Breyttir æfingatímar um miðja nótt og finna ekki réttu rúmin Anton Ingi Leifsson skrifar 20. janúar 2021 23:01 Danir halda áfram að kvarta undan aðstæðunum í Egyptalandi. Þeir eru allt annað en sáttir. EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany Það hefur mikið mætt á liðunum á HM í Egyptalandi og fáir hafa kvartað meira en Danir. Morten Henriksen, framkvæmdastjóri danska sambandsins, segir að það sé eitt og annað sem betur hafi mátt fara. Emil Jakobsen greindist með kórónuveiruna í Egyptalandi og hefur verið í einangrun. Nú ku hann hins vegar aftur vera á leið á hótel þeirra Dana eftir að hafa verið á einangrunarhótelinu en allir eru ekki sammála um hver séu næstu skref. Í viðtali í gær bað Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins, blaðamenn ekki að spyrja framkvæmdastjórann út í stöðuna á Emil því hann myndi springa í loft upp. -Du skal ikke spørge Morten Henriksen – han sprænger i luften, siger landstræneren om coronaprøve-kaos - https://t.co/Wqk2RgwLAK pic.twitter.com/nvydZ2oMZd— HBOLD.dk (@HBOLDdk) January 20, 2021 „Núna erum við að bíða eftir svörum úr prófinu frá því í gær. Við vonum og gerum ráð fyrir því að það sé neikvætt. Ef það er þannig þá kemur hann aftur á hótelið. Svo erum við í vandræðum með hvort að hann eigi þá að fara aftur í einangrun og þurfi tvö neikvæð próf á 48 tímum eða hvort því sé lokið því hann var á einangrunarhótelinu,“ sagði Morten í samtali við BT. Aðspurður hvernig það gæti verið vafi á því svaraði Morten: „Við og IHF túlkum það þannig að hann er búinn að ljúka sinni einangrun en það er samtal í gangi við egypsk heilbrigðisyfirvöld og það er ekki svo einfalt. En það er verið að ræða þetta og við setjumst niður þegar Emil kemur til baka á hótelið og kíkjum á þetta.“ „Ég er eiginlega hættur að vera pirraður og nálgast það að gefast upp. Það jákvæða er þó að IHF er að berjast fyrir þessu en það eru nokkrir Egyptar sem eru ekki vanir að standa fyrir einhverju svona stóru eins og þessu. Þetta er byggt öðruvísi upp hér og núna skilur maður af hverju okkur er hrósað svona fyrir mótið í Danmörku.“ Hann nefnir nokkur dæmi sem hafa gert hann pirraðan síðustu daga. „Æfingatíma okkar var breytt um miðja nótt. Ég fékk skilaboð í nótt klukkan tvö að búið væri að færa æfinguna okkar í dag. Þetta getur hljómað einfalt en það er lögreglufylgd hérna þegar við ferðumst svo það er ekki svo einfalt. Og klárlega ekki klukkan tvö um nóttina.“ Corona-kaosset om Emil Jakobsen, en manglende seng og træningstider, der bliver ændret klokken 2 om natten... Sportschef Morten Henriksen er ikke begejstret for de egyptiske arrangører. https://t.co/xKWZa3BkYf #hndbld #Egypt2021— Søren Paaske (@spaaske) January 20, 2021 „Magnus Bramming býr á sjöundu hæðinni og ekki hjá okkur hinum á fimmtu hæð. Það er út af því þeir finna ekki rúm fyrir hann. Þetta er hótel með 1100 herbergi og það eru um 2200 rúm. En að finna eitt tvöfalt rúm geta þeir ekki,“ en Bramming var kallaður inn í hóp danska liðsins um helgina. „Ég væri frekar til í að starfið mitt sem framkvæmdastjóri myndi vera meira tengt handbolta en við höldum höfðinu uppi og berjumst áfram. Ég held að IHF sé komið til einhvers sem þeir bjuggust ekki við. En þú getur rætt það við þá,“ bætti Morten við. Danirnir eru í milliriðli tvö. Þeir fara með fjögur stig í milliriðilinn þar sem þeir mæta Katar, Japan og Króatíu. Þeir eiga titil að verja. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Danska pressan fékk að heyra það frá landsliðsþjálfaranum Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var heitt í hamsi á blaðamannafundi danska landsliðsins í dag er hann ræddi um málefni markvarðarins Emil Nielsen. 18. janúar 2021 19:00 Danir halda áfram að kvarta yfir aðstæðunum í Egyptalandi Danska landsliðið í handbolta hefur ekki farið í felur með það að þeir eru allt annað en sáttir við þær aðstæður sem liðið býr við á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi þar sem mismargir fara eftir sóttvarnarreglum. 18. janúar 2021 06:31 Danir segja loforð svikin á HM í Egyptalandi Danska handboltasambandið ásamt því þýska, norska, sænska og austurríska hefur sent kvörtun inn til IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, um aðstæðurnar í Egyptalandi og sóttvarnir gagnvart kórónuveirunni. 14. janúar 2021 07:00 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Sjá meira
Emil Jakobsen greindist með kórónuveiruna í Egyptalandi og hefur verið í einangrun. Nú ku hann hins vegar aftur vera á leið á hótel þeirra Dana eftir að hafa verið á einangrunarhótelinu en allir eru ekki sammála um hver séu næstu skref. Í viðtali í gær bað Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins, blaðamenn ekki að spyrja framkvæmdastjórann út í stöðuna á Emil því hann myndi springa í loft upp. -Du skal ikke spørge Morten Henriksen – han sprænger i luften, siger landstræneren om coronaprøve-kaos - https://t.co/Wqk2RgwLAK pic.twitter.com/nvydZ2oMZd— HBOLD.dk (@HBOLDdk) January 20, 2021 „Núna erum við að bíða eftir svörum úr prófinu frá því í gær. Við vonum og gerum ráð fyrir því að það sé neikvætt. Ef það er þannig þá kemur hann aftur á hótelið. Svo erum við í vandræðum með hvort að hann eigi þá að fara aftur í einangrun og þurfi tvö neikvæð próf á 48 tímum eða hvort því sé lokið því hann var á einangrunarhótelinu,“ sagði Morten í samtali við BT. Aðspurður hvernig það gæti verið vafi á því svaraði Morten: „Við og IHF túlkum það þannig að hann er búinn að ljúka sinni einangrun en það er samtal í gangi við egypsk heilbrigðisyfirvöld og það er ekki svo einfalt. En það er verið að ræða þetta og við setjumst niður þegar Emil kemur til baka á hótelið og kíkjum á þetta.“ „Ég er eiginlega hættur að vera pirraður og nálgast það að gefast upp. Það jákvæða er þó að IHF er að berjast fyrir þessu en það eru nokkrir Egyptar sem eru ekki vanir að standa fyrir einhverju svona stóru eins og þessu. Þetta er byggt öðruvísi upp hér og núna skilur maður af hverju okkur er hrósað svona fyrir mótið í Danmörku.“ Hann nefnir nokkur dæmi sem hafa gert hann pirraðan síðustu daga. „Æfingatíma okkar var breytt um miðja nótt. Ég fékk skilaboð í nótt klukkan tvö að búið væri að færa æfinguna okkar í dag. Þetta getur hljómað einfalt en það er lögreglufylgd hérna þegar við ferðumst svo það er ekki svo einfalt. Og klárlega ekki klukkan tvö um nóttina.“ Corona-kaosset om Emil Jakobsen, en manglende seng og træningstider, der bliver ændret klokken 2 om natten... Sportschef Morten Henriksen er ikke begejstret for de egyptiske arrangører. https://t.co/xKWZa3BkYf #hndbld #Egypt2021— Søren Paaske (@spaaske) January 20, 2021 „Magnus Bramming býr á sjöundu hæðinni og ekki hjá okkur hinum á fimmtu hæð. Það er út af því þeir finna ekki rúm fyrir hann. Þetta er hótel með 1100 herbergi og það eru um 2200 rúm. En að finna eitt tvöfalt rúm geta þeir ekki,“ en Bramming var kallaður inn í hóp danska liðsins um helgina. „Ég væri frekar til í að starfið mitt sem framkvæmdastjóri myndi vera meira tengt handbolta en við höldum höfðinu uppi og berjumst áfram. Ég held að IHF sé komið til einhvers sem þeir bjuggust ekki við. En þú getur rætt það við þá,“ bætti Morten við. Danirnir eru í milliriðli tvö. Þeir fara með fjögur stig í milliriðilinn þar sem þeir mæta Katar, Japan og Króatíu. Þeir eiga titil að verja.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Danska pressan fékk að heyra það frá landsliðsþjálfaranum Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var heitt í hamsi á blaðamannafundi danska landsliðsins í dag er hann ræddi um málefni markvarðarins Emil Nielsen. 18. janúar 2021 19:00 Danir halda áfram að kvarta yfir aðstæðunum í Egyptalandi Danska landsliðið í handbolta hefur ekki farið í felur með það að þeir eru allt annað en sáttir við þær aðstæður sem liðið býr við á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi þar sem mismargir fara eftir sóttvarnarreglum. 18. janúar 2021 06:31 Danir segja loforð svikin á HM í Egyptalandi Danska handboltasambandið ásamt því þýska, norska, sænska og austurríska hefur sent kvörtun inn til IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, um aðstæðurnar í Egyptalandi og sóttvarnir gagnvart kórónuveirunni. 14. janúar 2021 07:00 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Sjá meira
Danska pressan fékk að heyra það frá landsliðsþjálfaranum Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var heitt í hamsi á blaðamannafundi danska landsliðsins í dag er hann ræddi um málefni markvarðarins Emil Nielsen. 18. janúar 2021 19:00
Danir halda áfram að kvarta yfir aðstæðunum í Egyptalandi Danska landsliðið í handbolta hefur ekki farið í felur með það að þeir eru allt annað en sáttir við þær aðstæður sem liðið býr við á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi þar sem mismargir fara eftir sóttvarnarreglum. 18. janúar 2021 06:31
Danir segja loforð svikin á HM í Egyptalandi Danska handboltasambandið ásamt því þýska, norska, sænska og austurríska hefur sent kvörtun inn til IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, um aðstæðurnar í Egyptalandi og sóttvarnir gagnvart kórónuveirunni. 14. janúar 2021 07:00