Líklegt er að breytingarnar muni reita yfirvöld í Kína til reiði, en Kína hefur lengi haldið því fram að þau hafi stjórnrétt á Taívan. Eftir að kínverski kommúnistaflokkurinn náði völdum á meginlandinu árið 1949 fluttist stjórn þjóðernissinna til Taívan. Stjórnin gerir tilkall til alls Kína, sem kínversk stjórnvöld gera sömuleiðis til eyjunnar.
Nú eru aðeins tíu dagar þar til ríkisstjórn Trumps lýkur störfum, en Joe Biden mun taka við embætti forseta þann 20. janúar næstkomandi. Þessi breyting fer þvert á stefnu Bidens, sem hefur lýst því yfir að hann muni halda samskiptum við Taívan óbreyttum.
Sérfræðingar telja líklegt að Antony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, muni snúa ákvörðuninni við.
Kínversk yfirvöld hafa hvatt Bandaríkin til þess að virða, það sem Kína kallar, „eitt Kína.“ Það er að Taívan sé ekki sjálfstætt ríki heldur hérað í Kína.