Fór lítið fyrir Gylfa Þór sem spilaði óvænt frammi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. janúar 2021 07:00 Gylfi Þór átti ekki sinn besta leik í gærkvöld. Marc Atkins/Getty Images Miðjumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson bar fyrirliðaband Everton er liðið mætti Wolves á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Gylfi Þór var óvænt í stöðu framherja í leiknum og átti ekki sinn besta leik. Carlo Ancelotti, þjálfari Everton, var með framherjana Cenk Tosun og Richarlison á varamannabekk Everton í gær en sagði þá ekki í nægilega góðu líkamlegu ásigkomulagi til að byrja leikinn. | "We have two strikers on the bench, but for different reasons they are not able to start. We have to manage the situation with the players we have."Maybe we cannot play so directly, but we can play with more possession and passes in the final third."@MrAncelotti #WOLEVE— Everton (@Everton) January 12, 2021 Brasilíumaðurinn kom að lokum inn af varamannabekknum fyrir Gylfa Þór þegar fimmtán mínútur lifðu leiks. Fram að því hafði Gylfi ekki átt sinn besta leik, það er skiljanlegt þar sem Wolves eru erfiðir heim að sækja og spila skipulagðan varnarleik. Á tölfræðivefnum WhoScored fékk Gylfi Þór 6.3 í einkunn. Aðeins Richarlison, Mason Holgate og Seamus Coleman fengu lægri einkunn í Everton-liðinu. Jordan Pickford, Yerri Mina og Lucas Digne fengu svo 6.6 í einkunn. Á vef staðarblaðsins Liverpool Echo fékk Gylfi aðeins 5 í einkunn. „Það er ekki auðvelt þegar þú ert beðinn um að leiða línuna sem framherji þegar þú ert ekki vanur að spila sem fremsti maður. Gylfi Þór var nær alltaf með bakið í markið þegar hann fékk boltann en Carlo Ancelotti hefur samt reiknað með því að Gylfi myndi tengja spila liðsins betur saman,“ segir um frammistöðu íslenska landsiðsmannsins. Á vef BBC fær Gylfi Þór 6.4 í einkunn en þar getur hver sem er gefið einkunn. Everton vann hins vegar leikinn 2-1 á endanum og er því jafnt Leicester City að stigum í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Bæði lið með 32 stig á meðan Liverpool er í öðru sæti með 33 og Manchester United trónir á toppnum með 36 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
Carlo Ancelotti, þjálfari Everton, var með framherjana Cenk Tosun og Richarlison á varamannabekk Everton í gær en sagði þá ekki í nægilega góðu líkamlegu ásigkomulagi til að byrja leikinn. | "We have two strikers on the bench, but for different reasons they are not able to start. We have to manage the situation with the players we have."Maybe we cannot play so directly, but we can play with more possession and passes in the final third."@MrAncelotti #WOLEVE— Everton (@Everton) January 12, 2021 Brasilíumaðurinn kom að lokum inn af varamannabekknum fyrir Gylfa Þór þegar fimmtán mínútur lifðu leiks. Fram að því hafði Gylfi ekki átt sinn besta leik, það er skiljanlegt þar sem Wolves eru erfiðir heim að sækja og spila skipulagðan varnarleik. Á tölfræðivefnum WhoScored fékk Gylfi Þór 6.3 í einkunn. Aðeins Richarlison, Mason Holgate og Seamus Coleman fengu lægri einkunn í Everton-liðinu. Jordan Pickford, Yerri Mina og Lucas Digne fengu svo 6.6 í einkunn. Á vef staðarblaðsins Liverpool Echo fékk Gylfi aðeins 5 í einkunn. „Það er ekki auðvelt þegar þú ert beðinn um að leiða línuna sem framherji þegar þú ert ekki vanur að spila sem fremsti maður. Gylfi Þór var nær alltaf með bakið í markið þegar hann fékk boltann en Carlo Ancelotti hefur samt reiknað með því að Gylfi myndi tengja spila liðsins betur saman,“ segir um frammistöðu íslenska landsiðsmannsins. Á vef BBC fær Gylfi Þór 6.4 í einkunn en þar getur hver sem er gefið einkunn. Everton vann hins vegar leikinn 2-1 á endanum og er því jafnt Leicester City að stigum í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Bæði lið með 32 stig á meðan Liverpool er í öðru sæti með 33 og Manchester United trónir á toppnum með 36 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira