
Skimun fyrir krabbameini

StrákaKraftur og Mottumars!
Mottumars, árlegt átak Krabbameinsfélags Íslands, sem fer fram nú í marsmánuði, er mikilvægur viðburður sem hefur það að markmiði að vekja athygli á krabbameini hjá karlmönnum. Í ár er áherslan tengd lífsstíl og þróun krabbameina.

Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini
Þessa dagana er hópur landsmanna að fá boð um að taka þátt í skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Þar með er langþráðum áfanga náð og skimun fyrir þessari algengu tegund krabbameina að hefjast eftir langan undirbúning.

„Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“
Óskar Finnsson, veitingamaður, greindist með heilakrabbamein í byrjun árs 2019. Hann tók þá ákvörðun snemma í ferlinu að hann skyldi gera allt í sínu valdi til að vera lengur með fjölskyldu sinni.

Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast
Það er einkar ánægjulegt að greina frá því að innan fárra daga hefst fyrsti áfangi almennrar (lýðgrundaðrar) skimunar fyrir krabbameini í ristli. Þetta er langþráð og stórt skref í lýðheilsumálum á Íslandi.

Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér
Skimanir fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi eru loks að hefjast, eftir að hafa verið til umræðu í meira en aldarfjórðung. Um 200 manns verður boðin þátttaka í nokkurs konar prufukeyrslu en almennar skimanir hefjast um leið og henni er lokið.

Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn
Halla Tómasdóttir forseti Íslands og eiginmaður hennar Björn Skúlason fengu í dag afhent fyrstu Mottumarssokkapörin á Bessastöðum. Þetta er í fyrsta sinn sem Halla veitir sokkunum viðtöku í embætti en þetta varð að hefð í tíð Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta.

Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku
Alma Möller heilbrigðisráðherra hefur gert tillögu að breytingum á reglugerðinni á þann hátt að allir sjúkratryggðir greiði 500 krónur fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum vegna krabbameinsleitar einu sinni á ári. Gjaldið var lækkað í fyrra en Brakkasamtökin hafa gagnrýnt að konur sem þurfi reglulegt eftirlit hafi þurft að greiða meira.

Hvatning til heilbrigðisráðherra
Krabbameinsfélagið hvetur heilbrigðisráðherra til að lækka gjald, sem konur í eftirliti vegna aukinnar áhættu á brjóstakrabbameinum þurfa að greiða fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum, til jafns við gjald fyrir brjóstaskimun.

Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann
Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segist sannfærð um að nýtt bókunarkerfi verði til þess að auka til muna þáttöku kvenna í brjóstakrabbameinsskimun. Það sé nauðsynlegt til að bjarga mannslífum. Mikið vanti upp á þátttökuna.

Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun
Alþjóðastofnanir mæla með skimunum fyrir brjóstakrabbameinum hjá konum. Á Íslandi stendur hún konum á aldursbilinu 40 – 74 ára til boða.

Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra
Fleiri konur mættu í bæði legháls- og krabbameinsskimun í fyrra en árið áður. Hlutfall þeirra kvenna sem mætir í skimun árlega nær þó enn ekki viðmiðunarmörkum sem eru 75 prósent. Greint er frá þessu í nýju gæðauppgjöri embættis landlæknis vegna skimunar.

Krabbameinsgreining og andleg líðan
Að greinast með krabbamein getur haft margvísleg áhrif á daglegt líf þann sem greinist og hans nánustu. Krabbamein er streituvaldur sem felur í sér ýmsar breytingar m.a. á hlutverkum og almennri færni.

Bleikur dagur
Í dag, 23. október, er Bleikur dagur, sem er hluti af októberátakinu. Á þessum degi fögnum við styrknum og seiglunni sem einkennir baráttuna gegn brjóstakrabbameini.

Berum brjóstin
Í þessum mánuði er bleikur október, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Því er viðeigandi að ræða brjóstakrabbamein og mikilvægi forvarna gegn því.

Tímamót fyrir kvenheilsu
Októbermánuður er tileinkaður vitundarvakningu um brjóstakrabbamein en það er algengasta krabbameinið meðal íslenskra kvennaog um 200 ný tilfelli greinast á hverju ári. Brjóstaskimun gegnir lykilhlutverki í forvörnum og baráttunni gegn sjúkdómnum, þar sem hún eykur verulega líkurnar á árangursríkari meðferð og bata.

Heilbrigðisráðherra tekur stórt skref í krabbameinsforvörnum
Stór áfangi er í höfn - heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að skimun fyrir krabbameinum í brjóstum verði gjaldfrjáls eða því sem næst. Gjaldið fer úr rúmum 6.000 krónum í 500 krónur.

Skrepp í skimun, október tími umhugsunar
Forvarnir og skimun gegn krabbameinum er eitt stærsta lýðheilsuverkefni sem sett hefur verið á laggirnar hérlendis. Nýgengi krabbameina hefur aukist frá því skráningar hófust fyrir 70 árum. Ýmsar skýringar liggja þar að baki, meðal annars aukinn mannfjöldi, aukin krabbameinsáhætta, hækkandi meðalaldur þjóðar, skimanir og bætt greiningartækni. Tilgangur skimunar fyrir krabbameini er að bjarga mannslífum, draga úr nýgengi (tíðni) og dánartíðni af völdum ákveðinna tegunda krabbameina.

Komugjald í brjóstaskimun lækkar gríðarlega
Frá og með mánudeginum 14. október þurfa konur sem fara í skimun fyrir brjóstakrabbameini einungis að greiða fimm hundruð krónur í komugjald fyrir skimunina. Önnur gjöld fyrir hana, sem kostaði áður sex þúsund krónur, verða felld niður.

Bæta við upphæð viðskiptavina til styrktar Bleiku slaufunni
Bleika slaufan er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Hagkaup er stoltur söluaðili Bleiku slaufunnar og ætlar að styrkja átakið með því að bjóða okkar viðskiptavinum að leggja söfnuninni lið í verslunum okkar 2.-13. október.

Fylgst með tímaskeiði í lífi konu sem greinist með krabbamein
Ný sjónvarpsauglýsing fyrir Bleiku slaufuna 2024 var frumsýnd um helgina. Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Auglýsingar Bleiku slaufunnar hafa vakið verðskuldaða athygli í gegnum árin og snert hugi og hjörtu fólks, enda mikið í þær lagt.

Hvetjum samstarfsfólkið til að fara í skimun
Nú er Bleikur október genginn í garð en tilgangur hans er að vekja almenning til vitundar um brjóstakrabbamein.

937 karlar og þeim fjölgar
Í Mottumars Krabbameinsfélagsins í ár hvetjum við karla þessa lands til að hreyfa sig, með sérstöku Kallaútkalli. Það er ekki að ástæðulausu, því regluleg hreyfing er eitt af því mikilvægasta sem við getum gert til að draga úr áhættunni á að fá krabbamein.

Skimun bjargar mannslífum
Marsmánuði er ætlað að vekja almenning á alþjóðavísu til vitundar um ristil- og endaþarmskrabbamein.

„Kölluðu starfsfólk borgarinnar út“ og gerðu æfingar
Starfsfólk Reykjavíkurborgar á Höfðatorgi var „kallað út“ og safnaðist saman í bakgarðinum þar sem sem „Heilsuverðirnir“ Gunni og Felix tóku á móti því og gerðu með þeim æfingar.

Við erum að kalla þig út, kall!
Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, er hafinn. Skilaboðin í ár eru einföld. Með „Kallaútkalli“ hvetur Krabbameinsfélagið karlmenn til að hreyfa sig, því hreyfing dregur úr líkum á krabbameinum. Öll hreyfing gerir gagn.

„Er þetta síðasta afmælið mitt með þeim?“
„Ég er í stelpuferð með vinkonum mínum í Edinborg. Fyrsta morguninn finn ég einhverja perlu í brjóstinu á mér. Ég tek mig til, fer í morgunmat með stelpunum og þar er vinkona mín sem er hjúkrunarfræðingur. Ég fæ hana til að fara með mér inn á klósett og skoða þetta. Hún nær að róa mig niður og sannfærir mig um að kíkja á þetta þegar ég kem heim,“ segir Linda Sæberg sem á ungan son og unglingsstúlku.

Guðni hoppaði í fyrsta Mottumarssokkaparinu
Guðni Th. Jóhannesson fékk fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars. Guðni hefur árlega tekið við fyrsta pari sokkanna frá árinu 2018 þegar þeir voru fyrst framleiddir.

Hrein brjóst og legháls
Forvarnir og skimun gegn krabbameinum er eitt stærsta lýðheilsumál sem sett hefur verið á laggirnar hérlendis. Nýgengi krabbameins hefur aukist og er það mikið áhyggjuefni, hvað veldur því er sérstakt rannsóknarefni út af fyrir sig, margar tilgátur eru uppi og eru þekktar en þær verða ekki raktar hér.

Lítil þátttaka í krabbameinsskimunum - ekki er allt sem sýnist
Nýlegt ársuppgjör Embættis landlæknis vegna krabbameinsskimana á Íslandi fyrir árið 2022 sýnir sláandi samdrátt í þátttöku kvenna í krabbameinsskimunum. Þátttaka í skimunum fyrir bæði brjósta- og leghálskrabbameini náði sögulegu lágmarki árið 2021 og þátttakan árið 2022 var enn minni.

Aðeins 52 prósent mættu í brjóstaskimun árið 2022
Verulega hefur dregið úr þátttöku kvenna í legháls- og brjóstaskimunum á Íslandi og árið 2022 mættu aðeins 52 prósent þeirra sem fengu boð í brjóstaskimun.