Um er að ræða 111 fermetra fjögurra herbergja íbúð á fallegum stað í Reykjavík. Mbl.is greinir fyrst frá.
Fasteignamat eignarinnar er 49,7 milljónir en ásett verð 57,7 milljónir.
Húsið var byggt árið 2018 og er endaíbúð á þriðju hæð.
Alls eru þrjú svefnherbergi í íbúðinni og fallegt óhindrað útsýni yfir voginn og til fjalla.
Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.





