Segist uggandi að konur fari nú í fyrstu skimun við brjóstakrabbameini um fimmtugt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2021 12:30 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segist hugsi yfir því að breytingar á skimun fyrir brjóstakrabbameini hafi verið seinkað. Vísir/Getty Konum verður ekki lengur boðið í skimun fyrir brjóstakrabbameini við fertugt heldur verður boðið í fyrstu skimun við fimmtugt. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður viðreisnar segir það skjóta skökku við, en tilmæli Landlæknis og Fagráðs um brjóstakrabbamein eru að skimun hefjist við 45 ára aldur. Í byrjun árs voru þær breytingar gerðar að krabbameinsskimanir á Íslandi, sem áður fóru fram hjá Krabbameinsfélaginu, voru færðar á hendi heilsugæslnanna. Hingað til hefur konum á aldrinum 40-69 ára verið boðið í skimun fyrir krabbameini í brjóstum en nú verður konum á aldrinum 50-74 ára boðið í skimun. „Auðvitað er jákvætt að konum sé boðin þessi þjónusta lengur en verið hefur,“ segir Þorbjörg. Hún segir hins vegar neikvætt að yngri konur missi þessa þjónustu. Fram kemur á vef Krafts, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur, að brjóstakrabbamein sé algengasta krabbameinið hjá konum. Á árunum 2015-2019 greindust árlega að meðaltali 31 kona á aldrinum 40-49 ára með brjóstakrabbamein. Þorbjörg segir það lágmarkskröfu að stjórnvöld rökstyðji þessar breytingar. Flestar konur þekki veruleika brjóstakrabbameins, hve mikið sé undir og miklir hagsmunir. „Eitthvað sem eðlilega vekur upp spurningar og jafnvel kvíða og ótta. Þá hlýtur það að vera lágmarks krafa til stjórnvalda að þetta sé kynnt með þeim hætti að konur geti verið í einhverri vissu með það að þetta hafi ekki í för með sér neikvæð áhrif á þeirra stöðu,“ segir Þorbjörg. Þá vekur Kraftur einnig athygli á því að biðtími eftir klínískum brjóstaskoðunum í kjölfar skimunar er of langur. Samkvæmt evrópskum stöðlum á biðtími fyrir konur vegna einkenna að vera 5 dagar en biðtíminn hér á landi eru jafnan 5-6 vikur. „Ég verð að viðurkenna að það fór um mig, mér finnst þessar fréttir óþægilegar og maður gerir ráð fyrir að það séu rök þarna á baki. Ég myndi halda að konur og allur almenningur eigi rétt á því þegar verið er að færa aldursviðmiðið upp um heil tíu ár þá fylgi því almennileg kynning um það hvað býr þarna að baki og með hvaða hætti staða kvenna sé jafn góð á eftir,“ segir Þorbjörg. Heilbrigðismál Heilsugæsla Fokk ég er með krabbamein Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Þessar breytingar tóku gildi um áramótin Ýmsar breytingar í hinum ýmsu málaflokkum tóku gildi nú um áramótin. Gjöld voru víða hækkuð, til dæmis í sund, sorphirðu og strætó - en í sumum tilfellum lækkuð. Skattabreytingar voru innleiddar, fæðingarorlof lengt og plastpokar bannaðir. 8. janúar 2021 08:15 Afskrifaði yfir áttatíu milljóna skuldir krabbameinsveikra skjólstæðinga Krabbameinslæknir í Bandaríkjunum hefur afskrifað hátt í 650.000 dollara skuldir tvö hundruð sjúklinga sinna. Hann tók ákvörðunina eftir að hann komst að því hve margir þeirra ætti í greiðsluerfiðleikum vegna kórónuveirufaraldursins, sem komið hefur afar illa niður á Bandaríkjamönnum. 5. janúar 2021 23:31 Gjaldið lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur Gjald fyrir leghálsstrok lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur um áramótin, þegar heilsugæsla um allt land tekur við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28. desember 2020 22:31 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Í byrjun árs voru þær breytingar gerðar að krabbameinsskimanir á Íslandi, sem áður fóru fram hjá Krabbameinsfélaginu, voru færðar á hendi heilsugæslnanna. Hingað til hefur konum á aldrinum 40-69 ára verið boðið í skimun fyrir krabbameini í brjóstum en nú verður konum á aldrinum 50-74 ára boðið í skimun. „Auðvitað er jákvætt að konum sé boðin þessi þjónusta lengur en verið hefur,“ segir Þorbjörg. Hún segir hins vegar neikvætt að yngri konur missi þessa þjónustu. Fram kemur á vef Krafts, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur, að brjóstakrabbamein sé algengasta krabbameinið hjá konum. Á árunum 2015-2019 greindust árlega að meðaltali 31 kona á aldrinum 40-49 ára með brjóstakrabbamein. Þorbjörg segir það lágmarkskröfu að stjórnvöld rökstyðji þessar breytingar. Flestar konur þekki veruleika brjóstakrabbameins, hve mikið sé undir og miklir hagsmunir. „Eitthvað sem eðlilega vekur upp spurningar og jafnvel kvíða og ótta. Þá hlýtur það að vera lágmarks krafa til stjórnvalda að þetta sé kynnt með þeim hætti að konur geti verið í einhverri vissu með það að þetta hafi ekki í för með sér neikvæð áhrif á þeirra stöðu,“ segir Þorbjörg. Þá vekur Kraftur einnig athygli á því að biðtími eftir klínískum brjóstaskoðunum í kjölfar skimunar er of langur. Samkvæmt evrópskum stöðlum á biðtími fyrir konur vegna einkenna að vera 5 dagar en biðtíminn hér á landi eru jafnan 5-6 vikur. „Ég verð að viðurkenna að það fór um mig, mér finnst þessar fréttir óþægilegar og maður gerir ráð fyrir að það séu rök þarna á baki. Ég myndi halda að konur og allur almenningur eigi rétt á því þegar verið er að færa aldursviðmiðið upp um heil tíu ár þá fylgi því almennileg kynning um það hvað býr þarna að baki og með hvaða hætti staða kvenna sé jafn góð á eftir,“ segir Þorbjörg.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Fokk ég er með krabbamein Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Þessar breytingar tóku gildi um áramótin Ýmsar breytingar í hinum ýmsu málaflokkum tóku gildi nú um áramótin. Gjöld voru víða hækkuð, til dæmis í sund, sorphirðu og strætó - en í sumum tilfellum lækkuð. Skattabreytingar voru innleiddar, fæðingarorlof lengt og plastpokar bannaðir. 8. janúar 2021 08:15 Afskrifaði yfir áttatíu milljóna skuldir krabbameinsveikra skjólstæðinga Krabbameinslæknir í Bandaríkjunum hefur afskrifað hátt í 650.000 dollara skuldir tvö hundruð sjúklinga sinna. Hann tók ákvörðunina eftir að hann komst að því hve margir þeirra ætti í greiðsluerfiðleikum vegna kórónuveirufaraldursins, sem komið hefur afar illa niður á Bandaríkjamönnum. 5. janúar 2021 23:31 Gjaldið lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur Gjald fyrir leghálsstrok lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur um áramótin, þegar heilsugæsla um allt land tekur við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28. desember 2020 22:31 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Þessar breytingar tóku gildi um áramótin Ýmsar breytingar í hinum ýmsu málaflokkum tóku gildi nú um áramótin. Gjöld voru víða hækkuð, til dæmis í sund, sorphirðu og strætó - en í sumum tilfellum lækkuð. Skattabreytingar voru innleiddar, fæðingarorlof lengt og plastpokar bannaðir. 8. janúar 2021 08:15
Afskrifaði yfir áttatíu milljóna skuldir krabbameinsveikra skjólstæðinga Krabbameinslæknir í Bandaríkjunum hefur afskrifað hátt í 650.000 dollara skuldir tvö hundruð sjúklinga sinna. Hann tók ákvörðunina eftir að hann komst að því hve margir þeirra ætti í greiðsluerfiðleikum vegna kórónuveirufaraldursins, sem komið hefur afar illa niður á Bandaríkjamönnum. 5. janúar 2021 23:31
Gjaldið lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur Gjald fyrir leghálsstrok lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur um áramótin, þegar heilsugæsla um allt land tekur við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28. desember 2020 22:31