Ari Eldjárn hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2020 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2021 17:55 Ari með verðlaunin, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta og Rannveigu Rist, fulltrúa dómnefndar. ISAL Ari Eldjárn, uppistandari og handritshöfundur, hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2020 sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ISAL. Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti verðlaunin, sem eru áletraður gripur úr áli frá ISAL í Straumsvík og ein milljón króna í verðlaunafé. Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. Upphafsmaður þeirra var danski athafnamaðurinn Peter Bröste en ISAL álverið í Straumsvík hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá því að Bröste dró sig í hlé árið 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna. Í tilkynningunni er stiklað á stóru yfir feril Ara. Hann stundaði MA nám í handritsgerð í Londan Film School árið 2006 og sinnti eftir það ýmsum störfum. Frá árinu 2009 hefur hann þó aðallega fengist við uppistand, ýmist einn eða með uppistandshópnum Mið-Íslandi. Áramótaskop Ara hefur orðið vinsæll viðburður, en það er veigamikil uppistandssýning þar sem hann fer yfir það sem hæst bar á hverju ári. Seint á síðasta ári hóf streymisveitan Netflix svo að sýna sérstaka sýningu Ara, Pardon My Icelandic, og er hún aðgengileg Netflix-notendum í 190 löndum. „Í umsögn dómnefndar kemur fram að Ari tilheyri fámennum hópi listamanna sem er bæði nýr en á sér langa sögu um allan heim sem tengja saman margar ólíkar listgreinar. Ari segir sögur, af sjálfum sér, úr sínu nærumhverfi sem eru bráðfyndnar. Hann hefur einstakan húmor fyrir sjálfum sér, þjóðinni og manneskjunni. Ari er sagnamaður nútímans og er frábær fulltrúi íslenskrar menningar,“ segir í tilkynningunni. Í dómnefndinni sem veitti verðlaunin eru þau Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Rannveig Rist og Örnólfur Thorsson. Forseti Íslands Uppistand Grín og gaman Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti verðlaunin, sem eru áletraður gripur úr áli frá ISAL í Straumsvík og ein milljón króna í verðlaunafé. Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. Upphafsmaður þeirra var danski athafnamaðurinn Peter Bröste en ISAL álverið í Straumsvík hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá því að Bröste dró sig í hlé árið 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna. Í tilkynningunni er stiklað á stóru yfir feril Ara. Hann stundaði MA nám í handritsgerð í Londan Film School árið 2006 og sinnti eftir það ýmsum störfum. Frá árinu 2009 hefur hann þó aðallega fengist við uppistand, ýmist einn eða með uppistandshópnum Mið-Íslandi. Áramótaskop Ara hefur orðið vinsæll viðburður, en það er veigamikil uppistandssýning þar sem hann fer yfir það sem hæst bar á hverju ári. Seint á síðasta ári hóf streymisveitan Netflix svo að sýna sérstaka sýningu Ara, Pardon My Icelandic, og er hún aðgengileg Netflix-notendum í 190 löndum. „Í umsögn dómnefndar kemur fram að Ari tilheyri fámennum hópi listamanna sem er bæði nýr en á sér langa sögu um allan heim sem tengja saman margar ólíkar listgreinar. Ari segir sögur, af sjálfum sér, úr sínu nærumhverfi sem eru bráðfyndnar. Hann hefur einstakan húmor fyrir sjálfum sér, þjóðinni og manneskjunni. Ari er sagnamaður nútímans og er frábær fulltrúi íslenskrar menningar,“ segir í tilkynningunni. Í dómnefndinni sem veitti verðlaunin eru þau Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Rannveig Rist og Örnólfur Thorsson.
Forseti Íslands Uppistand Grín og gaman Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira