Enn einn harmleikurinn við K2 Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. janúar 2021 09:07 Alex Goldfarb fannst látinn eftir umfangsmikla leit í hlíðum Pastore Peak í gær. Alex Goldfarb, Bandaríkjamaður sem hugðist klífa fjallið Broad Peak í grennd við K2 nú í janúar, fannst látinn í gær eftir umfangsmikla leit. Íslendingurinn John Snorri Sigurjónsson var á meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni. Greint er frá andláti Goldfarbs í tilkynningu frá talsmanni leiðangursins. Goldfarb hugðist gera atlögu að Broad Peak, hvers tindur er 8051 metra yfir sjávarmáli, ásamt félaga sínum, Ungverjanum Zoltan Szlanko. Þeir komu í grunnbúðir fjallsins 8. janúar og nokkrum dögum síðar lögðu þeir af stað upp á Pastore Peak, lægra fjall á svæðinu sem þeir hugðust klífa til hæðaraðlögunar. Szlanko treysti sér að endingu ekki til að ljúka göngunni en Goldfarb afréð að halda áfram. Þyrlur voru fengnar til leitarinnar eftir að sá síðarnefndi skilaði sér ekki til baka af fjallinu á umsömdum tíma, 16. janúar. Hann fannst loks látinn í hlíðum Pastore Peak í gær. Talið er að hann hafi hrapað á göngu sinni. Á kortinu hér fyrir neðan sjást fjöllin Broad Peak, rauðmerkt, og K2 í Karakoram-fjallgarðinum við landamæri Pakistan og Kína. Á meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni voru íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson og samferðamaður hans, hinn pakistanski Sajid Sadpara. Þeir hyggjast klífa fjallið K2 en voru sóttir á þyrlu í grunnbúðir K2 um helgina til að taka þátt í leitinni að Goldfarb. „Við erum harmi slegin yfir fréttunum. Félagi Alexar, Zoltan er augljóslega eyðilagður og í losti vegna þessara atburða. Við erum þakklát fyrir aðstoð Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara, Sajid Sadpara, Ashgar Ali Porik og allra þeirra sem komu að leitinni,“ segir í tilkynningu leiðangursins. John Snorri lýsti andrúmsloftinu meðal hópanna á svæðinu sem harmþrungnu í samtali við Vísi á sunnudag, þar sem hann var staddur í grunnbúðum Broad Peak við leit að Goldfarb. Sergi Mingote, spænskur fjallagarpur, fórst á K2 um helgina. „Hann [Mingote] var rétt á eftir mér í gær og hrapaði niður 600 metra og lést. Svo erum við núna niðri í grunnbúðunum og höfum verið að leita hérna með dróna að manni frá Bandaríkjunum. Svo kemur þyrla í fyrramálið, sem við förum með að leita áfram. Þannig að það er sorg hérna í Broad Peak-grunnbúðunum og á K2. Fólk er að velta fyrir sér hvort það eigi að halda áfram eða hætta. Það kemur í ljós næstu daga.“ Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25 Spænskur fjallgöngumaður fórst á K2 Spænski fjallagarpurinn Sergi Mingote fórst á leiðinni á tind K2, næsthæsta fjalls í heimi. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti þetta á Twitter í dag. 16. janúar 2021 17:42 Varð á undan John Snorra á toppinn Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til. 16. janúar 2021 13:12 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Greint er frá andláti Goldfarbs í tilkynningu frá talsmanni leiðangursins. Goldfarb hugðist gera atlögu að Broad Peak, hvers tindur er 8051 metra yfir sjávarmáli, ásamt félaga sínum, Ungverjanum Zoltan Szlanko. Þeir komu í grunnbúðir fjallsins 8. janúar og nokkrum dögum síðar lögðu þeir af stað upp á Pastore Peak, lægra fjall á svæðinu sem þeir hugðust klífa til hæðaraðlögunar. Szlanko treysti sér að endingu ekki til að ljúka göngunni en Goldfarb afréð að halda áfram. Þyrlur voru fengnar til leitarinnar eftir að sá síðarnefndi skilaði sér ekki til baka af fjallinu á umsömdum tíma, 16. janúar. Hann fannst loks látinn í hlíðum Pastore Peak í gær. Talið er að hann hafi hrapað á göngu sinni. Á kortinu hér fyrir neðan sjást fjöllin Broad Peak, rauðmerkt, og K2 í Karakoram-fjallgarðinum við landamæri Pakistan og Kína. Á meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni voru íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson og samferðamaður hans, hinn pakistanski Sajid Sadpara. Þeir hyggjast klífa fjallið K2 en voru sóttir á þyrlu í grunnbúðir K2 um helgina til að taka þátt í leitinni að Goldfarb. „Við erum harmi slegin yfir fréttunum. Félagi Alexar, Zoltan er augljóslega eyðilagður og í losti vegna þessara atburða. Við erum þakklát fyrir aðstoð Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara, Sajid Sadpara, Ashgar Ali Porik og allra þeirra sem komu að leitinni,“ segir í tilkynningu leiðangursins. John Snorri lýsti andrúmsloftinu meðal hópanna á svæðinu sem harmþrungnu í samtali við Vísi á sunnudag, þar sem hann var staddur í grunnbúðum Broad Peak við leit að Goldfarb. Sergi Mingote, spænskur fjallagarpur, fórst á K2 um helgina. „Hann [Mingote] var rétt á eftir mér í gær og hrapaði niður 600 metra og lést. Svo erum við núna niðri í grunnbúðunum og höfum verið að leita hérna með dróna að manni frá Bandaríkjunum. Svo kemur þyrla í fyrramálið, sem við förum með að leita áfram. Þannig að það er sorg hérna í Broad Peak-grunnbúðunum og á K2. Fólk er að velta fyrir sér hvort það eigi að halda áfram eða hætta. Það kemur í ljós næstu daga.“
Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25 Spænskur fjallgöngumaður fórst á K2 Spænski fjallagarpurinn Sergi Mingote fórst á leiðinni á tind K2, næsthæsta fjalls í heimi. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti þetta á Twitter í dag. 16. janúar 2021 17:42 Varð á undan John Snorra á toppinn Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til. 16. janúar 2021 13:12 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25
Spænskur fjallgöngumaður fórst á K2 Spænski fjallagarpurinn Sergi Mingote fórst á leiðinni á tind K2, næsthæsta fjalls í heimi. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti þetta á Twitter í dag. 16. janúar 2021 17:42
Varð á undan John Snorra á toppinn Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til. 16. janúar 2021 13:12