Trump gæti fengið Facebook-aðganginn aftur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2021 20:47 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Eftirlitsnefnd um stjórnarhætti samfélagsmiðlarisans Facebook mun nú taka fyrir ákvörðun fyrirtækisins um að úthýsa Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, af miðlinum. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið. Donald Trump var úthýst af helstu samfélagsmiðlum heims í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Töldu forsvarsmenn miðlana að hann hefði nýtt sér þá til að hvetja fylgjendur sína til að beita ofbeldi. Nefndin sem mun nú taka fyrir ákvörðun Facebook um að banna Trump á miðlum sínum, Facebook og Instagram, var stofnuð á síðasta ári og er ætlað að taka fyrir umdeildar ákvarðanir fyrirtækisins er lúta að ritstjórn og miðlun efnis. Facebook segir nefndina vera sjálfstæða og óháða. Bannaður ótímabundið Í kjölfar árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna var Trump bannaður ótímabundið á Facebook og Instagram, en einnig á Twitter, þeim samfélagsmiðli hvar forsetinn hefur látið mest til sín taka. Síðastnefndi miðillinn virðist ekki vera á þeim buxunum að aflétta banninu, en hugsanlegt er að forsetinn fyrrverandi endurheimti aðgang sinn að Facebook. „Ákvörðun eftirlitsnefndarinnar verður bindandi fyrir Facebook og mun ráða því hvort ótímabundnu banni herra Trumps frá Facebook og Instagram verður aflétt,“ segir í tilkynningu frá Facebook. Trump verður gefinn kostur á að leggja fram yfirlýsingu til nefndarinnar þar sem hann getur fært rök fyrir því að bannið skuli fellt úr gildi. Fimm manns sitja í nefndinni. Þeirra á meðal eru Helle Thorning-Schmidt, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, og Alan Rusbridger, fyrrverandi ritstjóri Guardian. Bandaríkin Facebook Samfélagsmiðlar Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið. Donald Trump var úthýst af helstu samfélagsmiðlum heims í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Töldu forsvarsmenn miðlana að hann hefði nýtt sér þá til að hvetja fylgjendur sína til að beita ofbeldi. Nefndin sem mun nú taka fyrir ákvörðun Facebook um að banna Trump á miðlum sínum, Facebook og Instagram, var stofnuð á síðasta ári og er ætlað að taka fyrir umdeildar ákvarðanir fyrirtækisins er lúta að ritstjórn og miðlun efnis. Facebook segir nefndina vera sjálfstæða og óháða. Bannaður ótímabundið Í kjölfar árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna var Trump bannaður ótímabundið á Facebook og Instagram, en einnig á Twitter, þeim samfélagsmiðli hvar forsetinn hefur látið mest til sín taka. Síðastnefndi miðillinn virðist ekki vera á þeim buxunum að aflétta banninu, en hugsanlegt er að forsetinn fyrrverandi endurheimti aðgang sinn að Facebook. „Ákvörðun eftirlitsnefndarinnar verður bindandi fyrir Facebook og mun ráða því hvort ótímabundnu banni herra Trumps frá Facebook og Instagram verður aflétt,“ segir í tilkynningu frá Facebook. Trump verður gefinn kostur á að leggja fram yfirlýsingu til nefndarinnar þar sem hann getur fært rök fyrir því að bannið skuli fellt úr gildi. Fimm manns sitja í nefndinni. Þeirra á meðal eru Helle Thorning-Schmidt, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, og Alan Rusbridger, fyrrverandi ritstjóri Guardian.
Bandaríkin Facebook Samfélagsmiðlar Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira