„Ég get alveg séð það fyrir mér að eitthvert lið fari heim af HM“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2021 16:30 Goran Sogard Johannessen og félagar í norska landsliðinu töpuðu fyrsta leik sínum á HM og hafa auk þess verið mjög ósáttur með skipulag og smitvarnir mótsins. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Heimsmeistaramótið í handbolta í Egyptalandi var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag á Vísi. Kórónuveirusmit hafa sett sinn svip á mótið síðustu daga. Tvö lið hafa þegar hætt við þátttöku á HM og þá hafa verið að greinast smit inn á hóteli mótsins í Kaíró. Norðmenn og Danir eru sérstaklega ósáttir með allt á sínu hóteli hafa gagnrýnt skipulagið á mótinu harðlega. Henry Birgir Gunnarsson fékk þá Guðjón Guðmundsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson til að ræða heimsmeistaramótið í handbolta og þar á meðal fóru þeir yfir smitvarnirnar hjá Egyptum. Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að það sé allt annað upp á teningnum hjá Egyptum en var hjá Dönum þegar þeir héldu Evrópumeistaramót kvenna í desember. Það mót gekk mjög vel en nú kemur hver fréttin á fætur annarri um að eitthvað sé að klikka hjá Egyptum. „Þetta virkar eiginlega þannig. Danir og Norðmenn halda áfram að mótmæla en um leið og Þýskaland og Frakkland bætast í hópinn þá er ballið búið,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Miðað við óánægjuna sem er í gangi, varðandi skipulagið og allt sem snertir smitprófin, sjáið þið fyrir ykkur að eitthvað lið leggi upp laupana og sendi bara liðið sitt heim,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Já. Ég get alveg séð það fyrir mér að eitthvert lið fari heim af HM. Liði sem gengur ekkert sérstaklega vel, leikmennirnir verða orðnir pirraðir og finnst þeim vera óöryggir. Þeir gæti alveg sagt: Stopp, ég tek ekki áhættuna á þessu því þetta er ekki þess virði,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Vandamálið er það að þetta snýst allt um peninga og fyrir þátttökuþjóðirnar líka. Menn munu hugsa sig tvisvar um áður en þeir taka þá ákvörðun að snúa heim og hætta við þátttöku. Einfaldlega vegna þess að þeim verður refsað, þeir fá ekki að fara á næsta heimsmeistaramót og heima fyrir munu þeir ekki fá styrki til að reka samböndin. Þetta er afar snúið mál,“ sagði Guðjón. Íslenska liðið virðist þó vera á miklu betri hóteli og í miklu betra skipulagi en Norðmenn. Sem eru góðu fréttirnar fyrir strákana okkar. Það má finna allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2021 í handbolta Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Framarar geta sent Hauka í sumarfrí Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Sjá meira
Tvö lið hafa þegar hætt við þátttöku á HM og þá hafa verið að greinast smit inn á hóteli mótsins í Kaíró. Norðmenn og Danir eru sérstaklega ósáttir með allt á sínu hóteli hafa gagnrýnt skipulagið á mótinu harðlega. Henry Birgir Gunnarsson fékk þá Guðjón Guðmundsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson til að ræða heimsmeistaramótið í handbolta og þar á meðal fóru þeir yfir smitvarnirnar hjá Egyptum. Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að það sé allt annað upp á teningnum hjá Egyptum en var hjá Dönum þegar þeir héldu Evrópumeistaramót kvenna í desember. Það mót gekk mjög vel en nú kemur hver fréttin á fætur annarri um að eitthvað sé að klikka hjá Egyptum. „Þetta virkar eiginlega þannig. Danir og Norðmenn halda áfram að mótmæla en um leið og Þýskaland og Frakkland bætast í hópinn þá er ballið búið,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Miðað við óánægjuna sem er í gangi, varðandi skipulagið og allt sem snertir smitprófin, sjáið þið fyrir ykkur að eitthvað lið leggi upp laupana og sendi bara liðið sitt heim,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Já. Ég get alveg séð það fyrir mér að eitthvert lið fari heim af HM. Liði sem gengur ekkert sérstaklega vel, leikmennirnir verða orðnir pirraðir og finnst þeim vera óöryggir. Þeir gæti alveg sagt: Stopp, ég tek ekki áhættuna á þessu því þetta er ekki þess virði,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Vandamálið er það að þetta snýst allt um peninga og fyrir þátttökuþjóðirnar líka. Menn munu hugsa sig tvisvar um áður en þeir taka þá ákvörðun að snúa heim og hætta við þátttöku. Einfaldlega vegna þess að þeim verður refsað, þeir fá ekki að fara á næsta heimsmeistaramót og heima fyrir munu þeir ekki fá styrki til að reka samböndin. Þetta er afar snúið mál,“ sagði Guðjón. Íslenska liðið virðist þó vera á miklu betri hóteli og í miklu betra skipulagi en Norðmenn. Sem eru góðu fréttirnar fyrir strákana okkar. Það má finna allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2021 í handbolta Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Framarar geta sent Hauka í sumarfrí Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Sjá meira