Gerwen var af flestum spekingum sagður líklegastur til að vinna mótið í ár en hann átti engin svör við góðum leik Chisnall í kvöld.
Þó Chisnall hafi spilað frábærlega var Van Gerwen heldur ekki að spila sinn besta leik enda fór að lokum svo að Chisnall vann 5-0 sigur. Hreint ótrúlegur leikur og mögnuð frammistaða Englendingsins en Van Gerwen er efstur á heimslistanum um þessar mundir.
— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2021
Dave Chisnall produces the biggest win of his career WHITEWASHING the world number one Michael van Gerwen 5-0 to reach the semi-finals of the William Hill World Darts Championship!
Simply sensational. pic.twitter.com/Lpv91X0sMc
Fyrri leikur kvöldsins var hins vegar algjör naglbítur þar sem þeir Gerwyn Price og Daryl Gurney áttust við.
Fór leikurinn alla leið í níunda sett en þar hafði Price betur eftir æsispennandi leik.
-
— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2021
Gerwyn Price pins tops at the first time of asking to clinch the deciding leg against Daryl Gurney in an absolute thriller and he's into the semi-finals!
Last up Michael van Gerwen v Dave Chisnall pic.twitter.com/qVh2LCwRgZ
Undanúrslitin fara fram á morgun þar sem Gerwyn Price mun mæta Gary Anderson en Dave Chisnall mætir Stephen Bunting.

HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.