Blær Ástríkur, áður Ásdís Jenna, er látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2021 09:17 Blær Ástríkur ásamt eftirlifandi eiginmanni sínum. Blær Ástríkur Stefán Ástuson Ástráðsson táknmálsfræðingur, sem áður hét Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, er látinn. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi síðastliðinn laugardag, 16. janúar, 51 árs að aldri. Greint er frá andláti Blæs í Morgunblaðinu í dag. Blær fæddist árið 10. janúar 1970, barn hjónanna Ástráðs B. Hreiðarssonar læknis (f. 1942) og Ástu B. Þorsteinsdóttur hjúkrunarfræðings (1945-1998). Blær var heyrnarskertur og með truflaða vöðvaspennu sem leiddi til þess að hann gat hvorki stjórnað höndum né fótum. Hann þurfti því alla tíð að nota hjólastól. Tækni nútímans gerði honum lífið léttara á marga lund, svo sem að flytja mál sitt á opinberum vettvangi. Blær lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1992 og var eftir það í um eitt ár við nám í lýðháskóla í Danmörku, og bjó þar í landi með foreldrum sínum fyrstu tíu árin. Blær nam seinna táknmálsfræði við Háskóla Íslands og lauk BA-námi í faginu. Þá las Blær á sínum tíma fötlunarfræði við HÍ. Síðustu ár var Blær svo í námi við lagadeild Háskólans á Bifröst. Blær var áberandi á opinberum vettvangi og lét sig réttindamál fatlaðs fólk ræða. Hann barðist til að mynda sjálfur fyrir því að fá túlk til að geta hafið nám við Háskólann í Reykjavík. Blær skrifaði greinar í blöð og tímarit auk þess sem hann sinnti kveðskap. Sendi Blær meðal annars frá sér ljóðabókina Ég hugsa eins og þið árið 1990. Eftirlifandi eiginmaður Blæs er Kevin Kristófer Oliversson. Sonur þeirra er Adam Ástráður, sem er níu ára gamall. Blær, þá Ásdís Jenna, og Kevin voru til viðtals í Ísland í dag árið 2011 um ferlið við að eignast barn. Fréttin hefur verið uppfærð og endurskrifuð í ljósi vilja Blæs Ástríks að fólk talaði um sig í karlkyni. Andlát Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Blær fæddist árið 10. janúar 1970, barn hjónanna Ástráðs B. Hreiðarssonar læknis (f. 1942) og Ástu B. Þorsteinsdóttur hjúkrunarfræðings (1945-1998). Blær var heyrnarskertur og með truflaða vöðvaspennu sem leiddi til þess að hann gat hvorki stjórnað höndum né fótum. Hann þurfti því alla tíð að nota hjólastól. Tækni nútímans gerði honum lífið léttara á marga lund, svo sem að flytja mál sitt á opinberum vettvangi. Blær lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1992 og var eftir það í um eitt ár við nám í lýðháskóla í Danmörku, og bjó þar í landi með foreldrum sínum fyrstu tíu árin. Blær nam seinna táknmálsfræði við Háskóla Íslands og lauk BA-námi í faginu. Þá las Blær á sínum tíma fötlunarfræði við HÍ. Síðustu ár var Blær svo í námi við lagadeild Háskólans á Bifröst. Blær var áberandi á opinberum vettvangi og lét sig réttindamál fatlaðs fólk ræða. Hann barðist til að mynda sjálfur fyrir því að fá túlk til að geta hafið nám við Háskólann í Reykjavík. Blær skrifaði greinar í blöð og tímarit auk þess sem hann sinnti kveðskap. Sendi Blær meðal annars frá sér ljóðabókina Ég hugsa eins og þið árið 1990. Eftirlifandi eiginmaður Blæs er Kevin Kristófer Oliversson. Sonur þeirra er Adam Ástráður, sem er níu ára gamall. Blær, þá Ásdís Jenna, og Kevin voru til viðtals í Ísland í dag árið 2011 um ferlið við að eignast barn. Fréttin hefur verið uppfærð og endurskrifuð í ljósi vilja Blæs Ástríks að fólk talaði um sig í karlkyni.
Andlát Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira