Átök um bóluefni og fullveldi Ólafur Ísleifsson skrifar 17. janúar 2021 10:00 Árangur Íslendinga í sóttvörnum er fagnaðarefni. Enginn greindist með veirusmit í gær í fyrsta sinn frá 10. september. Nú er að þrauka þangað til nægilegt bóluefni berst til landsins. ESB sætir gagnrýni Evrópusambandið stendur frammi fyrir harðri gagnrýni á framgöngu sína við að útvega bóluefni fyrir aðildarríki sambandsins. Stefna ESB miðaðist við að allir stæðu saman eins og hin þýska Úrsúla von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB lagði ofuráherslu á. Þrátt fyrir það tryggði Þýskaland sér 30 milljón skammta aukreitis. Minnast má þess að Úrsúla og ESB þurftu að biðja Ítali afsökunar síðastliðið vor fyrir þá sök að sambandið stóð ekki við bakið á þeim þegar farsóttin geisaði sem ákafast á Ítalíu. Aftast í biðröðinni Haft er eftir Ugur Sahin, stofnanda hins þýska fyrirtækis BioNTech, sem starfað hefur með bandaríska lyfjafyrirtækinu Pfizer, að Evrópusambandið hafi ekki pantað nóg af bóluefni og verið seint til að samþykkja bóluefni einstakra fyrirtækja. Í breska vikuritinu Spectator er því haldið fram að bóluefnaáætlun sambandsins hafi reynst verstu mistök Evrópusambandsins frá vandamálum tengdum evrunni 2010-11. Segir í ritinu að þá hafi þó aðeins þrjú lönd orðið gjaldþrota og heil kynslóð Grikkja dæmd til til fátæktar en bólsetningarmistökin muni leiða til dauða tugþúsunda. Haft er eftir Sahin að Evrópusambandið hafi pantað svo fáa skammta frá BioNTech í sumar að það standi nú aftast í biðröðinni eftir takmörkuðu framboði lyfjaskammta. Réttlætanleg reiði Naumast verður sagt að vel hafi tekist til. Sumar ESB-þjóðir eru varla byrjaðar að bólusetja. Kannski er táknrænt að fá ef nokkur ríki hafa farið verr út úr veirunni en Belgía sem hýsir ESB. Hvað væri sagt um Bandaríkin ef ástandið þar væri áþekkt og í Evrópu? Ef litið er hingað heim, hver ber í raun ábyrgð á að bóluefnið berist hingað? Íslensk stjórnvöld eða ESB? Bætist umboðsvandi ofan á upplýsingaóreiðuna? Ekki kemur á óvart að þungt verði í mönnum. Markús Söder, leiðtogi kristilegra í Bæjaralandi, systurflokks Angelu Merkels, þrumaði yfir landslýð að erfitt væri að útskýra að mjög góðu bóluefni þróuðu í Þýskalandi væri sprautað hraðar í fólk annars staðar en í heimalandinu. Skiptimynt í stóra samhenginu Dálkahöfundur Spectator, Matthew Lynn, segir Evrópusambandið hafa misst af miklu tækifæri fyrir þá sök að hafa ekki ráðið við verkefnið. Evrópusambandið kom of seint á vettvang, pantaði of lítið á röngum tíma. Ekki átti að ráðstafa meira fé til bóluefnakaupa en rúmlega tveimur milljörðum evra. Bretland með sínar 66 milljónir íbúa, borið saman við 448 milljónir í EBS, ákvað að eyða 12 milljörðum punda í þessu skyni. Halda má því fram að bóluefnið sé frekar ódýrt. AstraZeneca-sprautan kostar ekki nema þrjú pund. Enda þótt Pfizer-bóluefnið kosti 20 pund felast í því góð kaup. Kostnaður við bóluefnið er skiptimynt í stóra samhenginu. Öllu skiptir að hafa hraðar hendur. Þýska stórblaðið Der Spiegel varpaði sprengju þegar það gaf til kynna að stjórnmálaviðhorf hefðu ruðst að bólusetningarmálum þegar Frakkland hefði krafist þess að ESB mætti ekki kaupa meira af þýska fyrirtækinu BioNTech en af franska fyrirtækinu Sanofi. Franska bóluefnið rak upp á sker og reyndist haldlaust, að minnsta kosti að sinni. Dýr mistök Fréttir berast nú af því að Pfizer sé að endurskipuleggja framleiðslu sína til að auka hana um ríflega helming. Bent hefur verið á að hefðu pantanir legið fyrir í meira mæli frá stórkaupanda á borð við Evrópusambandið hefðu þær falið í sér hvatningu fyrir fyrirtækið um að flýta framleiðslu fyrr en raun ber vitni. Lyfjastofnun ESB samþykkti ekki Pfizer-bóluefnið fyrr en rétt fyrir jól og þá undir þrýstingi frá Berlín. Vikum áður hafði bóluefni Pfizer fengið samþykki breskra stjórnvalda. Skriffinnska ESB sætir gagnrýni í Evrópu og við bætist að ESB leitaðist við að taka sér hlutverk í heilbrigðismálum sem það hefur ekki skipulagslega eða fjárhagslega burði til að gegna, hvað þá í heimsfaraldri. Einsmálsflokkur Af hálfu sumra sýnist lagt bann við að gagnrýna Evrópusambandið þótt ekki sé nema með því að vitna til virtra erlendra fjölmiðla. Formaður Viðreisnar virðist telja Miðflokkinn helsta andstæðing sinn í stjórnmálum. Er það skiljanlegt í ljósi þess að Viðreisn hefur aðeins eitt stefnumál, að ganga í ESB og taka upp evruna. Miðflokkurinn telur ekki koma til greina að fullveldi landsins og forræði yfir auðlindum yrði kastað fyrir róða með þeim hætti og hafnar með öllu aðild að Evrópusambandinu. Orðaflaumur um aðskiljanleg málefni reiknast ekki meðal stefnumála þegar ekkert innihald stendur að baki slíkum orðum. Fullveldið innan gæsalappa Hugmyndafræðileg skrif af hálfu Viðreisnar í Fréttablaðinu, þar sem tekið er að rita orðið fullveldi innan gæsalappa, eru til marks um að ekki sjái fyrir endann á átökum stjórnmálaflokka um fullveldi þjóðarinnar og yfirráð hennar yfir auðlindum sínum. Þar liggja skýr skil milli þeirra sem standa vilja vörð um fullveldi og auðlindir þjóðarinnar og allra hinna sem ekki stóðu í ístaðinu þegar á reyndi. Höfundur er Alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Bólusetningar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Árangur Íslendinga í sóttvörnum er fagnaðarefni. Enginn greindist með veirusmit í gær í fyrsta sinn frá 10. september. Nú er að þrauka þangað til nægilegt bóluefni berst til landsins. ESB sætir gagnrýni Evrópusambandið stendur frammi fyrir harðri gagnrýni á framgöngu sína við að útvega bóluefni fyrir aðildarríki sambandsins. Stefna ESB miðaðist við að allir stæðu saman eins og hin þýska Úrsúla von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB lagði ofuráherslu á. Þrátt fyrir það tryggði Þýskaland sér 30 milljón skammta aukreitis. Minnast má þess að Úrsúla og ESB þurftu að biðja Ítali afsökunar síðastliðið vor fyrir þá sök að sambandið stóð ekki við bakið á þeim þegar farsóttin geisaði sem ákafast á Ítalíu. Aftast í biðröðinni Haft er eftir Ugur Sahin, stofnanda hins þýska fyrirtækis BioNTech, sem starfað hefur með bandaríska lyfjafyrirtækinu Pfizer, að Evrópusambandið hafi ekki pantað nóg af bóluefni og verið seint til að samþykkja bóluefni einstakra fyrirtækja. Í breska vikuritinu Spectator er því haldið fram að bóluefnaáætlun sambandsins hafi reynst verstu mistök Evrópusambandsins frá vandamálum tengdum evrunni 2010-11. Segir í ritinu að þá hafi þó aðeins þrjú lönd orðið gjaldþrota og heil kynslóð Grikkja dæmd til til fátæktar en bólsetningarmistökin muni leiða til dauða tugþúsunda. Haft er eftir Sahin að Evrópusambandið hafi pantað svo fáa skammta frá BioNTech í sumar að það standi nú aftast í biðröðinni eftir takmörkuðu framboði lyfjaskammta. Réttlætanleg reiði Naumast verður sagt að vel hafi tekist til. Sumar ESB-þjóðir eru varla byrjaðar að bólusetja. Kannski er táknrænt að fá ef nokkur ríki hafa farið verr út úr veirunni en Belgía sem hýsir ESB. Hvað væri sagt um Bandaríkin ef ástandið þar væri áþekkt og í Evrópu? Ef litið er hingað heim, hver ber í raun ábyrgð á að bóluefnið berist hingað? Íslensk stjórnvöld eða ESB? Bætist umboðsvandi ofan á upplýsingaóreiðuna? Ekki kemur á óvart að þungt verði í mönnum. Markús Söder, leiðtogi kristilegra í Bæjaralandi, systurflokks Angelu Merkels, þrumaði yfir landslýð að erfitt væri að útskýra að mjög góðu bóluefni þróuðu í Þýskalandi væri sprautað hraðar í fólk annars staðar en í heimalandinu. Skiptimynt í stóra samhenginu Dálkahöfundur Spectator, Matthew Lynn, segir Evrópusambandið hafa misst af miklu tækifæri fyrir þá sök að hafa ekki ráðið við verkefnið. Evrópusambandið kom of seint á vettvang, pantaði of lítið á röngum tíma. Ekki átti að ráðstafa meira fé til bóluefnakaupa en rúmlega tveimur milljörðum evra. Bretland með sínar 66 milljónir íbúa, borið saman við 448 milljónir í EBS, ákvað að eyða 12 milljörðum punda í þessu skyni. Halda má því fram að bóluefnið sé frekar ódýrt. AstraZeneca-sprautan kostar ekki nema þrjú pund. Enda þótt Pfizer-bóluefnið kosti 20 pund felast í því góð kaup. Kostnaður við bóluefnið er skiptimynt í stóra samhenginu. Öllu skiptir að hafa hraðar hendur. Þýska stórblaðið Der Spiegel varpaði sprengju þegar það gaf til kynna að stjórnmálaviðhorf hefðu ruðst að bólusetningarmálum þegar Frakkland hefði krafist þess að ESB mætti ekki kaupa meira af þýska fyrirtækinu BioNTech en af franska fyrirtækinu Sanofi. Franska bóluefnið rak upp á sker og reyndist haldlaust, að minnsta kosti að sinni. Dýr mistök Fréttir berast nú af því að Pfizer sé að endurskipuleggja framleiðslu sína til að auka hana um ríflega helming. Bent hefur verið á að hefðu pantanir legið fyrir í meira mæli frá stórkaupanda á borð við Evrópusambandið hefðu þær falið í sér hvatningu fyrir fyrirtækið um að flýta framleiðslu fyrr en raun ber vitni. Lyfjastofnun ESB samþykkti ekki Pfizer-bóluefnið fyrr en rétt fyrir jól og þá undir þrýstingi frá Berlín. Vikum áður hafði bóluefni Pfizer fengið samþykki breskra stjórnvalda. Skriffinnska ESB sætir gagnrýni í Evrópu og við bætist að ESB leitaðist við að taka sér hlutverk í heilbrigðismálum sem það hefur ekki skipulagslega eða fjárhagslega burði til að gegna, hvað þá í heimsfaraldri. Einsmálsflokkur Af hálfu sumra sýnist lagt bann við að gagnrýna Evrópusambandið þótt ekki sé nema með því að vitna til virtra erlendra fjölmiðla. Formaður Viðreisnar virðist telja Miðflokkinn helsta andstæðing sinn í stjórnmálum. Er það skiljanlegt í ljósi þess að Viðreisn hefur aðeins eitt stefnumál, að ganga í ESB og taka upp evruna. Miðflokkurinn telur ekki koma til greina að fullveldi landsins og forræði yfir auðlindum yrði kastað fyrir róða með þeim hætti og hafnar með öllu aðild að Evrópusambandinu. Orðaflaumur um aðskiljanleg málefni reiknast ekki meðal stefnumála þegar ekkert innihald stendur að baki slíkum orðum. Fullveldið innan gæsalappa Hugmyndafræðileg skrif af hálfu Viðreisnar í Fréttablaðinu, þar sem tekið er að rita orðið fullveldi innan gæsalappa, eru til marks um að ekki sjái fyrir endann á átökum stjórnmálaflokka um fullveldi þjóðarinnar og yfirráð hennar yfir auðlindum sínum. Þar liggja skýr skil milli þeirra sem standa vilja vörð um fullveldi og auðlindir þjóðarinnar og allra hinna sem ekki stóðu í ístaðinu þegar á reyndi. Höfundur er Alþingismaður Miðflokksins.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar