Tár, bros og krabbamein Arna Pálsdóttir skrifar 11. janúar 2021 08:32 Foreldrar mínir skildu árið 1987 þegar ég var tveggja ára. Eftir skilnaðinn bjó ég hjá pabba sem á þeim tíma þótti nokkuð merkilegt. Það var svo kvöld eitt í október það sama ár að allt breyttist. Pabbi kynntist konu sem lítið vissi þá að væri að fara að eignast tveggja ára gamalt barn. Þau hittust í Leikhúskjallaranum. Pabbi stóð við barinn með tvo glös af campari. Hann var ekki að kaupa fyrir tvo, barinn var bara að loka og hann ætlaði ekki að verða þurr í hálsinum. Þeirra kynni varð mín lífsins lukka. Ég ólst upp hjá pabba mínum og mömmu – þessari sem hann kynntist í Þjóðleikhúskjallaranum. Ég þekki ekkert annað en að eiga tvær mömmur. Það var í raun ekki fyrr en ég var byrjuð í grunnskóla að ég áttaði mig á því að það ættu ekki allir tvær mömmur! Ég man ekki eftir því þegar við mamma kynntumst en það var fyrir löngu skrifað í skýin að við myndum verða mæðgur, þó það væri ekki á hinn hefðbundna hátt. Þá vil ég meina að ég hafi alltaf verið besta barnið hennar, það hafi sýnt sig snemma því hún þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að fæða mig. Mamma er með krabbamein. 4. stig - ólæknandi krabbamein. Við fengum þessar fréttir fyrir rúmu ári. Læknirinn vildi ekki tala mikið um lífslíkur en fleygði þó fram á einhverjum tímapunkti fjórum árum (give or take). Langt inn í árið 2020 var hún mjög brött. Það var engin leið að sjá að þessi kona væri með lífshættulegan sjúkdóm. Þetta var því frekar óraunverulegt. Var þetta ekki bara einhver misskilningur? Nú hefur sjúkdómurinn ágerst hratt. Hraðar en vonir stóðu til. Það sem var óraunverulegt fyrir ári síðan er blákaldur veruleikinn í dag. Í gegnum síðasta ár hafa hugsanir um lífið og dauðann verið eins og hálfgert undirspil í tilverunni. Léleg lyftutónlist sem maður neyðist til að sitja undir á meðan maður ferðast á milli hæða. Þessi tími hefur verið mikill skóli. Dauðinn (köllum hann Pétur, það er þægilegra) er órjúfanlegur partur af lífinu. Við eigum það þó til að leggja okkur fram við að virða hann af vettugi og veigra okkur við að hugsa um hann því mikið óskaplega er hann óþægilegur. Ég er sek um það sama, ég er stundum ekkert svo viss um að ég muni deyja, nokkurn tímann. En lífið væri ekki það sem það væri án Péturs. Hann er stóra samhengið. Hann minnir okkur á að lífið er takmörkuð auðlind og að það er ekki sjálfgefið að vera á lífi. Það er svo okkar að gefa lífinu, á meðan við höfum það, innihald. Tilveran er á svo miklum hraða. Við höfum ekki tíma til að gera allt sem við þurfum að gera. Þannig sláum við á frest því sem hefur ekki skiladag. T.d. að heyra í mömmu eða ömmu bara til að spjalla, heimsækja afa, segja við systkini okkar og vini hvað þau eru manni mikils virði. Þegar við erum svo komin með hnút í magann af móral hugsum við – ég geri þetta þegar þessari vinnutörn líkur eða þegar búið er að klára framkvæmdirnar í forstofunni. Ég geri þetta í vor! Pétur ákveður þegar samverustundirnar verða ekki fleiri. Dregur línu í sandinn, hingað og ekki lengra. En hann getur aldrei tekið af okkur það sem við áttum með þeim sem við missum, innihaldið sjálft. Pétur er í raun ekkert merkilegur. Lífið er merkilegt. Tíminn sem við fáum að njóta og orðin sem við fáum að segja. Það er kannski ekki alslæmt að hugsa stundum til Péturs. Hann mun koma til okkra allra, þetta er bara það sem hann gerir karlanginn. Eins og hann er óþolandi þá minnir hann mann á að hlúa að innihaldinu. Því sem skiptir máli. Ef þú ert að lesa þennan pistil þá munt þú deyja (vonandi ekki úr leiðindum samt). Við munum nefnilega öll deyja. Geymum ekki ósögð orð. Samvera með ástvinum er það dýrmætasta sem við eigum. Mamma á afmæli í dag. Hún er 57 ára. Ég hlakka til að halda upp á daginn með henni. Lifið er fallegt. Lífið er hérna. Lífið er núna. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Foreldrar mínir skildu árið 1987 þegar ég var tveggja ára. Eftir skilnaðinn bjó ég hjá pabba sem á þeim tíma þótti nokkuð merkilegt. Það var svo kvöld eitt í október það sama ár að allt breyttist. Pabbi kynntist konu sem lítið vissi þá að væri að fara að eignast tveggja ára gamalt barn. Þau hittust í Leikhúskjallaranum. Pabbi stóð við barinn með tvo glös af campari. Hann var ekki að kaupa fyrir tvo, barinn var bara að loka og hann ætlaði ekki að verða þurr í hálsinum. Þeirra kynni varð mín lífsins lukka. Ég ólst upp hjá pabba mínum og mömmu – þessari sem hann kynntist í Þjóðleikhúskjallaranum. Ég þekki ekkert annað en að eiga tvær mömmur. Það var í raun ekki fyrr en ég var byrjuð í grunnskóla að ég áttaði mig á því að það ættu ekki allir tvær mömmur! Ég man ekki eftir því þegar við mamma kynntumst en það var fyrir löngu skrifað í skýin að við myndum verða mæðgur, þó það væri ekki á hinn hefðbundna hátt. Þá vil ég meina að ég hafi alltaf verið besta barnið hennar, það hafi sýnt sig snemma því hún þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að fæða mig. Mamma er með krabbamein. 4. stig - ólæknandi krabbamein. Við fengum þessar fréttir fyrir rúmu ári. Læknirinn vildi ekki tala mikið um lífslíkur en fleygði þó fram á einhverjum tímapunkti fjórum árum (give or take). Langt inn í árið 2020 var hún mjög brött. Það var engin leið að sjá að þessi kona væri með lífshættulegan sjúkdóm. Þetta var því frekar óraunverulegt. Var þetta ekki bara einhver misskilningur? Nú hefur sjúkdómurinn ágerst hratt. Hraðar en vonir stóðu til. Það sem var óraunverulegt fyrir ári síðan er blákaldur veruleikinn í dag. Í gegnum síðasta ár hafa hugsanir um lífið og dauðann verið eins og hálfgert undirspil í tilverunni. Léleg lyftutónlist sem maður neyðist til að sitja undir á meðan maður ferðast á milli hæða. Þessi tími hefur verið mikill skóli. Dauðinn (köllum hann Pétur, það er þægilegra) er órjúfanlegur partur af lífinu. Við eigum það þó til að leggja okkur fram við að virða hann af vettugi og veigra okkur við að hugsa um hann því mikið óskaplega er hann óþægilegur. Ég er sek um það sama, ég er stundum ekkert svo viss um að ég muni deyja, nokkurn tímann. En lífið væri ekki það sem það væri án Péturs. Hann er stóra samhengið. Hann minnir okkur á að lífið er takmörkuð auðlind og að það er ekki sjálfgefið að vera á lífi. Það er svo okkar að gefa lífinu, á meðan við höfum það, innihald. Tilveran er á svo miklum hraða. Við höfum ekki tíma til að gera allt sem við þurfum að gera. Þannig sláum við á frest því sem hefur ekki skiladag. T.d. að heyra í mömmu eða ömmu bara til að spjalla, heimsækja afa, segja við systkini okkar og vini hvað þau eru manni mikils virði. Þegar við erum svo komin með hnút í magann af móral hugsum við – ég geri þetta þegar þessari vinnutörn líkur eða þegar búið er að klára framkvæmdirnar í forstofunni. Ég geri þetta í vor! Pétur ákveður þegar samverustundirnar verða ekki fleiri. Dregur línu í sandinn, hingað og ekki lengra. En hann getur aldrei tekið af okkur það sem við áttum með þeim sem við missum, innihaldið sjálft. Pétur er í raun ekkert merkilegur. Lífið er merkilegt. Tíminn sem við fáum að njóta og orðin sem við fáum að segja. Það er kannski ekki alslæmt að hugsa stundum til Péturs. Hann mun koma til okkra allra, þetta er bara það sem hann gerir karlanginn. Eins og hann er óþolandi þá minnir hann mann á að hlúa að innihaldinu. Því sem skiptir máli. Ef þú ert að lesa þennan pistil þá munt þú deyja (vonandi ekki úr leiðindum samt). Við munum nefnilega öll deyja. Geymum ekki ósögð orð. Samvera með ástvinum er það dýrmætasta sem við eigum. Mamma á afmæli í dag. Hún er 57 ára. Ég hlakka til að halda upp á daginn með henni. Lifið er fallegt. Lífið er hérna. Lífið er núna. Höfundur er lögfræðingur.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun