Þegar Sherwin var spurður á blaðamannafundi í dag hvort til greina kæmi að ákæra Donald Trump, fráfarandi forseta, fyrir sinn þátt útilokaði hann það ekki. „Við erum að skoða alla leikmenn og alla þá sem léku einhvern þátt í óeirðunum. Ef sönnunargögnin benda til glæps verða þeir ákærðir.“
Trump var sjálfur viðstaddur mótmælafund áður en ráðist var inn í þinghúsið, þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til þess að berjast fyrir sig.
Þannig séu fleiri einstaklingar til rannsóknar, ekki bara þeir sem beinlínis fóru inn í þinghúsið. Mikið uppþot varð þegar stuðningsmenn Trump réðust inn í húsið og létust alls fjórir; ein kona sem var skotin til bana af lögreglu og þrír aðrir af öðrum heilsufarsástæðum.
New York Times hefur greint frá því að Pat Cipollone, sem fer fyrir lögmannateymi forsetans, varaði Trump við því að ummæli hans gætu leitt til þess að hann yrði dreginn til ábyrgðar fyrir óeirðirnar.