Pelosi biðlar til Pence að svipta Trump völdum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2021 19:38 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. AP/Patrick Semansky Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur óskað eftir því að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og ríkisstjórnin svipti Donald Trump Bandaríkjaforseta völdum. Hún biður Pence að beita 25. viðauka stjórnarskrárinnar til þess. Þetta sagði hún á blaðamannafundi rétt í þessu. Hún segir að grípi Pence og ríkisstjórnin ekki til aðgerða muni meirihluti Demókrata á þinginu kæra hann fyrir embættisbrot. 25. viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna segir til um að sé forseti Bandaríkjanna ófær um að sinna skyldum sínum taki varaforseti Bandaríkjanna við embætti. BREAKING: Speaker Pelosi calls for VP Pence and the Cabinet to remove President Trump from office via the 25th Amendment, or another impeachment effort may be carried out by Democrats. pic.twitter.com/bbwTLScyWL— NBC News (@NBCNews) January 7, 2021 „Í gær hvatti forseti Bandaríkjanna til vopnaðrar árásar gegn Bandaríkjunum. Vanhelgunin á þinghúsi Bandaríkjanna, sem er hof bandarísks lýðræðis, og ofbeldið sem beint var að þinginu er hryllingur sem mun héðan af flekka sögu þessa lands. [Ofbeldi sem] forseti Bandaríkjanna hvatti til,“ sagði Pelosi á blaðamannafundi sem hún hélt fyrir stuttu. „Þess vegna er þetta svona alvarlegt. Með þessu hefur forsetinn gert atlögu að þjóðinni,“ sagði Pelosi. „Ég og leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni biðlum því til varaforsetans að beita 25. viðauka stjórnarskrárinnar þegar í stað. Ef varaforsetinn og ríkisstjórnin grípa ekki til aðgerða mun þingið vera tilbúið til þess að kæra forsetann fyrir embættisbrot.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Samgönguráðherra Bandaríkjanna segir af sér Elaine Chao, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér. Hún segir í tilkynningu sem hún birti á Twitter að hún sé þjökuð vegna atburða gærdagsins. 7. janúar 2021 19:22 Forsætisráðherra segir áhlaupið í gær árás á lýðræðið Minnst fjórir eru látnir eftir að stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta gerðu áhlaup á þinghúsið í Washington í gær. 7. janúar 2021 18:45 Geta ekki beðið í þrettán daga Fleiri þingmenn hafa kallað eftir því að 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar verði virkjaður og að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verði vikið úr embætti. Aðeins þrettán dagar eru eftir af valdatíð Trump en Joe Biden tekur formlega við embættinu þann 20. janúar næstkomandi. 7. janúar 2021 17:39 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Hún biður Pence að beita 25. viðauka stjórnarskrárinnar til þess. Þetta sagði hún á blaðamannafundi rétt í þessu. Hún segir að grípi Pence og ríkisstjórnin ekki til aðgerða muni meirihluti Demókrata á þinginu kæra hann fyrir embættisbrot. 25. viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna segir til um að sé forseti Bandaríkjanna ófær um að sinna skyldum sínum taki varaforseti Bandaríkjanna við embætti. BREAKING: Speaker Pelosi calls for VP Pence and the Cabinet to remove President Trump from office via the 25th Amendment, or another impeachment effort may be carried out by Democrats. pic.twitter.com/bbwTLScyWL— NBC News (@NBCNews) January 7, 2021 „Í gær hvatti forseti Bandaríkjanna til vopnaðrar árásar gegn Bandaríkjunum. Vanhelgunin á þinghúsi Bandaríkjanna, sem er hof bandarísks lýðræðis, og ofbeldið sem beint var að þinginu er hryllingur sem mun héðan af flekka sögu þessa lands. [Ofbeldi sem] forseti Bandaríkjanna hvatti til,“ sagði Pelosi á blaðamannafundi sem hún hélt fyrir stuttu. „Þess vegna er þetta svona alvarlegt. Með þessu hefur forsetinn gert atlögu að þjóðinni,“ sagði Pelosi. „Ég og leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni biðlum því til varaforsetans að beita 25. viðauka stjórnarskrárinnar þegar í stað. Ef varaforsetinn og ríkisstjórnin grípa ekki til aðgerða mun þingið vera tilbúið til þess að kæra forsetann fyrir embættisbrot.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Samgönguráðherra Bandaríkjanna segir af sér Elaine Chao, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér. Hún segir í tilkynningu sem hún birti á Twitter að hún sé þjökuð vegna atburða gærdagsins. 7. janúar 2021 19:22 Forsætisráðherra segir áhlaupið í gær árás á lýðræðið Minnst fjórir eru látnir eftir að stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta gerðu áhlaup á þinghúsið í Washington í gær. 7. janúar 2021 18:45 Geta ekki beðið í þrettán daga Fleiri þingmenn hafa kallað eftir því að 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar verði virkjaður og að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verði vikið úr embætti. Aðeins þrettán dagar eru eftir af valdatíð Trump en Joe Biden tekur formlega við embættinu þann 20. janúar næstkomandi. 7. janúar 2021 17:39 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Samgönguráðherra Bandaríkjanna segir af sér Elaine Chao, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér. Hún segir í tilkynningu sem hún birti á Twitter að hún sé þjökuð vegna atburða gærdagsins. 7. janúar 2021 19:22
Forsætisráðherra segir áhlaupið í gær árás á lýðræðið Minnst fjórir eru látnir eftir að stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta gerðu áhlaup á þinghúsið í Washington í gær. 7. janúar 2021 18:45
Geta ekki beðið í þrettán daga Fleiri þingmenn hafa kallað eftir því að 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar verði virkjaður og að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verði vikið úr embætti. Aðeins þrettán dagar eru eftir af valdatíð Trump en Joe Biden tekur formlega við embættinu þann 20. janúar næstkomandi. 7. janúar 2021 17:39