Björgvin Páll gaf ekki kost á sér vegna fjölskylduástæðna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2021 11:12 Björgvin Páll Gústavsson er reyndasti leikmaður HM-hópsins og sá eini sem hefur spilað meira en tvö hundruð landsleiki. Vísir/Daníel Björgvin Páll Gústavsson hefur stigið fram og útskýrt af hverju hann er ekki með íslenska landsliðinu út í Portúgal. Björgvin Páll fór ekki með íslenska handboltalandsliðinu út til Portúgal í morgun þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM í vikunni. Hann var þó ekki skilinn eftir heima. Björgvin Páll gaf út stutta yfirlýsingu á fésbókinni í dag þar sem hann sagðist hafa fengið spurningar um það í morgun af hverju hann yrði ekki með íslenska landsliðinu í þessu verkefni. „Ég hef í morgunsárið fengið nokkur skilaboð og símtöl um hvers vegna èg fór ekki með landsliðinu til Portúgal. Í fyrsta lagi þá gaf èg ekki kost á mèr í þá ferð af fjölskylduástæðum,“ skrifaði Björgvin Páll. Björgvin Páll var að verða faðir í fjórða sinn á dögunum en hann eignaðist þá dóttur sem hefur verið nefnd Eva. Fyrir áttu hann og kona hans Karen Einarsdóttir tvær stelpur og einn strák. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) Björgvin Páll hvetur líka hina markverðina áfram. Markverðir Íslands í leiknum verða þeir Viktor Gísli Hallgrímsson og Ágúst Elí Björgvinsson. Þeir spila báðir í Danmörku, Viktor með GOG og Ágúst með Kolding. Björgvin Páll hefur ekkert spilað með Haukum síðan í september, enda deildin legið niðri vegna samkomutakmarkana, en lék landsleik á móti Litháen í nóvemberbyrjun. „Þetta er auðvitað frábært tækifæri fyrir hina tvo markmennina til þess að láta ljós sitt skína og hafa þeir báðir staðið sig frábærlega síðustu vikur og eru 100% klárir í bátana. Þó að ég hefði gefið kost á mér er ekkert víst að ég hefði verið fyrir framan þá tvo en ég hef auðvitað ekki verið að spila handbolta uppvá síðkastið. Hlakka til að fylgjast með leiknum í Portúgal í faðmi fjölskyldunnar og hitta svo liðið aftur þegar þeir koma heim með 2 stig í bakpokanum. Áfram Ísland!,“ skrifaði Björgvin Páll. Èg hef í morgunsárið fengið nokkur skilaboð og símtöl um hvers vegna èg fór ekki með landsliðinu til Portúgal. Í fyrsta...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Mánudagur, 4. janúar 2021 Björgvin Páll er reynasti leikmaður íslenska HM-hópsins með 232 landsleiki á bakinu. HM 2021 í handbolta Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Björgvin Páll fór ekki með íslenska handboltalandsliðinu út til Portúgal í morgun þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM í vikunni. Hann var þó ekki skilinn eftir heima. Björgvin Páll gaf út stutta yfirlýsingu á fésbókinni í dag þar sem hann sagðist hafa fengið spurningar um það í morgun af hverju hann yrði ekki með íslenska landsliðinu í þessu verkefni. „Ég hef í morgunsárið fengið nokkur skilaboð og símtöl um hvers vegna èg fór ekki með landsliðinu til Portúgal. Í fyrsta lagi þá gaf èg ekki kost á mèr í þá ferð af fjölskylduástæðum,“ skrifaði Björgvin Páll. Björgvin Páll var að verða faðir í fjórða sinn á dögunum en hann eignaðist þá dóttur sem hefur verið nefnd Eva. Fyrir áttu hann og kona hans Karen Einarsdóttir tvær stelpur og einn strák. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) Björgvin Páll hvetur líka hina markverðina áfram. Markverðir Íslands í leiknum verða þeir Viktor Gísli Hallgrímsson og Ágúst Elí Björgvinsson. Þeir spila báðir í Danmörku, Viktor með GOG og Ágúst með Kolding. Björgvin Páll hefur ekkert spilað með Haukum síðan í september, enda deildin legið niðri vegna samkomutakmarkana, en lék landsleik á móti Litháen í nóvemberbyrjun. „Þetta er auðvitað frábært tækifæri fyrir hina tvo markmennina til þess að láta ljós sitt skína og hafa þeir báðir staðið sig frábærlega síðustu vikur og eru 100% klárir í bátana. Þó að ég hefði gefið kost á mér er ekkert víst að ég hefði verið fyrir framan þá tvo en ég hef auðvitað ekki verið að spila handbolta uppvá síðkastið. Hlakka til að fylgjast með leiknum í Portúgal í faðmi fjölskyldunnar og hitta svo liðið aftur þegar þeir koma heim með 2 stig í bakpokanum. Áfram Ísland!,“ skrifaði Björgvin Páll. Èg hef í morgunsárið fengið nokkur skilaboð og símtöl um hvers vegna èg fór ekki með landsliðinu til Portúgal. Í fyrsta...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Mánudagur, 4. janúar 2021 Björgvin Páll er reynasti leikmaður íslenska HM-hópsins með 232 landsleiki á bakinu.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira