Martin var stigahæstur í liði Valencia þegar liðið lagði Herbalife Gran Canaria, 101-85.
Martin skoraði fimmtán stig og gaf tvær stoðsendingar á þeim átján mínútum sem hann spilaði en hann var með frábæra skotnýtingu og klúðraði aðeins tveimur skotum í leiknum. Nikola Kalinic var einnig með fimmtán stig í liði Valencia sem er í sjötta sæti deildarinnar.
Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Zaragoza unnu hádramatískan sigur á Real Betis eftir framlengdan leik. Leiknum lauk með eins stigs sigri Zaragoza, 96-95.
Tryggvi spilaði tæpar 25 mínútur og skilaði níu stigum á þeim tíma auk þess að rífa niður sex fráköst.
Final: #CasademontZaragoza 96 95 @RealBetisBasket#CZABET #LigaEndesa | #MásUnidosQueNunca pic.twitter.com/uyIOghETRg
— Casademont Zaragoza (@CasademontZGZ) January 2, 2021