Um er að ræða tvö af sigurstranglegustu liðum mótsins og reyndist jafnræði með liðunum framan af. Staðan í leikhléi jöfn 13-13.
Í síðari hálfleik voru Frakkarnir mun öflugri og fór að lokum svo að þeir unnu öruggan fjögurra marka sigur, 24-28.
Kentin Mahe var markahæstur í liði Frakka með níu mörk en Norðmaðurinn Sander Sagosen skoraði flest mörk allra, alls tíu mörk.
Á sama tíma áttu Svíar ekki í neinum vandræðum með Norður-Makedóníu og unnu öruggan tólf marka sigur, 32-20 þar sem Hampus Wanne fór mikinn í liði Svía og gerði ellefu mörk.