Spillti bóluefninu því hann taldi það breyta erfðaefni manna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2021 22:37 Steven Brandenburg spillti bóluefni sem talið er að hefði dugað fyrir minnst fimm hundruð manns. AP/Ozaukee County Sheriff Lyfjafræðingur í Wisconsin í Bandaríkjunum, sem eyðilagði hundruð skammta af bóluefni Moderna við Covid-19, sagðist í samtali við lögreglu sannfærður um það að bóluefnið við veirunni breytti erfðaefni manna. Þá væri hann handviss um að heimurinn væri að farast. Þetta kemur fram í dómsgögnum sem birt voru í dag og fréttastofa AP greinir frá. Steven Brandenburg, lyfjafræðingur í Grafton í Wisconsin, var handtekinn í síðustu viku. Tilefni handtökunnar voru 57 glös af bóluefni Moderna sem skilin höfðu verið eftir í stofuhita í tvær nætur en geyma þarf efnið við tuttugu gráðu frost. Sérfræðingar segja að glösin hafi innihaldið skammta fyrir minnst 500 manns. Að sögn Adams Gerol, saksóknara í Ozaukee héraði, hefur Brandenburg verið undir miklu álagi undanfarið en hann gangi þessa dagana í gegn um skilnað. Þá bar starfsmaður í apótekinu, sem Brandenburg vann í, vitni fyrir dómnum og sagði að Brandenburg hefði tekið byssu til vinnu minnst tvisvar sinnum. Taldi stjórnvöld vinna gegn almenningi Að sögn rannsóknaraðila er Brandenburg einnig þekktur samsæriskenningasmiður en hann sagði rannsakendum meðal annars að bóluefnið breytti erfðaefni manna. Sú kenning er meðal þeirra fyrstu samsæriskenninga sem upp spruttu um Covid-19 bóluefni en samkvæmt frétt AP er nokkuð mikið um þær. Sérfræðingar hafa sagt að þessar hugmyndir, að bóluefnið breyti erfðaefni, séu úr lausu lofti gripnar. Brandenburg er sagður hafa játað að hafa skilið bóluefnaskammtana eftir við stofuhita, aðfaranótt 25. desember og aðfaranótt 26. desember. Starfsmaður í apótekinu fann skammtana úti á borði morguninn 26. desember og til að byrja með hélt Brandenburg því fram að hann hafi gleymt þeim úti á borði eftir að hann tók skammtana út úr kæli til að sækja önnur lyf. Moderna bóluefnið er hægt að nota allt að tólf tímum eftir að það er tekið úr kæli. Starfsmennirnir notuðu því bóluefnið til þess að bólusetja 57 manns áður en í ljós kom að bóluefnið væri ónýtt. Lögregla segir að andvirði bóluefnisins sem fór til spillis sé allt að 11 þúsund dollarar eða um 1,4 milljónir króna. Eiginkona Brandenburgs bar einnig vitni fyrir dómi og sagði hún að hann hafi komið við heima hjá henni þann 6. desember síðastliðinn. Hann hafi þar skilið eftir vatnssíu og tvo þrjátíu daga matarskammta. Hann hafi sagt henni að heimurinn væri að enda og að hún þyrði ekki að horfast í augu við sannleikann. Þá hafi hann sagt að stjórnvöld væru að skipuleggja tölvuárásir til þess að leggja niður rafmagnskerfi. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Þá væri hann handviss um að heimurinn væri að farast. Þetta kemur fram í dómsgögnum sem birt voru í dag og fréttastofa AP greinir frá. Steven Brandenburg, lyfjafræðingur í Grafton í Wisconsin, var handtekinn í síðustu viku. Tilefni handtökunnar voru 57 glös af bóluefni Moderna sem skilin höfðu verið eftir í stofuhita í tvær nætur en geyma þarf efnið við tuttugu gráðu frost. Sérfræðingar segja að glösin hafi innihaldið skammta fyrir minnst 500 manns. Að sögn Adams Gerol, saksóknara í Ozaukee héraði, hefur Brandenburg verið undir miklu álagi undanfarið en hann gangi þessa dagana í gegn um skilnað. Þá bar starfsmaður í apótekinu, sem Brandenburg vann í, vitni fyrir dómnum og sagði að Brandenburg hefði tekið byssu til vinnu minnst tvisvar sinnum. Taldi stjórnvöld vinna gegn almenningi Að sögn rannsóknaraðila er Brandenburg einnig þekktur samsæriskenningasmiður en hann sagði rannsakendum meðal annars að bóluefnið breytti erfðaefni manna. Sú kenning er meðal þeirra fyrstu samsæriskenninga sem upp spruttu um Covid-19 bóluefni en samkvæmt frétt AP er nokkuð mikið um þær. Sérfræðingar hafa sagt að þessar hugmyndir, að bóluefnið breyti erfðaefni, séu úr lausu lofti gripnar. Brandenburg er sagður hafa játað að hafa skilið bóluefnaskammtana eftir við stofuhita, aðfaranótt 25. desember og aðfaranótt 26. desember. Starfsmaður í apótekinu fann skammtana úti á borði morguninn 26. desember og til að byrja með hélt Brandenburg því fram að hann hafi gleymt þeim úti á borði eftir að hann tók skammtana út úr kæli til að sækja önnur lyf. Moderna bóluefnið er hægt að nota allt að tólf tímum eftir að það er tekið úr kæli. Starfsmennirnir notuðu því bóluefnið til þess að bólusetja 57 manns áður en í ljós kom að bóluefnið væri ónýtt. Lögregla segir að andvirði bóluefnisins sem fór til spillis sé allt að 11 þúsund dollarar eða um 1,4 milljónir króna. Eiginkona Brandenburgs bar einnig vitni fyrir dómi og sagði hún að hann hafi komið við heima hjá henni þann 6. desember síðastliðinn. Hann hafi þar skilið eftir vatnssíu og tvo þrjátíu daga matarskammta. Hann hafi sagt henni að heimurinn væri að enda og að hún þyrði ekki að horfast í augu við sannleikann. Þá hafi hann sagt að stjórnvöld væru að skipuleggja tölvuárásir til þess að leggja niður rafmagnskerfi.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira