„Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. janúar 2021 12:11 Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir íbúa Siglufjarðar orðna langþreytta á ófærð og lokunum. Vísir/Stöð 2 Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir Siglfirðinga orðna langþreytta á lokunum með tilheyrandi raski á atvinnustarfsemi. Það sé allt of algengt að íbúar verði innlyksa dögum saman vegna ófærðar. Eina lausnin séu jarðgöng. Það kemur í ljós skömmu eftir hádegi hvort rýma þurfi fleiri hús en veðurspáin næstu tvo daga er afar óhagstæð. Siglfirðingar eru orðnir vanir válegum veðrum og hafa margsinnis þurft að búa við snjóflóðahættu og ófærð allt um kring. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir hljóðið í bæjarbúum ágætt miðað við aðstæður. Lokanir taki þó mikið á. „Þetta hefur augljósleg áhrif þegar fyrirtæki geta ekki komið frá sér vörum þegar þeir ætla og þegar þau vantar að koma til sín vörum. Þetta hefur mikil áhrif en einhvern veginn lifa menn með þessu.“ Veðurútlitið er ekki gott næstu tvo daga. Á Norðausturlandi mun hvessa og bæta í úrkomu. Elías segir íbúa langeyga eftir lausnum. „Eðlilega er fólk orðið þreytt á þessu. Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta. Síðasta vetur var lokað alloft, ég held að það hafi verið lokað um fimmtíu sinnum þannig að þetta er mjög mikið. Lausnin, jafneinföld og hún er, þá er hún ekki einföld en hún er einfaldlega jarðgöng; annars vegar frá Siglufirði og yfir í Fljót og hins vegar frá Ólafsfirði og þá yfir á Dalvík sennilega.“ Elías segir að forgangsraða þurfi innviðauppbyggingu á landsbyggðinni. „Ég er þeirrar skoðunar að við ættum að búa við farsíma-og útvarpssamband á öllum aðalvegum, og samgöngur sem við getum treyst á. Ég veit líka að það kostar fullt af peningum og það er þá spurning um forgangsröðun til að leysa þessi mál. Ég er svolítið á þeirri skoðun að menn séu ekki að forgangsraða rétt. Ég hefði haldið að við ættum að vera komin lengra árið 2021.“ Ekki hafa borist fregnir af snjóflóðum síðan í gær þegar flóð sást falla út í Héðinsfjarðarvatn. Veðurstofan mun þó öðlast betri yfirsýn eftir athugun og mælingar dagsins. Rýming í bænum verður þá einnig endurmetin. Fjallabyggð Veður Almannavarnir Samgöngur Byggðamál Tengdar fréttir „Hélt við værum örugg undir snjóflóðavarnargarðinum“ Íbúi sem þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt á Siglufirði í gær vegna snjóflóðahættu segist undrandi því snjóflóðagarður sé við húsið. Greinilegt sé að verið sé að endurmeta snjóflóðavarnir á svæðinu. Talið er að altjón hafi orðið á skíðasvæði Siglfirðinga í snjóflóði í gær en lyftan virðist hafa sloppið. 21. janúar 2021 19:00 Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21. janúar 2021 17:46 Köldu norðlægu áttirnar ekkert að gefa eftir Köldu norðlægu áttirnar með ofankomu fyrir norðan og austan eru ekkert að fara að gefa eftir næstu daga. Einna helst er að sjá að hiti nái að skríða yfir frostmark syðst á landinu. 21. janúar 2021 07:41 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Það kemur í ljós skömmu eftir hádegi hvort rýma þurfi fleiri hús en veðurspáin næstu tvo daga er afar óhagstæð. Siglfirðingar eru orðnir vanir válegum veðrum og hafa margsinnis þurft að búa við snjóflóðahættu og ófærð allt um kring. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir hljóðið í bæjarbúum ágætt miðað við aðstæður. Lokanir taki þó mikið á. „Þetta hefur augljósleg áhrif þegar fyrirtæki geta ekki komið frá sér vörum þegar þeir ætla og þegar þau vantar að koma til sín vörum. Þetta hefur mikil áhrif en einhvern veginn lifa menn með þessu.“ Veðurútlitið er ekki gott næstu tvo daga. Á Norðausturlandi mun hvessa og bæta í úrkomu. Elías segir íbúa langeyga eftir lausnum. „Eðlilega er fólk orðið þreytt á þessu. Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta. Síðasta vetur var lokað alloft, ég held að það hafi verið lokað um fimmtíu sinnum þannig að þetta er mjög mikið. Lausnin, jafneinföld og hún er, þá er hún ekki einföld en hún er einfaldlega jarðgöng; annars vegar frá Siglufirði og yfir í Fljót og hins vegar frá Ólafsfirði og þá yfir á Dalvík sennilega.“ Elías segir að forgangsraða þurfi innviðauppbyggingu á landsbyggðinni. „Ég er þeirrar skoðunar að við ættum að búa við farsíma-og útvarpssamband á öllum aðalvegum, og samgöngur sem við getum treyst á. Ég veit líka að það kostar fullt af peningum og það er þá spurning um forgangsröðun til að leysa þessi mál. Ég er svolítið á þeirri skoðun að menn séu ekki að forgangsraða rétt. Ég hefði haldið að við ættum að vera komin lengra árið 2021.“ Ekki hafa borist fregnir af snjóflóðum síðan í gær þegar flóð sást falla út í Héðinsfjarðarvatn. Veðurstofan mun þó öðlast betri yfirsýn eftir athugun og mælingar dagsins. Rýming í bænum verður þá einnig endurmetin.
Fjallabyggð Veður Almannavarnir Samgöngur Byggðamál Tengdar fréttir „Hélt við værum örugg undir snjóflóðavarnargarðinum“ Íbúi sem þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt á Siglufirði í gær vegna snjóflóðahættu segist undrandi því snjóflóðagarður sé við húsið. Greinilegt sé að verið sé að endurmeta snjóflóðavarnir á svæðinu. Talið er að altjón hafi orðið á skíðasvæði Siglfirðinga í snjóflóði í gær en lyftan virðist hafa sloppið. 21. janúar 2021 19:00 Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21. janúar 2021 17:46 Köldu norðlægu áttirnar ekkert að gefa eftir Köldu norðlægu áttirnar með ofankomu fyrir norðan og austan eru ekkert að fara að gefa eftir næstu daga. Einna helst er að sjá að hiti nái að skríða yfir frostmark syðst á landinu. 21. janúar 2021 07:41 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
„Hélt við værum örugg undir snjóflóðavarnargarðinum“ Íbúi sem þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt á Siglufirði í gær vegna snjóflóðahættu segist undrandi því snjóflóðagarður sé við húsið. Greinilegt sé að verið sé að endurmeta snjóflóðavarnir á svæðinu. Talið er að altjón hafi orðið á skíðasvæði Siglfirðinga í snjóflóði í gær en lyftan virðist hafa sloppið. 21. janúar 2021 19:00
Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21. janúar 2021 17:46
Köldu norðlægu áttirnar ekkert að gefa eftir Köldu norðlægu áttirnar með ofankomu fyrir norðan og austan eru ekkert að fara að gefa eftir næstu daga. Einna helst er að sjá að hiti nái að skríða yfir frostmark syðst á landinu. 21. janúar 2021 07:41