Á fundi í Genf í gær sagði Swaminathan að þótt hjarðónæmi náist í örfáum löndum þá muni það ekki vernda fólk um allan heim gegn kórónuveirunni.
Hún lagði áherslu á mikilvægi þess að stjórnvöld um allan heim beiti því áfram sóttvarnaaðgerðum til þess að hindra útbreiðslu veirunnar, til dæmis að fólk virði áfram fjarlægðarmörk, þvo hendur og noti andlitsgrímur.
Þá hrósaði hún vísindamönnum í hástert fyrir þann ótrúlega árangur að ná að þróa bóluefni gegn Covid-19 á eins stuttum tíma og raun ber vitni.
„Það tekur tíma að auka við framleiðsluna á skömmtum á bóluefni. Við erum ekki að tala um milljónir skammta heldur milljarða,“ sagði Swaminathan og hvatti almenning til þess að sýna dálitla þolinmæði.