Möguleiki á að færa bikarkeppnina ef KKÍ lendir í vanda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2021 15:31 Keppni í Domino's deild kvenna hefst á ný á miðvikudaginn. vísir/vilhelm Körfuknattleikssamband Íslands er undir það búið að gera þurfi hlé á Íslandsmótinu í körfubolta sem hefst aftur í þessari viku. Meðal aðgerða sem hægt er að grípa til að færa bikarkeppnina. Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ, var gestur þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og Ríkharps Óskars Guðnasonar í Sportinu í dag. Þar ræddi hann um það vandasama verkefni að raða Íslandsmótinu upp á nýtt. Keppni á Íslandsmótinu var hætt í byrjun október, skömmu eftir að mótið hófst, vegna kórónuveirufaraldursins. Keppnisbanni í íþróttum á Íslandi verður aflétt á miðvikudaginn og þá hefst Íslandsmótið í körfubolta að nýju. Í reglugerð KKÍ segir að fresturinn til að ljúka keppni í efstu tveimur deildum karla og kvenna sé út apríl og í úrslitakeppninni út júní. Leikið verður afar þétt á næstu vikum og ef allt gengur eftir verður aðeins um fjögurra vikna lenging á tímabilinu frá því sem venjulegt er. „Við viljum ekki taka allt það svigrúm sem við eigum í dag. Ef við grípum eitthvað svigrúm og það kemur stopp erum við í djúpum vanda með mótið,“ sagði Snorri. Bikarkeppnin á að fara fram eftir að deildarkeppninni lýkur og áður en úrslitakeppnin hefst. Það er hins vegar möguleiki á að færa bikarkeppnina ef eitthvað kemur upp á. „Við höfum svigrúm og erum með bikarinn í lok apríl. Það er enn möguleiki á að færa hann til ef við lendum í miklum vanda eða ef það eru miklar frestanir,“ sagði Snorri. Fyrstu leikirnir á Íslandsmótinu eftir hléið langa fara fram á miðvikudaginn. Þá fer fram heil umferð í Domino's deild kvenna. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ, var gestur þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og Ríkharps Óskars Guðnasonar í Sportinu í dag. Þar ræddi hann um það vandasama verkefni að raða Íslandsmótinu upp á nýtt. Keppni á Íslandsmótinu var hætt í byrjun október, skömmu eftir að mótið hófst, vegna kórónuveirufaraldursins. Keppnisbanni í íþróttum á Íslandi verður aflétt á miðvikudaginn og þá hefst Íslandsmótið í körfubolta að nýju. Í reglugerð KKÍ segir að fresturinn til að ljúka keppni í efstu tveimur deildum karla og kvenna sé út apríl og í úrslitakeppninni út júní. Leikið verður afar þétt á næstu vikum og ef allt gengur eftir verður aðeins um fjögurra vikna lenging á tímabilinu frá því sem venjulegt er. „Við viljum ekki taka allt það svigrúm sem við eigum í dag. Ef við grípum eitthvað svigrúm og það kemur stopp erum við í djúpum vanda með mótið,“ sagði Snorri. Bikarkeppnin á að fara fram eftir að deildarkeppninni lýkur og áður en úrslitakeppnin hefst. Það er hins vegar möguleiki á að færa bikarkeppnina ef eitthvað kemur upp á. „Við höfum svigrúm og erum með bikarinn í lok apríl. Það er enn möguleiki á að færa hann til ef við lendum í miklum vanda eða ef það eru miklar frestanir,“ sagði Snorri. Fyrstu leikirnir á Íslandsmótinu eftir hléið langa fara fram á miðvikudaginn. Þá fer fram heil umferð í Domino's deild kvenna. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira