu. Sem betur fer tókst okkur að búa til mjög gott lið,“ sagði Logi sem fór nánar út í breytingarnar: „Þetta var svolítið þannig að það voru töluvert af mönnum sem unnu í bankakerfinu. Þeir komu hlaupandi í jakkafötum á æfingar og hringdu að það væri fundur í lánanefnd og að þeir kæmust ekki á æfingu. Við vildum snúa þessu við.“ „Rúnar Kristinsson var yfirmaður knattspyrnumála og Sigursteinn heitinn Gíslason var aðstoðarþjálfari. Það urðu töluvert breytingar á mannskapnum. Við fengum marga góða leikmenn og urðum bikarmeistarar 2008 og áttum feyki gott tímabil 2009 og fórum langt í Evrópukeppni.“ Logi var síðan leystur undan störfum árið 2010 og Rúnar Kristinsson, sem stýrir einnig KR-liðinu í dag, tók við liðinu. „Síðan þurfti ég frá að hverfa vegna lélegra úrslita 2010 en ég er afskaplega stoltur af því að hafa komið nálægt því að búa og byggja upp það lið. Þeir hafa unnið hvert þrekvirkið á fætur öðru og Rúnar er að gera frábæra hluti. Það sér ekki fyrir endann á því.“ Klippa: Sportið í kvöld - Logi um KR Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn KR Sportið í kvöld Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Sjá meira