Strengur orðinn meirihlutaeigandi í Skeljungi Eiður Þór Árnason skrifar 8. janúar 2021 11:20 Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Strengs og Skeljungs. Vísir/Vilhelm Fjárfestingafélagið Strengur á nú 50,06% hlut í Skeljungi að teknu tilliti til eigin bréfa Skeljungs. Er Strengur nú orðið meirihlutaeigandi eftir kaup á bréfum í alls 16 viðskiptum í gær samkvæmt tilkynningum til Kauphallar Íslands. Kaupin koma í kjölfar þess að allir stærstu eigendur Skeljungs höfnuðu yfirtökutilboði Strengs. Hluthafar sem fóru með 2,56% hlutafjár í félaginu féllust á tilboðið og að því loknu átti Strengur um 42% hlut í Skeljungi. Fjárfestingafélagið keypti bréf í olíufélaginu í gær á genginu 10,3 til 10,5 á hlut samkvæmt tilkynningum til kauphallar. Það er allt að 26% hærra en yfirtökuverðið sem var 8,315 krónur á hlut. Tveir af eigendum Strengs eru stjórnarmenn í Skeljungi. Það eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, sem er bæði stjórnarformaður Strengs og Skeljungs og Þórarinn Arnar Sævarsson. Auk þeirra standa að félaginu Sigurður Bollason, Nanna Björk Arngrímsdóttir, breska fjárfestingafélagið No. 9 Investments Limited, Ingibjörg Pálmadóttir og Premier eignarhaldsfélag, sem er í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar. Gerðu þrjú félög í þeirra eigu með sér samkomulag um að leggja eignarhluti sína í Skeljungi yfir í félagið Streng áður en það boðaði áðurnefnt yfirtökutilboð. Í tengslum við yfirtökutilboðið boðuðu forsvarmenn Stengs miklar breytingar á rekstri olíufélagsins ef yfirtakan næði fram að ganga. Til að mynda yrði stefnt að því að selja ýmsar eignir félagsins á borð við lóðir, fasteignir og rekstrareiningar. Þá hefur félagið lýst því yfir að það vilji afskrá Skeljung af markaði. Bensín og olía Markaðir Tengdar fréttir Gera yfirtökutilboð í Skeljungi Þrjú félög sem samtals eiga 36 prósent hlut í Skeljungi boða yfirtökutilboð í félaginu innan fjögurra vikna. 9. nóvember 2020 10:23 Forstjórinn seldi allan hlut sinn í Skeljungi Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, seldi í morgun hlutabréf í Skeljungi fyrir 20 milljónir króna. Hann átti 2,25 milljónir hluta og seldi á genginu 8,78 í gegnum félag sitt Hái klettur. 7. desember 2020 13:40 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Kaupin koma í kjölfar þess að allir stærstu eigendur Skeljungs höfnuðu yfirtökutilboði Strengs. Hluthafar sem fóru með 2,56% hlutafjár í félaginu féllust á tilboðið og að því loknu átti Strengur um 42% hlut í Skeljungi. Fjárfestingafélagið keypti bréf í olíufélaginu í gær á genginu 10,3 til 10,5 á hlut samkvæmt tilkynningum til kauphallar. Það er allt að 26% hærra en yfirtökuverðið sem var 8,315 krónur á hlut. Tveir af eigendum Strengs eru stjórnarmenn í Skeljungi. Það eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, sem er bæði stjórnarformaður Strengs og Skeljungs og Þórarinn Arnar Sævarsson. Auk þeirra standa að félaginu Sigurður Bollason, Nanna Björk Arngrímsdóttir, breska fjárfestingafélagið No. 9 Investments Limited, Ingibjörg Pálmadóttir og Premier eignarhaldsfélag, sem er í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar. Gerðu þrjú félög í þeirra eigu með sér samkomulag um að leggja eignarhluti sína í Skeljungi yfir í félagið Streng áður en það boðaði áðurnefnt yfirtökutilboð. Í tengslum við yfirtökutilboðið boðuðu forsvarmenn Stengs miklar breytingar á rekstri olíufélagsins ef yfirtakan næði fram að ganga. Til að mynda yrði stefnt að því að selja ýmsar eignir félagsins á borð við lóðir, fasteignir og rekstrareiningar. Þá hefur félagið lýst því yfir að það vilji afskrá Skeljung af markaði.
Bensín og olía Markaðir Tengdar fréttir Gera yfirtökutilboð í Skeljungi Þrjú félög sem samtals eiga 36 prósent hlut í Skeljungi boða yfirtökutilboð í félaginu innan fjögurra vikna. 9. nóvember 2020 10:23 Forstjórinn seldi allan hlut sinn í Skeljungi Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, seldi í morgun hlutabréf í Skeljungi fyrir 20 milljónir króna. Hann átti 2,25 milljónir hluta og seldi á genginu 8,78 í gegnum félag sitt Hái klettur. 7. desember 2020 13:40 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Gera yfirtökutilboð í Skeljungi Þrjú félög sem samtals eiga 36 prósent hlut í Skeljungi boða yfirtökutilboð í félaginu innan fjögurra vikna. 9. nóvember 2020 10:23
Forstjórinn seldi allan hlut sinn í Skeljungi Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, seldi í morgun hlutabréf í Skeljungi fyrir 20 milljónir króna. Hann átti 2,25 milljónir hluta og seldi á genginu 8,78 í gegnum félag sitt Hái klettur. 7. desember 2020 13:40