Carra hefur áhyggjur af Firmino: Líftími sóknarþrennu Liverpool að renna út? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2021 10:30 Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino hafa ekki verið á skotskónum að undanförnu. Getty/Simon Stacpoole Framtíð sóknarmanna Liverpool var til umræðu á Sky Sports eftir bitleysi þeirra að undanförnu og Liverpool goðsögnin Jamie Carragher setti fram kenningu um að líftími þeirra væri mögulega að renna út. Liverpool hefur ekki skoraði í þremur deildarleikjum í röð og Jamie Carragher tók saman athyglisverða samantekt um líftíma hjá bestu sóknarþríeykja ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin ár. Það er að heyra á Jamie Carragher að hann telji að það þurfti að hrista upp í þriggja manna framlínu Liverpool en þeir Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino hafa gert magnaða hluti á síðustu árum. Carragher birti töflu með nokkrum öflugum sóknartríóum hjá Chelsea og Manchester United og benti þar á að líftími þeirra var bara tvö tímabil. Salah, Mané og Firmino hafa spilað saman í fjögur tímabil. Hér fyrir neðan má sjá þessa samantekt sem og umræðu Jamie Carragher og Gary Neville. "I am worried for Roberto Firmino..."@Carra23 looks at why things may change in the Liverpool front three - but @GNev2 is not so sure pic.twitter.com/FEHAcDJfwJ— Sky Sports (@SkySports) January 18, 2021 „Á þessari stundu þá eru þeir Mané og Salah að fara í gegnum formleysi og það gerist hjá sóknarmönnum. Það eru margar ástæður fyrir því að Liverpool er ekki að skora meðal annars þær að sendingarnar frá Virgil van Dijk eru ekki að koma úr vörninni,“ sagði Jamie Carragher á Sky Sports. Hann viðurkenndi um leið að þeir Mané og Salah væru heldur ekki að spila vel sjálfir. „Ég er viss um að Mané og Salah fari að skora mörk á nýjan leik en ég hef áhyggjur af Firmino. Hann hefur aldrei verið þessi markaskorari en hann þarf að skila inn mörkum líka,“ sagði Carragher. Carragher segir að Roberto Firmino sé ekki að spila eins vel og áður og niðursveiflan hófst áður en þetta tímabil fór af stað. Liverpool have now gone 348 minutes without scoring a goal in the Premier League pic.twitter.com/3dwjKr74eN— Goal (@goal) January 18, 2021 Jamie Carragher kom líka með tölfræði þessu til stuðnings og þar má sjá að Firmino er að skora minna á síðustu tveimur tímabilum en tímabilunum þar á undan. Það er líka sláandi að hann er að vinna miklu færri bolta á þessu tímabili en árin á undan. Það má sjá þessa samantekt í myndbandinu hér fyrir ofan. Gary Neville gerði smá grín af Carragher í sambandi að vilja henda sínum mönnum út eftir nokkra leiki í röð án sigurs. Neville sagði skýringuna á slakara gengi Liverpool vera vegna þess að liðið er líklega útkeyrt eftir þrjú rosaleg ár. Því hafði hann kynnst hjá Manchester United. Neville sagðist hafa tvisvar spilað með United liðum sem unnu þrjú ár í röð en svo kom þetta slæma fjórða ár þegar orkan var orðin lítil á tankinum. Jurgen Klopp said Liverpool would 'attack' their title defence, but they're slipping away without a whimper https://t.co/7HHsnVjaWd— MailOnline Sport (@MailSport) January 18, 2021 „Vandamálið er ekki þessir þrír heldur frekar það að Jota er meiddur og þeir þrír sem eru næstir í goggunarröðinni, Xherdan Shaqiri Takumi Minamino og Divock Origi, eru ekki nógu góðir. Klopp hefur því þurft að keyra alltof mikið á þessum þremur mönnum, sagði Gary Neville. Að hans mati þarf Klopp að finna leiðir til að hvíla þessa þrjá bestu sóknarmenn sína meira og það hafi Sir Alex Ferguson alltaf gert með menn eins og Cristiano Ronaldo, Ryan Giggs og Dimitar Berbatov hjá Manchester United. Það má heyra þessar áhugaverðu pælingar þeirra félaga hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira
Liverpool hefur ekki skoraði í þremur deildarleikjum í röð og Jamie Carragher tók saman athyglisverða samantekt um líftíma hjá bestu sóknarþríeykja ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin ár. Það er að heyra á Jamie Carragher að hann telji að það þurfti að hrista upp í þriggja manna framlínu Liverpool en þeir Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino hafa gert magnaða hluti á síðustu árum. Carragher birti töflu með nokkrum öflugum sóknartríóum hjá Chelsea og Manchester United og benti þar á að líftími þeirra var bara tvö tímabil. Salah, Mané og Firmino hafa spilað saman í fjögur tímabil. Hér fyrir neðan má sjá þessa samantekt sem og umræðu Jamie Carragher og Gary Neville. "I am worried for Roberto Firmino..."@Carra23 looks at why things may change in the Liverpool front three - but @GNev2 is not so sure pic.twitter.com/FEHAcDJfwJ— Sky Sports (@SkySports) January 18, 2021 „Á þessari stundu þá eru þeir Mané og Salah að fara í gegnum formleysi og það gerist hjá sóknarmönnum. Það eru margar ástæður fyrir því að Liverpool er ekki að skora meðal annars þær að sendingarnar frá Virgil van Dijk eru ekki að koma úr vörninni,“ sagði Jamie Carragher á Sky Sports. Hann viðurkenndi um leið að þeir Mané og Salah væru heldur ekki að spila vel sjálfir. „Ég er viss um að Mané og Salah fari að skora mörk á nýjan leik en ég hef áhyggjur af Firmino. Hann hefur aldrei verið þessi markaskorari en hann þarf að skila inn mörkum líka,“ sagði Carragher. Carragher segir að Roberto Firmino sé ekki að spila eins vel og áður og niðursveiflan hófst áður en þetta tímabil fór af stað. Liverpool have now gone 348 minutes without scoring a goal in the Premier League pic.twitter.com/3dwjKr74eN— Goal (@goal) January 18, 2021 Jamie Carragher kom líka með tölfræði þessu til stuðnings og þar má sjá að Firmino er að skora minna á síðustu tveimur tímabilum en tímabilunum þar á undan. Það er líka sláandi að hann er að vinna miklu færri bolta á þessu tímabili en árin á undan. Það má sjá þessa samantekt í myndbandinu hér fyrir ofan. Gary Neville gerði smá grín af Carragher í sambandi að vilja henda sínum mönnum út eftir nokkra leiki í röð án sigurs. Neville sagði skýringuna á slakara gengi Liverpool vera vegna þess að liðið er líklega útkeyrt eftir þrjú rosaleg ár. Því hafði hann kynnst hjá Manchester United. Neville sagðist hafa tvisvar spilað með United liðum sem unnu þrjú ár í röð en svo kom þetta slæma fjórða ár þegar orkan var orðin lítil á tankinum. Jurgen Klopp said Liverpool would 'attack' their title defence, but they're slipping away without a whimper https://t.co/7HHsnVjaWd— MailOnline Sport (@MailSport) January 18, 2021 „Vandamálið er ekki þessir þrír heldur frekar það að Jota er meiddur og þeir þrír sem eru næstir í goggunarröðinni, Xherdan Shaqiri Takumi Minamino og Divock Origi, eru ekki nógu góðir. Klopp hefur því þurft að keyra alltof mikið á þessum þremur mönnum, sagði Gary Neville. Að hans mati þarf Klopp að finna leiðir til að hvíla þessa þrjá bestu sóknarmenn sína meira og það hafi Sir Alex Ferguson alltaf gert með menn eins og Cristiano Ronaldo, Ryan Giggs og Dimitar Berbatov hjá Manchester United. Það má heyra þessar áhugaverðu pælingar þeirra félaga hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira