Grín og gaman

Fréttamynd

Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið

„Facebook-hrekkurinn lifir enn góðu lífi á minni skrifstofu,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta- og markaðssviðs flugfélagsins Play, en hún verður reglulega fyrir barðinu á þeim. Í dag birtist færsla á Facebook-vegg hennar um nýtt hlaðvarp á hennar vegum, sem á að heita „Nadda í Orlofi“, en sjálf kannast hún ekki við það.

Lífið
Fréttamynd

Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn

Árni Árnason mannauðsstjóri hjá Elju hefur slegið í gegn á Facebook með allskyns ádeilugrínmyndböndum þar sem hann hefur hinar ýmsu stofnanir og stjórnmálamenn að háði og spotti. Þar má nefna Isavia og skipulagssvið Reykjavíkurborgar svo fátt eitt sé nefnt. Vinsældirnar eru orðnar svo miklar að búið er að bóka Árna í uppistand.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsti Ís­lands­meistarinn í fjór­tán ár

Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen fór fram í fyrsta sinn í fjórtán ár í dag. 32 keppendur voru skráðir til leiks og stóðu sig misvel að sögn mótshaldara. Það sé ekki nóg að vera heppinn.

Lífið
Fréttamynd

Tvær mið­aldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman

Auðbjörg Ólafsdóttir og Sóley Kristjánsdóttir eru miðaldra konur sem þekktust ekkert en áttu sama drauminn. Draumurinn var að stíga á svið sem uppistandari. Þær létu hann báðar rætast á afmælinu sínu og eftir að hafa kynnst í gegnum sameiginlegar vinkonur ætla þær að slá aftur til í Tjarnarbíói um helgina.

Lífið
Fréttamynd

„Hvað er Gísli Marteinn gamall?“

Á vefsíðunni „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ er hægt að fylgjast með aldri fjölmiðlamannsins í rauntíma. Eigandi og forritari síðunnar segir hana hafa komið til vegna þjóðarþráhyggju Íslendinga að býsnast yfir unglegu útliti Gísla.

Lífið
Fréttamynd

„Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“

„Eftir að ég var búinn að flytja þetta þá hugsaði ég: „Er ég kannski að segja of mikið?“ segir Guðmundur Einar sem ýtti nýverið úr vör sinni allra fyrstu uppistandssýningu, sem ber heitið Lítill töffari. Guðmundur opnar sig meðal annars upp á gátt um eigið óöryggi, tilraunir hans og kærustu hans til þess að eignast barn og svo glænýtt foreldrahlutverk en óhætt er að segja að hann hefji sýninguna á alvöru sjónarspili.

Menning
Fréttamynd

„Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Ís­lands“

Gaflaraleikhúsið og Geðhjálp eru í skemmtilegu samstarfi þessa dagana sem snýr að því að finna fyndnasta hlátur Íslands. Landsmenn eru hvattir til að senda inn myndband af þeim sem þeim finnst búa yfir fyndnasta hlátrinum en sigurvegari fær gjafabréf á sýninguna Tóm hamingja sem leikhópurinn sýnir við miklar vinsældir í Borgarleikhúsinu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ís­lensku krydd­píurnar en hver er hvað?

Oddviti Vinstri grænna grínaðist með það á þriðjudag að oddvitar flokkanna sem nú standa í meirihlutaviðræðum í Reykjavík væru kryddpíur, en ekki valkyrjur. Vísaði hún þar annars vegar til frægrar enskrar popphljómsveitar og hins vegar til oddvitanna í ríkisstjórn.

Lífið
Fréttamynd

Lítil þolin­mæði fyrir hrekk Audda

Steinþór Hróar Steinþórsson sjónvarpsmaður betur þekktur sem Steindi jr. er ekki að flytja úr Mosfellsbænum og í Garðabæ líkt og fram kemur í nýjasta tölublaði Mosfellingsins. Þar lítur út fyrir að um viðtal við Steinda sé að ræða þegar raunin er sú að stríðnispúkinn Auðunn Blöndal heldur þar á penna.

Lífið
Fréttamynd

Skinkukallinn er víða

Karlkyns áhrifavaldar sem birta myndbönd af sér að skipta um föt og eru gjarnan með litla tösku hafa verið æði áberandi undanfarið.

Lífið
Fréttamynd

Okkar meyrasti maður

Í Draumahöllinni þar sem Steindi og Saga leika öll aðalhlutverk fór Steindi með hlutverk tónlistarmanns í miklu sambandi við tilfinningar sínar.

Lífið
Fréttamynd

Þorir loksins að hlusta á út­varpið í bíl mömmu sinnar

Ágúst Borgþór Sverrisson blaðamaður og rithöfundur er orðinn óhræddur við að kveikja á útvarpinu í bílnum. Hann fékk bílpróf fyrir rúmum þremur árum síðan, segist vera afleitur ökumaður og keyrði lengi vel í þögninni einni. Vinnufélagi segir hann hafa stórbætt sig frá því hann hafi varla þorað að keyra út úr Vesturbæ Reykjavíkur.

Lífið
Fréttamynd

Brunabjallan fór í gang í miðjum frétta­tíma

Klisjan um að hvað sem er geti gerst í beinni útsendingu heldur áfram að minna á sig. Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í dag mátti litlu muna að brunabjallan í húsakynnum fréttamyndversins eyðilegði útsendinguna.

Lífið
Fréttamynd

Illa bruggaðar Guða­veigar

Fjórir íslenskir prestar fara til Spánar í leit að nýju messuvíni fyrir þjóðkirkjuna. Bílstjórinn forfallast og barnabarn hans, ung kona með drykkjuvandamál, kemur í ferðina í hans stað. Prestarnir sötra mikið vín, lenda í ýmsum hremmingum og komast í kast við lögin.

Gagnrýni
Fréttamynd

Kyn­ferðis­leg stífla hjá hús­fé­laginu

Þó að kynferðisleg stífla í byggingu sé sennilega ekki vandamál á mörgum húsfélagsfundum, er það samt helsta umræðuefnið á húsfélagsfundi hjá þeim sem voru í þriðja þætti af Draumahöllinni á Stöð 2 á föstudagskvöldið.

Lífið
Fréttamynd

Lækaði ó­vart fimm ára gamla mynd

En í einu atriði í síðasta þætti af Draumahöllinni var fjallað um það þegar kona skoðar gamlan skóla skólafélaga sinn á netinu og lækar óvart eldgamla mynd af honum og fer alveg í kerfi í kjölfarið.

Lífið
Fréttamynd

Fólk tjáir sig um skaupið

Fólk hafði skiptar skoðanir á Áramótaskaupinu í gær eins og við mátti búast. Á samfélagsmiðlum kepptist fólk við að lýsa yfir ánægju sinn eða útnefna skaupið það versta til þessa.

Lífið
Fréttamynd

Sagði barni að halda kjafti

Í fyrsta þættinum af Draumahöllinni fór Steindi mikinn í einu atriði þegar hans karakter, Guðmar, fékk aldrei að komast að við matarboðið.

Lífið
Fréttamynd

Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk

Þættirnir Draumahöllin hófu göngu sína á Stöð 2 þann 27. desember. Um er að ræða sex þátta seríu úr smiðju Sögu Garðarsdóttur, Steinþórs Hróars Steinþórssonar, Steinda Jr. og Magnúsar Leifssonar, sem jafnframt leikstýrir þáttunum.

Lífið
Fréttamynd

Límdi fyrir munninn á öllum við borðið

Í síðasta þætti af Bannað að hlæja mættu heldur betur skemmtilegir gestir. Þeir fimm sem fengu að spreyta sig í þættinum voru, Ása Ninna, bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson, Pétur Jóhann og Katla Þorgeirsdóttir.

Lífið