Biden þegar byrjaður að snúa við ákvörðunum Trumps Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 22:47 Joe Biden skrifaði undir sínar fyrstu forsetatilskipanir í dag, strax á fyrsta degi í embætti. Getty/Chip Somodevilla Joe Biden skrifaði undir sínar fyrstu forsetatilskipanir í dag, fljótlega eftir að hann steig í fyrsta sinn inn á skrifstofu forseta í Hvíta húsinu eftir að hafa tekið við embætti forseta. Hann sagði tilskipanirnar vera „djarfar“ og að þær snúist um að uppfylla loforð hans gagnvart Bandarísku þjóðinni. Fyrsta tilskipunin sem hann undirritaði varðar grímuskyldu í byggingum alríkisstofnanna. Sú ákvörðun þykir táknræn fyrir vilja Biden til að taka kórónuveriufaraldurinn harðari tökum en forveri hans Donalds Trump gerði. BREAKING: Joe Biden signs executive action to rejoin Paris Climate Accord "as of today." https://t.co/qjeUynJUdz #InaugurationDay pic.twitter.com/7aBLn6R8Lq— ABC News (@ABC) January 20, 2021 Alls skrifar Biden undir fimmtán forsetatilskipanir og tvær umboðsaðgerðir nú á sínum fyrsta degi í embætti, sem meðal annars fela í sér að hnekkja nokkrum af þeim ákvörðunum sem Donald Trump tók í sinni embættistíð. „Við munum þurfa að setja lög um marga hluti,“ sagði Biden við þá fréttamenn sem viðstaddir voru. Að grípa svo hratt til svo margra og veigamikilla aðgerða strax á fyrsta degi í embætti þykir fordæmalaust í sögunni að því er CNN greinir frá. Meðal þeirra tilskipana sem Biden hefur skrifað undir má nefna ákvörðun um að hnekkja áformum Trump-stjórnarinnar um byggingu landamæraveggjar og um að horfið verði frá hertum landamærareglum sem beindust sérstaklega að múslimskum ríkjum sem settar voru í tíð Trump. Þá hyggst Biden líka snúa við nokkrum af ákvörðunum Trump um að draga Bandaríkin úr hinu og þessu alþjóðasamstarfi, meðal annars úr Parísarsamkomulaginu og úrsögn úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. After taking the oath of office this afternoon, I got right to work taking action to:- Control the pandemic- Provide economic relief- Tackle climate change- Advance racial equity— President Biden (@POTUS) January 20, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð. Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Fyrsta tilskipunin sem hann undirritaði varðar grímuskyldu í byggingum alríkisstofnanna. Sú ákvörðun þykir táknræn fyrir vilja Biden til að taka kórónuveriufaraldurinn harðari tökum en forveri hans Donalds Trump gerði. BREAKING: Joe Biden signs executive action to rejoin Paris Climate Accord "as of today." https://t.co/qjeUynJUdz #InaugurationDay pic.twitter.com/7aBLn6R8Lq— ABC News (@ABC) January 20, 2021 Alls skrifar Biden undir fimmtán forsetatilskipanir og tvær umboðsaðgerðir nú á sínum fyrsta degi í embætti, sem meðal annars fela í sér að hnekkja nokkrum af þeim ákvörðunum sem Donald Trump tók í sinni embættistíð. „Við munum þurfa að setja lög um marga hluti,“ sagði Biden við þá fréttamenn sem viðstaddir voru. Að grípa svo hratt til svo margra og veigamikilla aðgerða strax á fyrsta degi í embætti þykir fordæmalaust í sögunni að því er CNN greinir frá. Meðal þeirra tilskipana sem Biden hefur skrifað undir má nefna ákvörðun um að hnekkja áformum Trump-stjórnarinnar um byggingu landamæraveggjar og um að horfið verði frá hertum landamærareglum sem beindust sérstaklega að múslimskum ríkjum sem settar voru í tíð Trump. Þá hyggst Biden líka snúa við nokkrum af ákvörðunum Trump um að draga Bandaríkin úr hinu og þessu alþjóðasamstarfi, meðal annars úr Parísarsamkomulaginu og úrsögn úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. After taking the oath of office this afternoon, I got right to work taking action to:- Control the pandemic- Provide economic relief- Tackle climate change- Advance racial equity— President Biden (@POTUS) January 20, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð.
Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira