Hafa borið kennsl á og vilja ná í skottið á hakkara GRU Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2020 14:37 Eftir fimm ára rannsókn hafa Þjóðverjar borið kennsl á tvo rússneska hakkara sem réðust á þýska þingið árið 2015. EPA/FILIP SINGER Yfirvöld Þýskalands hafa gefið út handtökuskipun gegn manni sem grunaður er um tölvuárás gegn þýska þinginu, á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Maðurinn heitir Dmitry Badin en sá er einnig sakaður um tölvuárásina þar sem tölvupóstum landsnefndar Demókrataflokksins í Bandaríkjunum var stolið. Þeir póstar voru svo birtir af Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Þýska dagblaðið Sueddeutsche Zeitung segir Þjóðverja sannfærða um að Badin hafi komið að tölvuárásinni gegn þýska þinginu árið 2015. Þar að auki er hann eftirlýstur vegna tölvuárásarinnar á Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunina, WADA, árið 2016. Samkvæmt dagblaðinu tilheyrir Badin umdeildum hópi rússneskra hermanna sem kallast meðal annars Fancy Bear en þeir hafa verið sakaðir um fjöldann allan af tölvuárásum á undanförnum árum. Þjóðverjar gáfu út handtökuskipun í síðustu viku eftir fimm ára rannsókn. Blaðamenn Sueddeutsche Zeitung segja Bandaríkin hafa hjálpað við rannsókna. Það gerðu Hollendingar einnig. Rannsókn Þjóðverja tók stakkaskiptum eftir að þeir fengu aðgang að tölvum og öðrum gögnum sem tekin voru af fjórum útsendurum GRU sem gómaðir voru við að reyna tölvuárás gegn Efnavopnastofnuninni í Haag í Hollandi. Sú tölvuárás var reynd skömmu eftir að Sergei Skripal og dóttir hans urðu fyrir rússnesku taugaeitri, sem skilgreint er sem gereyðingarvopn, á Bretlandi. Tveir útsendarar GRU hafa verið sakaðir um þá árás. Sjá einnig: Annar Rússinn opinberaður sem ofursti í GRU Tók langan tíma að tryggja öryggi Árásin á þingið hófst þann 30. apríl 2015. Fjöldi starfsmanna þingsins fengu tölvupóst á sama tíma sem leit út eins og hann kæmi frá Sameinuðu þjóðunum. Hann vísaði þar að auki á vefsíðu sem var látin líta út fyrir að tilheyra Sameinuðu þjóðunum. Hún gerði það þó ekki og starfsmenn þingsins smelltu á hlekkinn. Við það voru Rússar komnir með aðgang að tölvukerfi þingsins og á skömmum tíma náðu þeir í raun stjórn á kerfinu. Þann 11. maí varaði netöryggisfyrirtæki yfirvöld við því að tveir vefþjónar sem höfðu verið notaðir til tölvuárása hefðu tengst við tvær tölvur í Þýskalandi og að báðar þeirra hafi verið skráðar í þinghúsinu. Sérfræðingum tókst ekki að tryggja öryggi kerfisins aftur fyrr en 20. maí. Þá höfðu minnst 16 gígabæt af gögnum verið tekin þaðan og þar á meðal tugir þúsunda tölvupósta þingmanna. Þýskaland Rússland Bandaríkin Holland Tölvuárásir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Yfirvöld Þýskalands hafa gefið út handtökuskipun gegn manni sem grunaður er um tölvuárás gegn þýska þinginu, á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Maðurinn heitir Dmitry Badin en sá er einnig sakaður um tölvuárásina þar sem tölvupóstum landsnefndar Demókrataflokksins í Bandaríkjunum var stolið. Þeir póstar voru svo birtir af Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Þýska dagblaðið Sueddeutsche Zeitung segir Þjóðverja sannfærða um að Badin hafi komið að tölvuárásinni gegn þýska þinginu árið 2015. Þar að auki er hann eftirlýstur vegna tölvuárásarinnar á Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunina, WADA, árið 2016. Samkvæmt dagblaðinu tilheyrir Badin umdeildum hópi rússneskra hermanna sem kallast meðal annars Fancy Bear en þeir hafa verið sakaðir um fjöldann allan af tölvuárásum á undanförnum árum. Þjóðverjar gáfu út handtökuskipun í síðustu viku eftir fimm ára rannsókn. Blaðamenn Sueddeutsche Zeitung segja Bandaríkin hafa hjálpað við rannsókna. Það gerðu Hollendingar einnig. Rannsókn Þjóðverja tók stakkaskiptum eftir að þeir fengu aðgang að tölvum og öðrum gögnum sem tekin voru af fjórum útsendurum GRU sem gómaðir voru við að reyna tölvuárás gegn Efnavopnastofnuninni í Haag í Hollandi. Sú tölvuárás var reynd skömmu eftir að Sergei Skripal og dóttir hans urðu fyrir rússnesku taugaeitri, sem skilgreint er sem gereyðingarvopn, á Bretlandi. Tveir útsendarar GRU hafa verið sakaðir um þá árás. Sjá einnig: Annar Rússinn opinberaður sem ofursti í GRU Tók langan tíma að tryggja öryggi Árásin á þingið hófst þann 30. apríl 2015. Fjöldi starfsmanna þingsins fengu tölvupóst á sama tíma sem leit út eins og hann kæmi frá Sameinuðu þjóðunum. Hann vísaði þar að auki á vefsíðu sem var látin líta út fyrir að tilheyra Sameinuðu þjóðunum. Hún gerði það þó ekki og starfsmenn þingsins smelltu á hlekkinn. Við það voru Rússar komnir með aðgang að tölvukerfi þingsins og á skömmum tíma náðu þeir í raun stjórn á kerfinu. Þann 11. maí varaði netöryggisfyrirtæki yfirvöld við því að tveir vefþjónar sem höfðu verið notaðir til tölvuárása hefðu tengst við tvær tölvur í Þýskalandi og að báðar þeirra hafi verið skráðar í þinghúsinu. Sérfræðingum tókst ekki að tryggja öryggi kerfisins aftur fyrr en 20. maí. Þá höfðu minnst 16 gígabæt af gögnum verið tekin þaðan og þar á meðal tugir þúsunda tölvupósta þingmanna.
Þýskaland Rússland Bandaríkin Holland Tölvuárásir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira