Áhrifavaldurinn sem ætlar sér að verða á undan John Snorra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2021 12:00 Kynningarmynd frá Magdalenu Gorzkowska sem á að tákna umbreytinguna úr frjálsíþróttagarpi yfir í fjallagarp. Magdalena Gorzkowska John Snorri Sigurjónsson er ekki sá eini sem ætlar sér að verða fyrstur til þess að klifra upp á tind K2 að vetrarlagi. Pólsk frjálsíþróttakona hefur sama markmið, þrátt fyrir að í heimalandi hennar hafi heyrst efasemdaraddir um atlögu hennar að næsthæsta fjalli heims. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi má reikna með að um sextíu manns muni gera atlögu að tindi næst hæsta fjall heims þetta vetrartímabilið. Þar á meðal eru hópar á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Seven Summit. Pólska frjálsíþróttakonan og fjallagarpurinn Magdalena Gorzkowska er ein af þeim sem nýtur aðstoðar Seven Summit, og hún ætlar sér að verða fyrst upp á topp K2 að vetrarlagi, þrátt fyrir gagnrýnisraddir í heimalandi hennar. View this post on Instagram A post shared by Magdalena Gorzkowska (@magdensz) „Bíðið þið bara þangað til pólskir Youtuberar, Instagrammarar og aðrir áhrifavaldar segjast ætla upp á K2 að vetrarlagi,“ er samlandi hennar og og reyndur fjallagarpur að nafni Marcin Miotk sagður hafa sagt þegar hann heyrði af því að Gorzkowska ætlaði sér upp á K2. „Af hverju ætti ég að takmarka sjálfa mig?“ Í frétt Reuters um tilraun Gorzkowska kemur fram að ýmsir í heimalandi hennar líti á tilraun hennar sem fátt annað en tilraun til þess að vekja athygli á sér á samfélagsmiðlum, en Gorzkowzka er til að mynda vinsæl á Instagram þar sem yfir tuttugu þúsendur fylgjendur fylgjast með henni. Það er þó ekki eins og Gorzkowska sé byrjandi í fjallamennskunni. Árið 2018 varð hún yngsta pólska konan í sögunni til þess að klifra Everest, þá 26 ára gömul, auk þess sem að hún hefur klifið fleiri krefjandi fjöll. Þá er Gorzkowska einnig mikill íþróttamaður en hún státar meðal ananrs af silfurverðlaunum í 400 metra boðhlaupi á HM innanhús í frjálsum íþróttum. Hún segir að hana hafi lengi dreymt um K2. Magdalena Gorzkowska sést hér lengst til hægri þegar hún vann til silfurverðlauna á HM innanhúss í frjálsum íþróttum í 400 metra boðhlaupi árið 2016.EPA/JOHN G. MABANGLO „Það er ástæðan fyrir því að ég er hér,“ segir Gorzkowska sem er komin í grunnbúðirnar. Þar bíða fjallagarparnir nú eftir því að veður sloti svo hægt verði undirbúa klifrið upp á topp. Hún gefur lítið fyrir þá sem gagnrýnt hafa tilraun hennar til þess að verða fyrst til þess að komast upp á K2 að vetrarlagi. „Það geta allir haft sína skoðun og sumir telja að það þurfi margra ára reynslu til þess að komast í gegnum svona áskorun. Ég geri bara það sem ég tel að ég geti. Af hverju ætti ég að takmarka sjálfa mig?“ John Snorri ætlar ekki að flýta sér um of Sem fyrr segir eru hóparnir sem komnir eru í hlíðar K2 nú í grunnbúðunum, þar á meðal John Snorri. Í stuttu viðtali á vef Alan Arnette segir John Snorri að honum líði vel, hann stefni enn á að vera fyrstur upp en að hann sé ekki að flýta sér, nægur tími sé framundan, enda sé hann og yemi hans með birgðir sem endist fram í mars. Fjallamennska Frjálsar íþróttir Samfélagsmiðlar John Snorri á K2 Tengdar fréttir John Snorri þráir kóka-kóla á K2 John Snorri Sigurjónsson og liðsfélagar hans á K2 eru komnir í búðir 2 á fjallinu. Hann segir að ferðalagi úr búðum 1 í 2 hafi verið erfitt. Þeim líði vel en þeir þrái að fá sér sopa af kóka-kóla. 29. desember 2020 13:43 John Snorri alls ekki sá eini sem er að reyna sigra K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er ekki sá eini sem freistar þess að verða sá fyrsti sem kemst á topp K2-fjallsins að vetri til. Þrír aðrir hópar eru með ferðir í undirbúningi á næstu vikum og dögum, þar á meðal maðurinn sem John Snorri gagnrýndi eftir að hætta þurfti við síðustu atlögu hans að toppi fjallsins. 17. desember 2020 09:01 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Fleiri fréttir Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Sjá meira
Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi má reikna með að um sextíu manns muni gera atlögu að tindi næst hæsta fjall heims þetta vetrartímabilið. Þar á meðal eru hópar á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Seven Summit. Pólska frjálsíþróttakonan og fjallagarpurinn Magdalena Gorzkowska er ein af þeim sem nýtur aðstoðar Seven Summit, og hún ætlar sér að verða fyrst upp á topp K2 að vetrarlagi, þrátt fyrir gagnrýnisraddir í heimalandi hennar. View this post on Instagram A post shared by Magdalena Gorzkowska (@magdensz) „Bíðið þið bara þangað til pólskir Youtuberar, Instagrammarar og aðrir áhrifavaldar segjast ætla upp á K2 að vetrarlagi,“ er samlandi hennar og og reyndur fjallagarpur að nafni Marcin Miotk sagður hafa sagt þegar hann heyrði af því að Gorzkowska ætlaði sér upp á K2. „Af hverju ætti ég að takmarka sjálfa mig?“ Í frétt Reuters um tilraun Gorzkowska kemur fram að ýmsir í heimalandi hennar líti á tilraun hennar sem fátt annað en tilraun til þess að vekja athygli á sér á samfélagsmiðlum, en Gorzkowzka er til að mynda vinsæl á Instagram þar sem yfir tuttugu þúsendur fylgjendur fylgjast með henni. Það er þó ekki eins og Gorzkowska sé byrjandi í fjallamennskunni. Árið 2018 varð hún yngsta pólska konan í sögunni til þess að klifra Everest, þá 26 ára gömul, auk þess sem að hún hefur klifið fleiri krefjandi fjöll. Þá er Gorzkowska einnig mikill íþróttamaður en hún státar meðal ananrs af silfurverðlaunum í 400 metra boðhlaupi á HM innanhús í frjálsum íþróttum. Hún segir að hana hafi lengi dreymt um K2. Magdalena Gorzkowska sést hér lengst til hægri þegar hún vann til silfurverðlauna á HM innanhúss í frjálsum íþróttum í 400 metra boðhlaupi árið 2016.EPA/JOHN G. MABANGLO „Það er ástæðan fyrir því að ég er hér,“ segir Gorzkowska sem er komin í grunnbúðirnar. Þar bíða fjallagarparnir nú eftir því að veður sloti svo hægt verði undirbúa klifrið upp á topp. Hún gefur lítið fyrir þá sem gagnrýnt hafa tilraun hennar til þess að verða fyrst til þess að komast upp á K2 að vetrarlagi. „Það geta allir haft sína skoðun og sumir telja að það þurfi margra ára reynslu til þess að komast í gegnum svona áskorun. Ég geri bara það sem ég tel að ég geti. Af hverju ætti ég að takmarka sjálfa mig?“ John Snorri ætlar ekki að flýta sér um of Sem fyrr segir eru hóparnir sem komnir eru í hlíðar K2 nú í grunnbúðunum, þar á meðal John Snorri. Í stuttu viðtali á vef Alan Arnette segir John Snorri að honum líði vel, hann stefni enn á að vera fyrstur upp en að hann sé ekki að flýta sér, nægur tími sé framundan, enda sé hann og yemi hans með birgðir sem endist fram í mars.
Fjallamennska Frjálsar íþróttir Samfélagsmiðlar John Snorri á K2 Tengdar fréttir John Snorri þráir kóka-kóla á K2 John Snorri Sigurjónsson og liðsfélagar hans á K2 eru komnir í búðir 2 á fjallinu. Hann segir að ferðalagi úr búðum 1 í 2 hafi verið erfitt. Þeim líði vel en þeir þrái að fá sér sopa af kóka-kóla. 29. desember 2020 13:43 John Snorri alls ekki sá eini sem er að reyna sigra K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er ekki sá eini sem freistar þess að verða sá fyrsti sem kemst á topp K2-fjallsins að vetri til. Þrír aðrir hópar eru með ferðir í undirbúningi á næstu vikum og dögum, þar á meðal maðurinn sem John Snorri gagnrýndi eftir að hætta þurfti við síðustu atlögu hans að toppi fjallsins. 17. desember 2020 09:01 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Fleiri fréttir Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Sjá meira
John Snorri þráir kóka-kóla á K2 John Snorri Sigurjónsson og liðsfélagar hans á K2 eru komnir í búðir 2 á fjallinu. Hann segir að ferðalagi úr búðum 1 í 2 hafi verið erfitt. Þeim líði vel en þeir þrái að fá sér sopa af kóka-kóla. 29. desember 2020 13:43
John Snorri alls ekki sá eini sem er að reyna sigra K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er ekki sá eini sem freistar þess að verða sá fyrsti sem kemst á topp K2-fjallsins að vetri til. Þrír aðrir hópar eru með ferðir í undirbúningi á næstu vikum og dögum, þar á meðal maðurinn sem John Snorri gagnrýndi eftir að hætta þurfti við síðustu atlögu hans að toppi fjallsins. 17. desember 2020 09:01