Píratar vilja að fleiri en tveir geti verið í hjúskap Jakob Bjarnar skrifar 13. janúar 2021 10:38 Píratarnir Björn Leví, Helgi Hrafn Gunnarsson og Halldóra Mogensen ræða við Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Ekki liggur fyrir hvort Ingu lítist vel á það að geta verið skráð með fleirum en einhverjum einum í hjúskap. vísir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson telur fráleitt að ríkið hafi með það að gera hversu margir eru skráðir í hjúskap. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hefur lagt fram tillögu um að breytingar verði gerðar á hjúskaparlögum. Hann segist skilja vel að sú tillaga vefjist fyrir sumum og líklega muni einhverjum þykja flókið að hjúskapur geti verið milli tveggja einstaklinga óháð kyni. Þannig hafi það jú ætíð verið og það sé skoðun. En skoðun eins eigi ekki að hafa áhrif á hjúskaparákvörðun annarra og hvað þá með hjálp ríkisvaldsins. Björn Leví hefur birt pistil þar sem hann gerir nánar grein fyrir tillögunni. Og kallar eftir ábendingum og athugasemdum. Hann bendir á að fyrir um áratug hafi hjúskaparlögum verið breytt þannig að hjúskapur eða skráð sambúð sé á milli tveggja einstaklinga óháð kyni. Nú vilji hann bæta því við að slíkur samningur sé óháður fjöldatakmörkunum af hálfu hins opinbera. „Þrír í hjúskap? Af hverju ekki? Fjórar að ættleiða saman? Af hverju ekki? Fimm í sambúð sem bera sameiginlega ábyrgð á leigusamningi, af hverju ekki? Af hverju ætti ríkið að ákveða hverjir geti gert með sér slíka samninga?“ Birni þykir ekki ólíklegt að einhverjar glósur muni fylgja, umræðan sem hann kalli eftir fari mögulega í sögulegar vangaveltur um fjölkvæni og inn á trúarlegar brautir. „Barn á bara tvo líffræðilega foreldra og það stjórnar því hvað hjúskapur eða skráð sambúð felur í sér. Við erum hins vegar komin langt umfram þær takmarkanir. Börn eiga alls konar foreldra: Líffræðilega foreldra, fósturforeldra, nýjar mömmur og pabba eftir skilnað eða andlát, tvo pabba eða tvær mæður. Og af hverju ekki þrjár samkvæmt hjúskapar- eða ættleiðingarlögum?“ Alþingi Stjórnsýsla Fjölskyldumál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hefur lagt fram tillögu um að breytingar verði gerðar á hjúskaparlögum. Hann segist skilja vel að sú tillaga vefjist fyrir sumum og líklega muni einhverjum þykja flókið að hjúskapur geti verið milli tveggja einstaklinga óháð kyni. Þannig hafi það jú ætíð verið og það sé skoðun. En skoðun eins eigi ekki að hafa áhrif á hjúskaparákvörðun annarra og hvað þá með hjálp ríkisvaldsins. Björn Leví hefur birt pistil þar sem hann gerir nánar grein fyrir tillögunni. Og kallar eftir ábendingum og athugasemdum. Hann bendir á að fyrir um áratug hafi hjúskaparlögum verið breytt þannig að hjúskapur eða skráð sambúð sé á milli tveggja einstaklinga óháð kyni. Nú vilji hann bæta því við að slíkur samningur sé óháður fjöldatakmörkunum af hálfu hins opinbera. „Þrír í hjúskap? Af hverju ekki? Fjórar að ættleiða saman? Af hverju ekki? Fimm í sambúð sem bera sameiginlega ábyrgð á leigusamningi, af hverju ekki? Af hverju ætti ríkið að ákveða hverjir geti gert með sér slíka samninga?“ Birni þykir ekki ólíklegt að einhverjar glósur muni fylgja, umræðan sem hann kalli eftir fari mögulega í sögulegar vangaveltur um fjölkvæni og inn á trúarlegar brautir. „Barn á bara tvo líffræðilega foreldra og það stjórnar því hvað hjúskapur eða skráð sambúð felur í sér. Við erum hins vegar komin langt umfram þær takmarkanir. Börn eiga alls konar foreldra: Líffræðilega foreldra, fósturforeldra, nýjar mömmur og pabba eftir skilnað eða andlát, tvo pabba eða tvær mæður. Og af hverju ekki þrjár samkvæmt hjúskapar- eða ættleiðingarlögum?“
Alþingi Stjórnsýsla Fjölskyldumál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira