Greta Thunberg heiðruð á sænsku frímerki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2021 21:36 Eins manns mótmæli Gretu gegn loftslagsbreytingum urðu að alheimshreyfingu og hefur Greta meðal annars verið nefnd einstaklingur ársins af Time og tvívegis verið tilnefnd til Nóbelsverðlaunanna. epa/PostNord Teikning af aðgerðasinnanum Gretu Thunberg prýðir nú sænskt frímerki. Um er að ræða viðurkenningu til handa Thunberg, fyrir viðleitni hennar til að „varðveita einstaka náttúru Svíþjóðar fyrir komandi kynslóðir.“ Á frímerkinu sést Greta, í gulu regnkápunni sinni og með fléttu í hárinu, standa á klettabrún en svölur fljúga yfir. Frímerkið er eitt í röð merkja með teikningum eftir Henning Trollbäck en röðin ber yfirskriftina „Verðmæt náttúra“. Á sumum merkjanna má finna þau markmið sem sænsk stjórnvöld hafa sett í umhverfismálum en önnur, sem ætluð eru á bréf innanlands, sýna fjöll, skóga og plöntur. Á frímerkjum sem ætluð eru á sendingar innan Evrópu er að finna mynd af hakakörtu í útrýmingarhættu. „Það gleður okkur að Greta, og nokkrar teikningar af mikilvægum náttúrufyrirbrigðum, skuli prýða frímerkin okkar,“ hefur Guardian eftir Kristinu Olafsdottur hjá PostNord. „Þessar náttúruminjar eru afar mikilvægar og við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til að varðveita þær.“ Sænska póstþjónustan hefur áður valið að prýða frímerkin sín með myndum af öðrum þekktum Svíum, meðal annars Astrid Lindgre, knattspyrnumanninum Zlatan Ibrahimovi ć og tónlistarmanninum Avicii. Thunberg varð 18 ára á dögunum og sagði af því tilefni að hún væri hætt að fljúga og „neyta hluta“ en sagðist ekki dæma aðra sem væru ekki jafn umhverfisvænir. „Ég er ekki að segja öðrum hvað þeir eiga að gera. Þegar þú ert mikið að tala um þetta en gerir ekki eins og þú segir þá er hætt við því að þú kallir á gagnrýn og að þú sért ekki tekin alvarlega.“ Svíþjóð Umhverfismál Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar Sjá meira
Á frímerkinu sést Greta, í gulu regnkápunni sinni og með fléttu í hárinu, standa á klettabrún en svölur fljúga yfir. Frímerkið er eitt í röð merkja með teikningum eftir Henning Trollbäck en röðin ber yfirskriftina „Verðmæt náttúra“. Á sumum merkjanna má finna þau markmið sem sænsk stjórnvöld hafa sett í umhverfismálum en önnur, sem ætluð eru á bréf innanlands, sýna fjöll, skóga og plöntur. Á frímerkjum sem ætluð eru á sendingar innan Evrópu er að finna mynd af hakakörtu í útrýmingarhættu. „Það gleður okkur að Greta, og nokkrar teikningar af mikilvægum náttúrufyrirbrigðum, skuli prýða frímerkin okkar,“ hefur Guardian eftir Kristinu Olafsdottur hjá PostNord. „Þessar náttúruminjar eru afar mikilvægar og við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til að varðveita þær.“ Sænska póstþjónustan hefur áður valið að prýða frímerkin sín með myndum af öðrum þekktum Svíum, meðal annars Astrid Lindgre, knattspyrnumanninum Zlatan Ibrahimovi ć og tónlistarmanninum Avicii. Thunberg varð 18 ára á dögunum og sagði af því tilefni að hún væri hætt að fljúga og „neyta hluta“ en sagðist ekki dæma aðra sem væru ekki jafn umhverfisvænir. „Ég er ekki að segja öðrum hvað þeir eiga að gera. Þegar þú ert mikið að tala um þetta en gerir ekki eins og þú segir þá er hætt við því að þú kallir á gagnrýn og að þú sért ekki tekin alvarlega.“
Svíþjóð Umhverfismál Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar Sjá meira