Byggðamál

Fréttamynd

Bundið slit­lag á síðasta kafla Norðausturvegar

Vegagerðin auglýsir í dag eftir tilboðum í endurbyggingu Norðausturvegar um Brekknaheiði á Langanesi, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Gert er ráð fyrir að verkið taki rúm tvö ár og skal því að fullu lokið 1. ágúst 2027.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að bankinn „láti af mis­munun“ og telja rök hans ekki halda vatni

Sveitarstjórn Flóahrepps gagnrýnir vinnubrögð Landsbankans og þær reglur sem bankinn hefur viðhaft vegna lána til íbúðarhúsnæðis í dreifbýli. Sveitarstjórnin telur röksemdir bankans ekki standast skoðun og er það mat sveitarstjórnar að nálgun bankans hafi neikvæð áhrif og geri einkaaðilum og sveitarfélögum erfitt fyrir í þeirri uppbyggingu sem hafi staðið yfir og framundan sé á svæðinu.  

Innlent
Fréttamynd

Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu

Póstinum hefur verið falið það hlutverk fyrir hönd ríkisins að sinna alþjónustu á Íslandi til ársins 2030, fyrir póstsendingar bæði innanlands og til annarra landa. Undir alþjónustu fellur öll bréfaumsýsla upp að tveimur kílóum og pakkaumsýsla upp að 10 kílóum innanlands og 20 kílóum erlendis frá.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vest­firðingar þokast nær langþráðum vegabótum

Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda.

Innlent
Fréttamynd

Lands­bankinn sé „svo sannar­lega“ enn banki allra lands­manna

Umsóknir um íbúðarlán vegna húsnæðis í dreifbýli kalla á ýtarlegri skoðun en þegar kemur að ákvörðun um lánveitingu vegna húsnæðis í þéttbýli. Þetta segir framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum, sem segir bankann vissulega veita lán um land allt, þrátt fyrir að strangari skilyrði kunni að gilda í ákveðnum tilfellum. „Óheppilegt orðalag“ í svörum til viðskiptavina endurspegli ekki afstöðu bankans með réttum hætti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telur furðu­legt að „banki allra lands­manna“ veiti ekki íbúðalán í dreif­býli

Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að Landsbankinn hafi dregið í land með fyrirhugaða lánveitingu vegna „ágalla“ sem heimili ekki veitingu íbúðarláns. Ágallinn sem þar er vísað til er sá að húsnæðið er staðsett í dreifbýli. Fréttastofa kallaði í framhaldinu eftir svörum frá Landsbankanum, Íslandsbanka og Arion banka um lánareglur bankanna hvað lýtur að íbúðalánum í dreifbýli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lög­heimili á lands­byggðinni

Nokkuð merkileg umræða er í gangi þessa dagana um aðsetur og lögheimili alþingismanna. Kemur ekki á óvart að umræðan sé nokkuð beinskeytt og óvægin af hendi þess hóps sem fór halloka í nýafstöðnum kosningum til alþingis.

Skoðun
Fréttamynd

Ýmsar í­vilnanir til handa læknum á lands­byggðinni í skoðun

Til skoðunar er að veita læknum sem starfa á landsbyggðinni ívilnanir á borð við að fella niður hluta af námslánum þeirra og jafnvel ráðast í skattaívilnanir. Heilbrigðisráðherra segir læknaskort í Rangárvallasýslu óásættanlegan og að forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar sé að bæta úr. Íbúar upplifa öryggisleysi.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er bara for­kastan­legt“

Oddviti í Rangárþingi líkir stöðu heilbrigðismála á Suðurlandi við tifandi tímasprengju, sem bregðast þurfi við af hörku. Fundur með forsvarsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eftir helgi verði að skila haldbærum lausnum. Íbúar á Suðurlandi sem fréttastofa ræddi við segja stöðuna forkastanlega.

Innlent
Fréttamynd

Gefur lítið fyrir á­form ríkis­stjórnarinnar

„Ný ríkisstjórn þarf því í raun ekki að móta nýja auðlindastefnu um sjálfbæra nýtingu þegar kemur að sjávarútvegi. Íslenskur sjávarútvegur er sjálfbær og með aflamarkskerfinu hefur almennt tekist vel við endurreisn fiskistofna frá því að þeir voru við það að hrynja og sumir hrundu. Fækkun báta, skipa og útgerða hefur gerst á forsendum markaðarins og er nú svo komið að íslenskur sjávarútvegur leggur hlutfallslega mest til þjóðarbúsins meðal allra fiskveiðiþjóða“

Innlent
Fréttamynd

Óttast að Suður­landið verði að „eyðimörk“ í náinni fram­tíð

Læknar sem störfuðu um árabil hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segja hættuástand ríkja á svæðinu. Suðurlandið gæti endað sem „eyðimörk“ heilbrigðisþjónustu ef ekki verði gripið inn í. Barnabarn manns sem lést í Rangárþingi á aðfangadag segir afa sinn ekki enn hafa verið úrskurðaðan látinn vegna læknaskorts.

Innlent
Fréttamynd

Yrkjum lífs­gæði í Dölunum

Gleðilegt nýtt ár kæri lesandi, nú í upphafi árs 2025 langar mig til að vekja athygli á eftirfarandi verkefnum sem við í Dalabyggð höfum unnið með íbúum í Dölunum að undanfarin misseri í samstarfi við fleira gott fólk .

Skoðun
Fréttamynd

Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úr­skurðað um and­lát á morgun eða hinn

Síðustu daga hefur töluvert verið fjallað um stöðu Heilsugæslunnar í Rangárþingi. Sveitarstjórnarfólk í Rangárþingi ytra hefur látið í sér heyra vegna þess að sýslan er læknalaus og læknar hafa lýst því hvernig stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands(HSU) hafi með undirboðum komið í veg fyrir að læknar fáist til að starfa í Rangárþingi.

Skoðun
Fréttamynd

„Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að handfæraveiðar muni aldrei ógna fiskistofnum. Jafnvel þótt strandveiðar yrðu heimilaðar yfir lengra tímabil og veiðiheimildir ótakmarkaðar. Slíkar veiðar stjórnist af veðri, vindum og fiskgengd í sjónum og því þurfi að hans mati ekki að óttast fjölgun í greininni. Hann segist vongóður um að strandveiðar verði stundaðar í heila 48 daga á ári líkt og ný ríkisstjórn hefur boðaða, sama hvað fiskveiðimagninu líður.

Innlent
Fréttamynd

Fær­eyingar fagna tvennum göngum

Mannfjöldi fagnaði opnun tveggja nýrra jarðganga á Borðey í Færeyjum fyrir helgi, Árnafjarðarganga og Hvannasundsganga. Saman nefnast þau Göngin norður um Fjall og eru samtals 4,2 kílómetra löng.

Erlent
Fréttamynd

Fjöl­miðlar á lands­byggðinni fá rúma milljón hver

Ellefu einkareknir, sstaðbundnir fjölmiðlar utan höfuðborgarsvæðisins fá úthlutað styrkjum frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu og innviðaráðuneytinu. Alls voru til úthlutunar 12,5 milljónir sem skiptast jafnt á milli allra miðla sem sóttu um og fær hver þeirra 1.136.363 krónur í sinn hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Réttinda­barátta sjávar­byggðanna

Helsta forgangsmál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins berst fyrir að allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á einnig við um landsbyggðina og sjávarbyggðir.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn stendur með lands­byggðinni

Þegar áherslur og stefnur stjórnmálaflokkanna eru skoðaðar er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem helst ætlar að standa vörð um landsbyggðina en ekki skattleggja hana út af kortinu eins og vinstri flokkarnir stefna að.

Skoðun
Fréttamynd

Lyfti­stöng fyrir sam­fé­lagið

Það er ekki á hverjum degi sem tvö stór framkvæmdaverkefni eru kynnt á svæðinu okkar á sama deginum. Hvað þá í sama sveitarfélaginu, en sá dagur var 20.nóvember þegar tekin var skóflustunga og framkvæmdaverkefni kynnt fyrir yfir 30 milljarða á næstu fjórum árum í Árborg.

Skoðun
Fréttamynd

Lax­eldið verður ekki stöðvað

Kjördæmaþáttur RUV á miðvikudaginn var að mörgu leyti lýsandi fyrir stöðu laxeldisins. Undanfarin tvö ár hefur verið samfelldur áróður gegn sjókvíaeldinu og þá sérstaklega gegn eldinu á Vestfjörðum. Þar hafa einstakir hópar og samtök á vegum fjársterkra aðila varið miklu fé til að kosta áróðurinn.

Skoðun
Fréttamynd

Laumu risinn í lands­fram­leiðslunni

Menning og skapandi greinar eru risi í landsframleiðslunni. Þetta sýndi nýleg skýrsla Ágústs Ólafs Ágústssonar sem var unnin fyrir Menningar- og viðskiptaráðuneytið. Hagrænar tölur staðfesta að menning og skapandi greinar eru ekki langt frá sjávarútvegi (að fiskeldi meðtöldu) þegar kemur að hlutfalli af landsframleiðslu.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­staða í Fær­eyjum um að bjóða út Suðureyjargöng

Fulltrúar allra flokka á Lögþingi Færeyja undirrituðu í dag sameiginlegan sáttmála um Suðureyjargöng með tilheyrandi vegtengingum. Samtímis var kynnt lagafrumvarp, sem allir flokkarnir sex standa á bak við, um stofnun sérstaks félags, P/F Suðuroyartunnilin, um gerð og rekstur ganganna. Þar er gert ráð fyrir ríflegum stofnframlögum úr landssjóði Færeyja upp á samtals fjóra milljarða íslenskra króna næstu tvö ár.

Erlent
Fréttamynd

Er ferða­þjónusta út­lendinga­vanda­mál?

Píratar hafa nú greint meintan útlendingavanda og telja það vera ferðamanninn sem sækir okkur heim. Erlendur ferðamaður sem ekur um landið, gistir á hótelum, borðar góðan mat og sækir afþreyingu sem í boði er á hverjum stað.

Skoðun
Fréttamynd

Læknar á lands­byggðinni

Örugg og öflug heilbrigðisþjónusta er grundvallaforsenda fyrir sjálfbærni hinna dreifðu byggða um land allt. Það er jafnframt réttur allra íbúa landsins að hafa heilsugæslu í nærumhverfi sínu enda er það sjálfsagður liður í byggðaþróun.

Skoðun
Fréttamynd

Um­ræða um „ofur­þéttingu“ sé leidd af Diljá og Guð­laugi Þór

Mikil óánægja er meðal íbúa Grafarvogs vegna áforma um uppbyggingu og meints samskiptaleysis borgarstjóra. Formaður íbúasamtaka Grafarvogs segir suma íbúa vilja láta kanna klofning frá Reykjavíkurborg. Borgarstjóri segir aldrei hafa verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og umræðan í Grafarvogi sé leidd af kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins.

Innlent