Að minnsta kosti 54 af 63 þingmönnum hyggjast þiggja bólusetningu gegn Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. janúar 2021 08:27 Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna hyggst þiggja bólusetningu gegn Covid-19, samkvæmt svörum við fyrirspurn Vísis. 54 segja annað hvort já eða hefðu sagt já ef þeir hefðu ekki þegar fengið sjúkdóminn. Athygli vekur að enginn þingmaður svaraði neitandi en einn gaf það svar að um persónulega ákvörðun væri að ræða og tveir að þeir myndu taka afstöðu þegar að þeim kæmi í röðinni. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, neitaði að svara spurningu blaðamanns. Í viðtali við Viljann í nóvember síðastliðnum sagðist hann ekki ætla að þiggja bóluefni en í Bítínu á Bylgjunni í síðustu viku sagðist hann ekki hafa gert upp hug sinn. Ekkert svar fékkst frá Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra né Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þrátt fyrir að fyrirspurnin væri ítrekuð í samtölum við aðstoðarmenn þeirra. Þá náðist ekki í Bergþór Ólason og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þingmenn Miðflokksins, né Ara Trausta Guðmundsson, þingmann Vinstri grænna, og Sigríði Á. Andersen, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Já!.. þegar að mér kemur „Auðvitað myndi ég þiggja slíkt ef það stæði mér til boða,“ svaraði Smári McCarthy, þingmaður Pírata. „Hins vegar er, að mér skilst, ekki gert ráð fyrir að ég þurfi bólusetningu þar sem ég hef þegar fengið Covid-19. Ég treysti heilbrigðisyfirvöldum til að meta það rétt.“ Í sama streng tók flokksbróðir hans Helgi Hrafn Gunnarsson. „KEMUR EKKI TIL GREINA! En engar áhyggjur, ég er með mótefni!“ svaraði þingmaðurinn og bætti við að ef hann væri ekki með mótefni myndi hann að sjálfsögðu þiggja bólusetningu. Langflestir þingmanna svöruðu með einföldu já-i eða „Að sjálfsögðu!“ en nokkrir ítrekuðu að þeir myndu þiggja bólusetninguna „þegar að þeim kæmi“. Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, tók ekki illa í fyrirspurnina en sagðist ekki vilja svara á þeim forsendum að um persónulega spurningu væri að ræða. Samflokksmaður hans Þorsteinn Sæmundsson sagðist myndu taka ákvörðun þegar að því kæmi. Jón Þór Ólafsson pírati tók í sama streng og sagðist ekki hafa gert upp hug sinn; það myndi velta á því hvaða bóluefni yrði í boði og hver staðan yrði á faraldrinum. „Eins og er líst mér best á Pfizer,“ sagði Jón Þór en bætti við að hann væri til dæmis lítt spenntur fyrir því að láta sprauta sig með bóluefninu rússneska. Þess ber að geta að meðal svarenda voru tveir varaþingmenn; Sara Elísa Þórðardóttir, sem vermir sæti Halldóru Mogensen, og Þórarinn Ingi Pétursson, sem hefur tekið sæti Þórunnar Egilsdóttur. Óvíst hvort fólk mun geta valið milli bóluefna Samkvæmt skoðanakönnunum Gallup hefur stuðningur Íslendinga við bólusetningar gegn Covid-19 aukist síðustu mánuði. Í haust sögðust til dæmis 90 prósent að þeir myndu líklega þiggja bólusetningu en 92 prósent í desember. Þá sögðu 65 prósent að þeir myndu örugglega þiggja bólusetningu, 29 prósent mjög líklega og 12 prósent sögðu að það væri frekar líklegt. Rétt yfir 5 prósent sögðu ólíklegt að þeir myndu láta bólusetja sig og 3 prósent að það væri hvorki líklegt né ólíklegt. Ólíklegt þykir að bólusetning þeirra sem tilheyra ekki einum af svokölluðum forgangshópum hefjist fyrir en í vor eða sumar. Ef nóg verður til af bóluefni ætti hins vegar að taka skamman tíma að bólusetja þjóðina. Það liggur hins vegar ekki fyrir hvort fólki mun bjóðast að velja milli bóluefna, jafnvel þótt virkni þeirra sé ólík og misgóð. Tvö bóluefni hafa verið notuð á Íslandi hingað til; bóluefnið frá Pfizer/BioNTech og bóluefnið frá Moderna. Bæði eru svokölluð mRNA bóluefni. Samningar hafa einnig verið undirritaðir við Astra Zeneca og Janssen og þá stendur til að ganga einnig til samninga við Sanofi. Hér má finna upplýsingar um bólusetningar og bóluefnin á Covid.is. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Athygli vekur að enginn þingmaður svaraði neitandi en einn gaf það svar að um persónulega ákvörðun væri að ræða og tveir að þeir myndu taka afstöðu þegar að þeim kæmi í röðinni. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, neitaði að svara spurningu blaðamanns. Í viðtali við Viljann í nóvember síðastliðnum sagðist hann ekki ætla að þiggja bóluefni en í Bítínu á Bylgjunni í síðustu viku sagðist hann ekki hafa gert upp hug sinn. Ekkert svar fékkst frá Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra né Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þrátt fyrir að fyrirspurnin væri ítrekuð í samtölum við aðstoðarmenn þeirra. Þá náðist ekki í Bergþór Ólason og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þingmenn Miðflokksins, né Ara Trausta Guðmundsson, þingmann Vinstri grænna, og Sigríði Á. Andersen, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Já!.. þegar að mér kemur „Auðvitað myndi ég þiggja slíkt ef það stæði mér til boða,“ svaraði Smári McCarthy, þingmaður Pírata. „Hins vegar er, að mér skilst, ekki gert ráð fyrir að ég þurfi bólusetningu þar sem ég hef þegar fengið Covid-19. Ég treysti heilbrigðisyfirvöldum til að meta það rétt.“ Í sama streng tók flokksbróðir hans Helgi Hrafn Gunnarsson. „KEMUR EKKI TIL GREINA! En engar áhyggjur, ég er með mótefni!“ svaraði þingmaðurinn og bætti við að ef hann væri ekki með mótefni myndi hann að sjálfsögðu þiggja bólusetningu. Langflestir þingmanna svöruðu með einföldu já-i eða „Að sjálfsögðu!“ en nokkrir ítrekuðu að þeir myndu þiggja bólusetninguna „þegar að þeim kæmi“. Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, tók ekki illa í fyrirspurnina en sagðist ekki vilja svara á þeim forsendum að um persónulega spurningu væri að ræða. Samflokksmaður hans Þorsteinn Sæmundsson sagðist myndu taka ákvörðun þegar að því kæmi. Jón Þór Ólafsson pírati tók í sama streng og sagðist ekki hafa gert upp hug sinn; það myndi velta á því hvaða bóluefni yrði í boði og hver staðan yrði á faraldrinum. „Eins og er líst mér best á Pfizer,“ sagði Jón Þór en bætti við að hann væri til dæmis lítt spenntur fyrir því að láta sprauta sig með bóluefninu rússneska. Þess ber að geta að meðal svarenda voru tveir varaþingmenn; Sara Elísa Þórðardóttir, sem vermir sæti Halldóru Mogensen, og Þórarinn Ingi Pétursson, sem hefur tekið sæti Þórunnar Egilsdóttur. Óvíst hvort fólk mun geta valið milli bóluefna Samkvæmt skoðanakönnunum Gallup hefur stuðningur Íslendinga við bólusetningar gegn Covid-19 aukist síðustu mánuði. Í haust sögðust til dæmis 90 prósent að þeir myndu líklega þiggja bólusetningu en 92 prósent í desember. Þá sögðu 65 prósent að þeir myndu örugglega þiggja bólusetningu, 29 prósent mjög líklega og 12 prósent sögðu að það væri frekar líklegt. Rétt yfir 5 prósent sögðu ólíklegt að þeir myndu láta bólusetja sig og 3 prósent að það væri hvorki líklegt né ólíklegt. Ólíklegt þykir að bólusetning þeirra sem tilheyra ekki einum af svokölluðum forgangshópum hefjist fyrir en í vor eða sumar. Ef nóg verður til af bóluefni ætti hins vegar að taka skamman tíma að bólusetja þjóðina. Það liggur hins vegar ekki fyrir hvort fólki mun bjóðast að velja milli bóluefna, jafnvel þótt virkni þeirra sé ólík og misgóð. Tvö bóluefni hafa verið notuð á Íslandi hingað til; bóluefnið frá Pfizer/BioNTech og bóluefnið frá Moderna. Bæði eru svokölluð mRNA bóluefni. Samningar hafa einnig verið undirritaðir við Astra Zeneca og Janssen og þá stendur til að ganga einnig til samninga við Sanofi. Hér má finna upplýsingar um bólusetningar og bóluefnin á Covid.is.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent