Í frétt breska ríkisútvarpsins er atvikið sett í samhengi við að á dögunum frystu suður kóreskir bankar innistæður Írana vegna viðskiptaþvingana Bandaríkjamanna.
Háttsettur erindreki frá Suður-Kóreu var væntanlegur til Írans til að ræða þau mál en óvíst er hvort af ferðinni verði nú þegar olíuskipið hefur verið hertekið. Áhöfn skipsins er frá fjórum þjóðlöndum, Suður-Kóreu, Víetnam, Myanmar og Indónesíu.
Íranir halda því fram að mikilli mengun hafi stafað frá skipinu en því hafna Suður-Kóreumenn. Þetta er í fyrsta sinn í rúmt ár sem Íranir beita hervaldi sínu á svæðinu og hertaka skip á sundinu.