„Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. apríl 2025 11:13 Jón Gunnarsson og Jón Gnarr eru ekki skoðanabræður þegar kemur að breytingum á íslenskum sjávarútvegi. Vísir/Vilhelm Skiptar skoðanir eru á auglýsingu SFS þar sem norskir auðmenn ræða íslenskan sjávarútveg. Jón Gnarr segir auglýsinguna lýsi ákveðinni firringu og gagnist ríkisstjórninni frekar en útgerðinni. Jón Gunnarsson segir skilaboð auglýsingarinnar skýr og Íslendingar búi til meiri verðmæti úr sjávarútvegi en Norðmenn. Þá segir hann ríkisstjórnina neita að ræða um málið Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, tókust á um nýjustu Exit-auglýsingu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í Bítinu og fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnarinnar á veiðgjaldinu. Exit-auglýsingin gagnist best ríkisstjórninni „Þessi auglýsing nær ákveðnu hámarki og gengur auðveldlega fram af fólki. Og fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín. Ég hugsaði: ,Já, þetta er gert með gervigreind. Það er verið að gera grín að þessari auglýsingaherferð.' En svo þegar ég komst að því að þetta var raunverulegt þá setti mig hljóðan. Í alvöru talað,“ sagði Jón Gnarr um Exit-auglýsingu SFS. Jón Gnarr er þingmaður Viðreisnar og vill leiðrétta veiðigjöldin.Vísir/Vilhelm „Mér finnst hún svo skrítin og greinilega miklu til kostað. Þetta er dýr auglýsing, útlenskur leikari. Svo finnst mér skilaboðin í henni líka vera óskýr,“ bætti hann við. En kemur það á óvart að SFS birti þessar auglýsingar eða berjist gegn þessum breytingum? „Þau hafa fullan rétt til þess. En mér finnst þessi auglýsing dekadent og lýsa ákveðinni firringu,“ sagði Gnarr. Þá virðist honum sem viðbrögð meirihluta fólks hafi verið neikvæð, fólk reitt eða misboðið yfir auglýsingunni. „Svona auglýsingar gagnast best okkur sem erum að leggja þetta til,“ bætti hann við. Skilaboð auglýsingarinnar skýr „Mér finnst auðvitað merkilegast í þessu öllu saman að í þessu stóra máli sem skiptir þjóðarhag mjög mikið, sjávarútvegur er grundvöllur að þjóðarhag, þá er allt í einu umræðan farin að snúast um auglýsingar eða eitthvað slíkt. Það er orðið eitthvert aðalatriði í stað þess að ræða efni máls,“ sagði Jón Gunnarsson þá. „Og ef við vörpum því aftur fram. Er þessi auglýsing eitthvað óeðlileg? Hver er boðskapurinn í henni sem nafna mínum finnst varla boðlegur? Boðskapurinn er einmitt í grundvallaratriðum sá að draga fram með smá kómískum hætti þann mun sem er á íslenskum og norskum sjávarútvegi. Skilaboðin eru alveg skýr í því,“ sagði hann. Jón Gunnarsson var aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar í matvælaráðuneytinu.Vísir/Vilhelm „Bíddu, af hverju eru Íslendingar að fara að búa sér til einhver viðmið í norskum sjávarútvegi við verðlagningu á sjávarafurðum á Íslandi þegar það er alveg ljóst að við búum til miklu meiri verðmæti úr sjávarafurðum heldur en Norðmenn?“ Alvarlegast í málinu að mati Jóns sé að hagsmunaaðilar á borð við SFS og sjávarútvegssveitarfélög séu að reyna að koma þeim boðskap á framfæri að viðmiðunin sé „alveg galin“. Eina sem sé beðið um sé að gögn og upplýsingar séu lögð til grundvallar til að hægt sé að eiga málefnalega umræðu um hvert sé stefnt. Hvaða leið á að fara? „Það er ekki verið að gera neina breytingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu, það er ekki verið að breyta hlutföllum. Það er einungis verið að leiðrétta, má segja hækka með leiðréttingu, reikniforsendurnar fyrir veiðgjöldunum. Það er að segja að við miðum þau við markaðsvirði fiskafurða,“ sagði Jón Gnarr. „Í Noregi sem er allt annað kerfi,“ bætti Jón Gunnarsson þá við. Hvert er markaðsvirði hér þá? Er eitthvað markaðsvirði? „Já, við getum auðvitað farið allt aðrar leiðir í þessu líka,“ sagði Jón Gunnarsson og bætti við: „Þegar þú ert ráðherra í ráðuneytinu þá hefur þú staðið fyrir því að ráða starfsmenn þangað út af sérfræðiþekkingu. Í matvælaráðuneytið eru ráðnir sérfræðingar sem annars vegar hafa sérfræðiþekkingu á landbúnaði og hins vegar sjávarútvegi. Frá þessum sérfræðingum liggja minnisblöð þar sem þeir vara við þessari leið.“ Hvaða leið? Að hækka veiðigjöldin? „Að nota þessi viðmið til hækkunar,“ sagði Jón Gunnarsson. Hvaða viðmið á þá að nota? „Við eigum fyrst og fremst að nota íslensk viðmið,“ sagði Jón Gunnarsson. Hvaða viðmið eru það? „Það eru bara gömlu góðu viðmiðin sem við teljum að hafi gert það að verkum að íslenska þjóðin hafi verið hlunnfarin um sinn hlut, sinn raunverulega hlut,“ sagði Jón Gnarr þá. Ekki verið að fara í norska kerfið Jón Gnarr benti á að níutíu prósent þjóðarinnar væru hlynnt því að hækka veiðigjöld. Jón Gunnarsson benti þá að sjötíu prósent hefðu verið á móti Hvalfjarðargöngum og sakaði ríkisstjórnina um popúlisma. Gnarr bað nafna sinn þá að tala ekki svona. Í langan tíma hefur þjóðin óskað eftir því að veiðigjöldin yrðu hækkuð og Jón Gnarr var að benda á hérna áðan að þín ríkisstjórn ætlaði sér að hækka veiðigjöldin. „Jájá, og ég held að það sé hægt að hækka veiðigjöld en þú verður bara fara réttu leiðirnar í það,“ sagði Jón Gunnarsson. Hann tók síðan fyrir Verðlagsstofu fiskverðs sem verðleggur fiskverð upp úr skipum inn í vinnslur sömu fyrirtækja. Sá grunnur hefði verið settur á með lagasetningu og fjöldi aðila ætti sæti í Verðlagsstofu. „Þetta var gert til þess að við gætum haft öfluga fiskvinnslu á Íslandi. Þú getur ekki verðlagt verðið eftir markaði. Af hverju er verðið svona hátt á markaði á þessu litla magni sem fer á markað í dag? Það er af því það eru bjóðendur sem eru að kaupa þann fisk,“ sagði Jón Gunnarsson og bætti við: „Þetta var gert í sátt við sjómenn sem eru launahá stétt. En þarna ætlum við að brjóta þetta upp og fara í norska kerfið.“ „Við erum ekki að fara í norska kerfið. Við erum ennþá með íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið. Við erum bara að breyta útreikningunum,“ skaut Jón Gnarr þá inn í. „En verðlagningin mun hafa þau áhrif að fiskurinn verður of dýr upp úr sjó til þess að hægt sé að reka hér vinnslu alveg eins og það er í Noregi,“ sagði Jón Gunnarsson. „Treystirðu ekki markaðinum?“ spurði Jón Gnarr þá. „Sá sem gerir aldrei mistök, gerir líklega aldrei neitt“ „Mér finnst þetta langtímabær leiðrétting, mér finnst þetta réttlætis og sanngirnismál og ég tel að þjóðin hafi misst af töluverðum fjármunum þarna. Þessar aðgerðir okkar eru ekki afturvirkar, við erum ekki að fara að reikna afturábak heldur frá og með núinu. Ég tel að þetta muni skila miklum umbótum fyrir íslenskt samfélag fyrir uppbyggingu á innviðum sem eru víða algjörlega í molum,“ sagði Jón Gnarr. En ef þetta klikkar nú allt saman? Ef þetta reynist rangt og bitnar illa á atvinnuveginum, hvað þá? „Sá sem gerir aldrei mistök, gerir líklega aldrei neitt. Það er alltaf sú hætta fyrir hendi að þú gerir einhver mistök,“ sagði hann. Það gæti reynst dýrt þjóðinni. „Tökum sem dæmi aðgerðir stjórnvalda á tímum Covid. Það er mjög auðvelt að gagnrýna þær eftir á, að þarna hafi verið farið offari, en á þeim tíma vissi fólk ekki betur,“ sagði Jón Gnarr. Jón Gnarr sagði ráðuneytið hafa verið að skoða áhrif hækkunarinnar á lítil og millistór fyrirtæki og mögulega hækkkun frítekjumarka fyrir þau. Jón Gunnarsson sagði þá að hagsmunaaðilar hefðu ekki fengið að sjá útreikninga á slíku. „Vilja menn það, að þetta færist á enn færri hendur?“ „Það eina sem er verið að biðja um er að við förum ofan í kerfið og skoðum áhrifin sem af þessu leiða,“ sagði Jón Gunnarsson þá. Hvernig viljið þið hækka veiðigjöld ef ekki svona? „Við viljum gera það þannig að það leiði ekki áfram til aukinnar samþjöppunar þar sem sjávarútvegsfyrirtæki hverfa úr ákveðnum byggðum af því þau sameinast stærri byggðum,“ sagði Jón Gunnarsson. Reynslan af flötum hækkunum hefði leitt til aukinnar samþjöppunar að hans sögn. „Vilja menn það, að þetta færist á enn færri hendur?“ spurði Jón Gunnarsson svo. Nafnarnir tveir héldu síðan áfram að spjalla um fiskveiðistjórnunarkerfið og breytingar á því en komust þó ekki að neinni niðurstöðu enda býsna langt á milli þeirra. Sjávarútvegur Bítið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, tókust á um nýjustu Exit-auglýsingu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í Bítinu og fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnarinnar á veiðgjaldinu. Exit-auglýsingin gagnist best ríkisstjórninni „Þessi auglýsing nær ákveðnu hámarki og gengur auðveldlega fram af fólki. Og fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín. Ég hugsaði: ,Já, þetta er gert með gervigreind. Það er verið að gera grín að þessari auglýsingaherferð.' En svo þegar ég komst að því að þetta var raunverulegt þá setti mig hljóðan. Í alvöru talað,“ sagði Jón Gnarr um Exit-auglýsingu SFS. Jón Gnarr er þingmaður Viðreisnar og vill leiðrétta veiðigjöldin.Vísir/Vilhelm „Mér finnst hún svo skrítin og greinilega miklu til kostað. Þetta er dýr auglýsing, útlenskur leikari. Svo finnst mér skilaboðin í henni líka vera óskýr,“ bætti hann við. En kemur það á óvart að SFS birti þessar auglýsingar eða berjist gegn þessum breytingum? „Þau hafa fullan rétt til þess. En mér finnst þessi auglýsing dekadent og lýsa ákveðinni firringu,“ sagði Gnarr. Þá virðist honum sem viðbrögð meirihluta fólks hafi verið neikvæð, fólk reitt eða misboðið yfir auglýsingunni. „Svona auglýsingar gagnast best okkur sem erum að leggja þetta til,“ bætti hann við. Skilaboð auglýsingarinnar skýr „Mér finnst auðvitað merkilegast í þessu öllu saman að í þessu stóra máli sem skiptir þjóðarhag mjög mikið, sjávarútvegur er grundvöllur að þjóðarhag, þá er allt í einu umræðan farin að snúast um auglýsingar eða eitthvað slíkt. Það er orðið eitthvert aðalatriði í stað þess að ræða efni máls,“ sagði Jón Gunnarsson þá. „Og ef við vörpum því aftur fram. Er þessi auglýsing eitthvað óeðlileg? Hver er boðskapurinn í henni sem nafna mínum finnst varla boðlegur? Boðskapurinn er einmitt í grundvallaratriðum sá að draga fram með smá kómískum hætti þann mun sem er á íslenskum og norskum sjávarútvegi. Skilaboðin eru alveg skýr í því,“ sagði hann. Jón Gunnarsson var aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar í matvælaráðuneytinu.Vísir/Vilhelm „Bíddu, af hverju eru Íslendingar að fara að búa sér til einhver viðmið í norskum sjávarútvegi við verðlagningu á sjávarafurðum á Íslandi þegar það er alveg ljóst að við búum til miklu meiri verðmæti úr sjávarafurðum heldur en Norðmenn?“ Alvarlegast í málinu að mati Jóns sé að hagsmunaaðilar á borð við SFS og sjávarútvegssveitarfélög séu að reyna að koma þeim boðskap á framfæri að viðmiðunin sé „alveg galin“. Eina sem sé beðið um sé að gögn og upplýsingar séu lögð til grundvallar til að hægt sé að eiga málefnalega umræðu um hvert sé stefnt. Hvaða leið á að fara? „Það er ekki verið að gera neina breytingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu, það er ekki verið að breyta hlutföllum. Það er einungis verið að leiðrétta, má segja hækka með leiðréttingu, reikniforsendurnar fyrir veiðgjöldunum. Það er að segja að við miðum þau við markaðsvirði fiskafurða,“ sagði Jón Gnarr. „Í Noregi sem er allt annað kerfi,“ bætti Jón Gunnarsson þá við. Hvert er markaðsvirði hér þá? Er eitthvað markaðsvirði? „Já, við getum auðvitað farið allt aðrar leiðir í þessu líka,“ sagði Jón Gunnarsson og bætti við: „Þegar þú ert ráðherra í ráðuneytinu þá hefur þú staðið fyrir því að ráða starfsmenn þangað út af sérfræðiþekkingu. Í matvælaráðuneytið eru ráðnir sérfræðingar sem annars vegar hafa sérfræðiþekkingu á landbúnaði og hins vegar sjávarútvegi. Frá þessum sérfræðingum liggja minnisblöð þar sem þeir vara við þessari leið.“ Hvaða leið? Að hækka veiðigjöldin? „Að nota þessi viðmið til hækkunar,“ sagði Jón Gunnarsson. Hvaða viðmið á þá að nota? „Við eigum fyrst og fremst að nota íslensk viðmið,“ sagði Jón Gunnarsson. Hvaða viðmið eru það? „Það eru bara gömlu góðu viðmiðin sem við teljum að hafi gert það að verkum að íslenska þjóðin hafi verið hlunnfarin um sinn hlut, sinn raunverulega hlut,“ sagði Jón Gnarr þá. Ekki verið að fara í norska kerfið Jón Gnarr benti á að níutíu prósent þjóðarinnar væru hlynnt því að hækka veiðigjöld. Jón Gunnarsson benti þá að sjötíu prósent hefðu verið á móti Hvalfjarðargöngum og sakaði ríkisstjórnina um popúlisma. Gnarr bað nafna sinn þá að tala ekki svona. Í langan tíma hefur þjóðin óskað eftir því að veiðigjöldin yrðu hækkuð og Jón Gnarr var að benda á hérna áðan að þín ríkisstjórn ætlaði sér að hækka veiðigjöldin. „Jájá, og ég held að það sé hægt að hækka veiðigjöld en þú verður bara fara réttu leiðirnar í það,“ sagði Jón Gunnarsson. Hann tók síðan fyrir Verðlagsstofu fiskverðs sem verðleggur fiskverð upp úr skipum inn í vinnslur sömu fyrirtækja. Sá grunnur hefði verið settur á með lagasetningu og fjöldi aðila ætti sæti í Verðlagsstofu. „Þetta var gert til þess að við gætum haft öfluga fiskvinnslu á Íslandi. Þú getur ekki verðlagt verðið eftir markaði. Af hverju er verðið svona hátt á markaði á þessu litla magni sem fer á markað í dag? Það er af því það eru bjóðendur sem eru að kaupa þann fisk,“ sagði Jón Gunnarsson og bætti við: „Þetta var gert í sátt við sjómenn sem eru launahá stétt. En þarna ætlum við að brjóta þetta upp og fara í norska kerfið.“ „Við erum ekki að fara í norska kerfið. Við erum ennþá með íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið. Við erum bara að breyta útreikningunum,“ skaut Jón Gnarr þá inn í. „En verðlagningin mun hafa þau áhrif að fiskurinn verður of dýr upp úr sjó til þess að hægt sé að reka hér vinnslu alveg eins og það er í Noregi,“ sagði Jón Gunnarsson. „Treystirðu ekki markaðinum?“ spurði Jón Gnarr þá. „Sá sem gerir aldrei mistök, gerir líklega aldrei neitt“ „Mér finnst þetta langtímabær leiðrétting, mér finnst þetta réttlætis og sanngirnismál og ég tel að þjóðin hafi misst af töluverðum fjármunum þarna. Þessar aðgerðir okkar eru ekki afturvirkar, við erum ekki að fara að reikna afturábak heldur frá og með núinu. Ég tel að þetta muni skila miklum umbótum fyrir íslenskt samfélag fyrir uppbyggingu á innviðum sem eru víða algjörlega í molum,“ sagði Jón Gnarr. En ef þetta klikkar nú allt saman? Ef þetta reynist rangt og bitnar illa á atvinnuveginum, hvað þá? „Sá sem gerir aldrei mistök, gerir líklega aldrei neitt. Það er alltaf sú hætta fyrir hendi að þú gerir einhver mistök,“ sagði hann. Það gæti reynst dýrt þjóðinni. „Tökum sem dæmi aðgerðir stjórnvalda á tímum Covid. Það er mjög auðvelt að gagnrýna þær eftir á, að þarna hafi verið farið offari, en á þeim tíma vissi fólk ekki betur,“ sagði Jón Gnarr. Jón Gnarr sagði ráðuneytið hafa verið að skoða áhrif hækkunarinnar á lítil og millistór fyrirtæki og mögulega hækkkun frítekjumarka fyrir þau. Jón Gunnarsson sagði þá að hagsmunaaðilar hefðu ekki fengið að sjá útreikninga á slíku. „Vilja menn það, að þetta færist á enn færri hendur?“ „Það eina sem er verið að biðja um er að við förum ofan í kerfið og skoðum áhrifin sem af þessu leiða,“ sagði Jón Gunnarsson þá. Hvernig viljið þið hækka veiðigjöld ef ekki svona? „Við viljum gera það þannig að það leiði ekki áfram til aukinnar samþjöppunar þar sem sjávarútvegsfyrirtæki hverfa úr ákveðnum byggðum af því þau sameinast stærri byggðum,“ sagði Jón Gunnarsson. Reynslan af flötum hækkunum hefði leitt til aukinnar samþjöppunar að hans sögn. „Vilja menn það, að þetta færist á enn færri hendur?“ spurði Jón Gunnarsson svo. Nafnarnir tveir héldu síðan áfram að spjalla um fiskveiðistjórnunarkerfið og breytingar á því en komust þó ekki að neinni niðurstöðu enda býsna langt á milli þeirra.
Sjávarútvegur Bítið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira