Lélegt skyggni, hættuleg akstursskilyrði og hviður yfir 45 m/s Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2021 07:16 Vindaspákort Veðurstofunnar fyrir klukkan tólf á hádegi á morgun. Veðurstofa Íslands Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði og Suðausturland sem taka gildi í nótt og standa fram á annað kvöld. Varað er við norðvestan stormi og hríð og verður ekkert ferðaveður í þessum landshlutum að því er segir í viðvörunum Veðurstofunnar. Á Norðurlandi eystra tekur viðvörunin gildi klukkan þrjú í nótt og gildir til klukkan fjögur síðdegis á morgun. Varað er við norðvestan stormi eða roki og hríð, lélegu skyggni og hættulegum aktursskilyrðum. Á Austurlandi að Glettingi er viðvörunin sambærileg við þá sem gildir á Norðurlandi eystra fyrir utan að hún tekur gildi klukkan fjögur í nótt og gildir til klukkan 18 annað kvöld. Á Austfjörðum er varað við norðvestan roki eða ofsaveðri þar sem hviður geta farið yfir 45 metra á sekúndu. Nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að forðast foktjón. Ekkert ferðaveður verður heldur í þessum landshluta. Viðvörun fyrir Austfirði tekur gildi klukkan fimm í fyrramálið og gildir til klukkan 20 annað kvöld. Á Suðausturlandi er varað við stormi eða roki þar sem vindviður geta farið yfir 45 metra á sekúndu, einkum austan Öræfa. Þar verður ekkert ferðaveður heldur og er nauðsynlegt að tryggja lausamuni til að forðast foktjón. Í dag verður hins vegar skaplegra veður. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að í dag verði suðvestan og vestan tíu til átjan metrar á sekúndu og rigning fyrri part dags en úrkomulítið á Austurlandi. Hiti eitt til sex stig. „Það verður úrkomuminna eftir hádegi, en síðdegis og í kvöld snýst í vaxandi norðlæga átt með snjókomu eða éljum og ört kólnandi veðri. Það hvessir í nótt, og í fyrramálið er útlit fyrir norðvestan storm eða rok á austanverðu landinu, og auk þess verður hríðarveður á Norðausturlandi. Í svona veðri skapast afar varasöm akstursskilyrði, og eru viðvaranir í gildi á þessum slóðum. Á vestanverðu landinu verður hins vegar talsvert hægari vindur og dálítill éljagangur. Frost 2 til 10 stig. Eftir hádegi á morgun fer að draga úr vindinum, og það styttir upp um landið norðanvert. Annað kvöld verður víða hægviðri, en allhvöss eða hvöss norðvestanátt austast á landinu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Suðvestan 10-18 m/s og rigning eða slydda, en úrkomulítið A-lands. Hiti 1 til 6 stig. Dregur úr úrkomu eftir hádegi, en snýst í vaxandi norðlæga átt síðdegis og í kvöld með snjókomu eða éljum og ört kólnandi veðri. Norðvestan 20-28 m/s í fyrramálið, en hægari vindur um landið V-vert. Snjókoma N- og A-lands, og dálítil él V-til, annars þurrt að kalla. Frost 2 til 10 stig. Dregur úr vindi eftir hádegi og styttir upp um landið N-vert. Víða hægviðri annað kvöld, en norðvestan 13-20 A-til. Á laugardag: Norðvestan 20-28 m/s, en mun hægari vindur á V-verðu landinu. Snjókoma N- og A-lands, og dálítil él SV-til, annars þurrt að kalla. Frost 2 til 12 stig. Dregur úr vindi og styttir víða upp eftir hádegi. Hæg breytileg átt um kvöldið, en norðvestan 13-20 A-lands. Á sunnudag: Norðlæg átt 5-13 og léttskýjað um landið S- og V-vert, en norðvestan 13-20 og dálítil él NA-til. Hiti breytist lítið. Á mánudag: Norðaustlæg átt 5-10 og bjart veður, en skýjað um landið N-vert og él við A-ströndina. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Á þriðjudag og miðvikudag: Ákveðin austlæg átt og skýjað, en hægari vindur og léttir til um landið N-vert. Frost 1 til 8 stig, en frostlaust við S-ströndina. Veður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira
Varað er við norðvestan stormi og hríð og verður ekkert ferðaveður í þessum landshlutum að því er segir í viðvörunum Veðurstofunnar. Á Norðurlandi eystra tekur viðvörunin gildi klukkan þrjú í nótt og gildir til klukkan fjögur síðdegis á morgun. Varað er við norðvestan stormi eða roki og hríð, lélegu skyggni og hættulegum aktursskilyrðum. Á Austurlandi að Glettingi er viðvörunin sambærileg við þá sem gildir á Norðurlandi eystra fyrir utan að hún tekur gildi klukkan fjögur í nótt og gildir til klukkan 18 annað kvöld. Á Austfjörðum er varað við norðvestan roki eða ofsaveðri þar sem hviður geta farið yfir 45 metra á sekúndu. Nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að forðast foktjón. Ekkert ferðaveður verður heldur í þessum landshluta. Viðvörun fyrir Austfirði tekur gildi klukkan fimm í fyrramálið og gildir til klukkan 20 annað kvöld. Á Suðausturlandi er varað við stormi eða roki þar sem vindviður geta farið yfir 45 metra á sekúndu, einkum austan Öræfa. Þar verður ekkert ferðaveður heldur og er nauðsynlegt að tryggja lausamuni til að forðast foktjón. Í dag verður hins vegar skaplegra veður. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að í dag verði suðvestan og vestan tíu til átjan metrar á sekúndu og rigning fyrri part dags en úrkomulítið á Austurlandi. Hiti eitt til sex stig. „Það verður úrkomuminna eftir hádegi, en síðdegis og í kvöld snýst í vaxandi norðlæga átt með snjókomu eða éljum og ört kólnandi veðri. Það hvessir í nótt, og í fyrramálið er útlit fyrir norðvestan storm eða rok á austanverðu landinu, og auk þess verður hríðarveður á Norðausturlandi. Í svona veðri skapast afar varasöm akstursskilyrði, og eru viðvaranir í gildi á þessum slóðum. Á vestanverðu landinu verður hins vegar talsvert hægari vindur og dálítill éljagangur. Frost 2 til 10 stig. Eftir hádegi á morgun fer að draga úr vindinum, og það styttir upp um landið norðanvert. Annað kvöld verður víða hægviðri, en allhvöss eða hvöss norðvestanátt austast á landinu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Suðvestan 10-18 m/s og rigning eða slydda, en úrkomulítið A-lands. Hiti 1 til 6 stig. Dregur úr úrkomu eftir hádegi, en snýst í vaxandi norðlæga átt síðdegis og í kvöld með snjókomu eða éljum og ört kólnandi veðri. Norðvestan 20-28 m/s í fyrramálið, en hægari vindur um landið V-vert. Snjókoma N- og A-lands, og dálítil él V-til, annars þurrt að kalla. Frost 2 til 10 stig. Dregur úr vindi eftir hádegi og styttir upp um landið N-vert. Víða hægviðri annað kvöld, en norðvestan 13-20 A-til. Á laugardag: Norðvestan 20-28 m/s, en mun hægari vindur á V-verðu landinu. Snjókoma N- og A-lands, og dálítil él SV-til, annars þurrt að kalla. Frost 2 til 12 stig. Dregur úr vindi og styttir víða upp eftir hádegi. Hæg breytileg átt um kvöldið, en norðvestan 13-20 A-lands. Á sunnudag: Norðlæg átt 5-13 og léttskýjað um landið S- og V-vert, en norðvestan 13-20 og dálítil él NA-til. Hiti breytist lítið. Á mánudag: Norðaustlæg átt 5-10 og bjart veður, en skýjað um landið N-vert og él við A-ströndina. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Á þriðjudag og miðvikudag: Ákveðin austlæg átt og skýjað, en hægari vindur og léttir til um landið N-vert. Frost 1 til 8 stig, en frostlaust við S-ströndina.
Veður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira