Telur líklegt að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar á fyrri helmingi árs Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2021 13:01 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. VÍSIR Líklegt er að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar á fyrri helmingi árs. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem telur það hafa verið rétt ákvörðun að fylgja Evrópusambandinu í bóluefnamálum. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Forsætisráðherra segir samstarf með Evrópusambandinu í bóluefnamálum fela í sér styrkleika. „Það sem gerist er að við ákveðum að fara í samstarf með Evrópusambandinu og Noregi. Einhverjum hefur ekki fundist það góð hugmynd. Ég tel að það hafi verið rétt ákvörðun. Afhverju? Jú með þeim hætti þá bæði auðvitað njótum við samstarfs við aðrar þjóðir. Njótum ákveðins faglegs styrkleika t.d. frá Lyfjastofnun Evrópu og gerðir eru samningar við ólík fyrirtæki,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Katrín telur líklegt að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar á fyrri hluta ársins. „Mínar væntingar standa til þess að við verðum komin með meirhluta landsmanna bólusettan hér á fyrri hluta árs. Ég held að það séu allar líkur til þess að það gangi eftir svona út frá því hvað þetta er að gerast hratt í kringum okkur,“ sagði Katrín. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Katrínu Jakobsdóttur. Boltinn hjá Pfizer Katrín vildi lítið gefa upp um viðræður við Pfizer um mögulegt samstarfsverkefni. „Það hafa bara átt sér stað fundir og okkar fólk hefur gert grein fyrir, Kári og Þórólfur hafa auðvitað leitt það, hvaða aðstæður eru fyrir hendi hér á landi og hvernig við teljum að þetta gæti virkað og eins og fram hefur komið þá er boltinn hjá Pfizer,“ sagði Katrín. „Við í raun og veru höfum nálgast þetta þannig að við séum bara að gæta hagsmuna okkar á ölum vígstöðum. Hvort sem það er í þessu samstarfi þjóða eða út frá einhverjum svona hugmyndum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni Moderna verði samþykkt í Evrópu á mánudaginn Richard Bergström, bóluefnastjóri Svíþjóðar, segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni veita samþykki fyrir bóluefni Moderna gegn covid-19 á mánudaginn og að fyrstu skammtarnir verði komnir til Svíþjóðar innan tveggja vikna að því er SVT greinir frá. Ísland hefur gert samning um kaup á 128 þúsund skömmtum af bóluefni frá Moderna, í gegnum Svíþjóð, en það ætti að duga til að bólusetja 64 þúsund manns á Íslandi. 2. janúar 2021 11:56 BioNTech í kapphlaupi til að fylla upp í ESB-gatið Stjórnendur þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech gagnrýna Evrópusambandið fyrir seinagang í pöntunum á bóluefni fyrirtækisins og Pfizer. Þeir segja fyrirtækin nú leggja allt kapp á að auka framleiðsluna til að brúa bilið sem seinagangurinn, og of mikið traust ESB til annarra framleiðenda, hafi búið til. 1. janúar 2021 21:06 Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Forsætisráðherra segir samstarf með Evrópusambandinu í bóluefnamálum fela í sér styrkleika. „Það sem gerist er að við ákveðum að fara í samstarf með Evrópusambandinu og Noregi. Einhverjum hefur ekki fundist það góð hugmynd. Ég tel að það hafi verið rétt ákvörðun. Afhverju? Jú með þeim hætti þá bæði auðvitað njótum við samstarfs við aðrar þjóðir. Njótum ákveðins faglegs styrkleika t.d. frá Lyfjastofnun Evrópu og gerðir eru samningar við ólík fyrirtæki,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Katrín telur líklegt að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar á fyrri hluta ársins. „Mínar væntingar standa til þess að við verðum komin með meirhluta landsmanna bólusettan hér á fyrri hluta árs. Ég held að það séu allar líkur til þess að það gangi eftir svona út frá því hvað þetta er að gerast hratt í kringum okkur,“ sagði Katrín. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Katrínu Jakobsdóttur. Boltinn hjá Pfizer Katrín vildi lítið gefa upp um viðræður við Pfizer um mögulegt samstarfsverkefni. „Það hafa bara átt sér stað fundir og okkar fólk hefur gert grein fyrir, Kári og Þórólfur hafa auðvitað leitt það, hvaða aðstæður eru fyrir hendi hér á landi og hvernig við teljum að þetta gæti virkað og eins og fram hefur komið þá er boltinn hjá Pfizer,“ sagði Katrín. „Við í raun og veru höfum nálgast þetta þannig að við séum bara að gæta hagsmuna okkar á ölum vígstöðum. Hvort sem það er í þessu samstarfi þjóða eða út frá einhverjum svona hugmyndum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni Moderna verði samþykkt í Evrópu á mánudaginn Richard Bergström, bóluefnastjóri Svíþjóðar, segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni veita samþykki fyrir bóluefni Moderna gegn covid-19 á mánudaginn og að fyrstu skammtarnir verði komnir til Svíþjóðar innan tveggja vikna að því er SVT greinir frá. Ísland hefur gert samning um kaup á 128 þúsund skömmtum af bóluefni frá Moderna, í gegnum Svíþjóð, en það ætti að duga til að bólusetja 64 þúsund manns á Íslandi. 2. janúar 2021 11:56 BioNTech í kapphlaupi til að fylla upp í ESB-gatið Stjórnendur þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech gagnrýna Evrópusambandið fyrir seinagang í pöntunum á bóluefni fyrirtækisins og Pfizer. Þeir segja fyrirtækin nú leggja allt kapp á að auka framleiðsluna til að brúa bilið sem seinagangurinn, og of mikið traust ESB til annarra framleiðenda, hafi búið til. 1. janúar 2021 21:06 Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Bóluefni Moderna verði samþykkt í Evrópu á mánudaginn Richard Bergström, bóluefnastjóri Svíþjóðar, segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni veita samþykki fyrir bóluefni Moderna gegn covid-19 á mánudaginn og að fyrstu skammtarnir verði komnir til Svíþjóðar innan tveggja vikna að því er SVT greinir frá. Ísland hefur gert samning um kaup á 128 þúsund skömmtum af bóluefni frá Moderna, í gegnum Svíþjóð, en það ætti að duga til að bólusetja 64 þúsund manns á Íslandi. 2. janúar 2021 11:56
BioNTech í kapphlaupi til að fylla upp í ESB-gatið Stjórnendur þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech gagnrýna Evrópusambandið fyrir seinagang í pöntunum á bóluefni fyrirtækisins og Pfizer. Þeir segja fyrirtækin nú leggja allt kapp á að auka framleiðsluna til að brúa bilið sem seinagangurinn, og of mikið traust ESB til annarra framleiðenda, hafi búið til. 1. janúar 2021 21:06
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent