Tómatar í stað erlendra ferðamanna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. maí 2020 22:00 Framkvæmdir eru hafnar við Friðheima í Reykholti en þar er verið að stækka gróðurhúsið um fimm þúsund fermetra. Eigendur fyrirtækisins ætla að leggja aukna áherslu á tómatarækt til að bregðast við fækkun erlendra ferðamanna. Í nærri aldarfjórðung hafa verið ræktaðir tómatar í Friðheimum. Þá hefur líka verið tekið þar á móti hópum erlendra ferðamanna. Þeim hefur verið sýnt hvernig ræktunin fer fram og fengið að smakka og horfa á hestasýningar. Um tvö hundruð þúsund ferðamenn koma í Friðheima á ári hverju. Fækkun erlendra ferðamanna á Íslandi hefur því haft veruleg áhrif á rekstur fyrirtækisins. Krísufundir alla daga „Þetta er náttúrulega búið að vera mjög snúið ástand og krísufundir í sjálfu sér alla daga. Við erum búin að plana okkur svona viku fyrir viku,“ segir Knútur Ármann eigandi Friðheima. Knútur segir engum starfsmanni hafa verið sagt upp en verið sé að nýta hlutastarfaleið stjórnvalda fyrir marga. Hann segir að til að geta haldið sem flestum í vinnu og haft næg verkefni hafi verið ákveðið byggja annað gróðurhús og framleiða fleiri tómata. „Við keyptum landið hérna við hliðin á okkur til þess að geta farið í það og erum að bara rétt að hefja framkvæmdir núna og vonandi tínum við fyrstu tómatana fyrir áramót, það er svona planið, úr því húsi.“ Skortur á íslenskum tómötum hefur verið viðvarandi Í Friðheimum er nú fimm þúsund fermetra gróðurhús en nýja húsið sem byrjað er að byggja þar við verður einnig fimm þúsund fermetrar. „Við erum að auka framleiðsluna alveg um meira en helming eða það er að segja 100%. Þannig að við ætlum að taka svolítið stórt skerf. Það eru mikil tækifæri í íslenskri garðyrkju og við höfum svona búið við það svona síðustu árin að það hefur verið svona viðvarandi tómastaskortur á íslenskum tómötum. Þannig það er frábært að geta komið sterkur inn á markaðinn þar,“ segir Knútur. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Garðyrkja Bláskógabyggð Tengdar fréttir Hvorki rútur né erlenda ferðamenn að sjá: „Þetta er bara ömurlegt“ Hrun í ferðaþjónustu hefur bitnað illa á íbúum á Suðurlandi, ekki síst í Bláskógabyggð. Sveitarstjórinn segir mikla óvissu ríkja um hvað næstu mánuðir bera í skauti sér 29. apríl 2020 23:30 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við Friðheima í Reykholti en þar er verið að stækka gróðurhúsið um fimm þúsund fermetra. Eigendur fyrirtækisins ætla að leggja aukna áherslu á tómatarækt til að bregðast við fækkun erlendra ferðamanna. Í nærri aldarfjórðung hafa verið ræktaðir tómatar í Friðheimum. Þá hefur líka verið tekið þar á móti hópum erlendra ferðamanna. Þeim hefur verið sýnt hvernig ræktunin fer fram og fengið að smakka og horfa á hestasýningar. Um tvö hundruð þúsund ferðamenn koma í Friðheima á ári hverju. Fækkun erlendra ferðamanna á Íslandi hefur því haft veruleg áhrif á rekstur fyrirtækisins. Krísufundir alla daga „Þetta er náttúrulega búið að vera mjög snúið ástand og krísufundir í sjálfu sér alla daga. Við erum búin að plana okkur svona viku fyrir viku,“ segir Knútur Ármann eigandi Friðheima. Knútur segir engum starfsmanni hafa verið sagt upp en verið sé að nýta hlutastarfaleið stjórnvalda fyrir marga. Hann segir að til að geta haldið sem flestum í vinnu og haft næg verkefni hafi verið ákveðið byggja annað gróðurhús og framleiða fleiri tómata. „Við keyptum landið hérna við hliðin á okkur til þess að geta farið í það og erum að bara rétt að hefja framkvæmdir núna og vonandi tínum við fyrstu tómatana fyrir áramót, það er svona planið, úr því húsi.“ Skortur á íslenskum tómötum hefur verið viðvarandi Í Friðheimum er nú fimm þúsund fermetra gróðurhús en nýja húsið sem byrjað er að byggja þar við verður einnig fimm þúsund fermetrar. „Við erum að auka framleiðsluna alveg um meira en helming eða það er að segja 100%. Þannig að við ætlum að taka svolítið stórt skerf. Það eru mikil tækifæri í íslenskri garðyrkju og við höfum svona búið við það svona síðustu árin að það hefur verið svona viðvarandi tómastaskortur á íslenskum tómötum. Þannig það er frábært að geta komið sterkur inn á markaðinn þar,“ segir Knútur.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Garðyrkja Bláskógabyggð Tengdar fréttir Hvorki rútur né erlenda ferðamenn að sjá: „Þetta er bara ömurlegt“ Hrun í ferðaþjónustu hefur bitnað illa á íbúum á Suðurlandi, ekki síst í Bláskógabyggð. Sveitarstjórinn segir mikla óvissu ríkja um hvað næstu mánuðir bera í skauti sér 29. apríl 2020 23:30 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Hvorki rútur né erlenda ferðamenn að sjá: „Þetta er bara ömurlegt“ Hrun í ferðaþjónustu hefur bitnað illa á íbúum á Suðurlandi, ekki síst í Bláskógabyggð. Sveitarstjórinn segir mikla óvissu ríkja um hvað næstu mánuðir bera í skauti sér 29. apríl 2020 23:30