Skoða hver ábyrgð Veitna sé vegna tjónsins í HÍ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 21. janúar 2021 11:58 Ljóst er að gríðarlegt tjón varð í byggingum Háskóla Íslands vegna lagnarinnar sem rofnaði í nótt. Vísir/Egill Arndís Ósk Ólafsdóttir, forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum, segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort fyrirtækið sé skaðabótaskylt vegna vatnstjónsins sem varð í byggingum Háskóla Íslands í nótt eftir að stór kaldavatnslögn við skólann rofnaði með tilheyrandi vatnsleka. Veitur séu tryggðar hjá VÍS og með ábyrgðartryggingu á þeim tjónum sem þær bera ábyrgð á. Arndís segir það tryggingafélagsins að skoða hvort tryggingar Veitna grípi það tjón sem varð í HÍ en hafin sé vinna við rótarorsakagreiningu málsins. Sú vinna sé mikilvæg meðal annars vegna tryggingamála. Það var rétt fyrir klukkan eitt í nótt sem lögnin rofnaði. Það tók starfsfólk Veitna um 75 mínútur að loka fyrir lekann en á þeim tíma runnu 2.250 tonn af vatni út. Arndís segir að verið sé að skoða hvað gerðist. Allir vinklar verði kannaðir og ekkert útilokað í þeim efnum. „Við erum aðeins að skoða hvað kom til. Það sem við vitum er að þetta er gömul lögn sem við erum að endurnýja og að það eru framkvæmdir á staðnum en það verður gerð rótarorsakagreining á þessu og við erum að vinna í henni,“ segir Arndís. Starfsfólk Veitna sá það strax í stjórnstöð þegar það varð þrýstifall í nótt. „Korteri seinna þegar lögreglan hafði samband við okkur þá vorum við búin að staðsetja lekann og kalla út mannskap. Þetta er stór stofnlögn og það tekur tíma en ég er mjög ánægð með viðbrögð hjá okkar fólki. […] Þetta eru nokkrir stórir lokar sem þarf að loka fyrir og það er ekki eins og á krana, það tekur tíma,“ segir Arndís. Skóla - og menntamál Reykjavík Vatnsleki í Háskóla Íslands Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Veitur séu tryggðar hjá VÍS og með ábyrgðartryggingu á þeim tjónum sem þær bera ábyrgð á. Arndís segir það tryggingafélagsins að skoða hvort tryggingar Veitna grípi það tjón sem varð í HÍ en hafin sé vinna við rótarorsakagreiningu málsins. Sú vinna sé mikilvæg meðal annars vegna tryggingamála. Það var rétt fyrir klukkan eitt í nótt sem lögnin rofnaði. Það tók starfsfólk Veitna um 75 mínútur að loka fyrir lekann en á þeim tíma runnu 2.250 tonn af vatni út. Arndís segir að verið sé að skoða hvað gerðist. Allir vinklar verði kannaðir og ekkert útilokað í þeim efnum. „Við erum aðeins að skoða hvað kom til. Það sem við vitum er að þetta er gömul lögn sem við erum að endurnýja og að það eru framkvæmdir á staðnum en það verður gerð rótarorsakagreining á þessu og við erum að vinna í henni,“ segir Arndís. Starfsfólk Veitna sá það strax í stjórnstöð þegar það varð þrýstifall í nótt. „Korteri seinna þegar lögreglan hafði samband við okkur þá vorum við búin að staðsetja lekann og kalla út mannskap. Þetta er stór stofnlögn og það tekur tíma en ég er mjög ánægð með viðbrögð hjá okkar fólki. […] Þetta eru nokkrir stórir lokar sem þarf að loka fyrir og það er ekki eins og á krana, það tekur tíma,“ segir Arndís.
Skóla - og menntamál Reykjavík Vatnsleki í Háskóla Íslands Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira