Guðmundur öskuillur í leikslok: „Niðrandi ummæli sem hafa farið illa í hópinn og mig“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. janúar 2021 20:02 Guðmundur hefur verið langt því frá ánægður með gagnrýni spekinga RÚV. epa/petr david josek Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari vandaði spekingum RÚV ekki kveðjurnar í viðtali eftir tapið nauma gegn Frökkum í milliriðli á HM í handbolta í dag. Guðmundur sagði gagnrýnina ekki faglega. Það var ljóst að Guðmundi var mikið niðri fyrir eftir leikinn en hann sendi sömu spekingum einmitt tóninn í gær, daginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Frökkum í dag. Hann var þó ánægður með strákana í leik dagsins er hann ræddi við RÚV í leikslok. „Ég er ofboðslega stoltur af liðinu. Ég hef ekki oft gengið í gegnum svona mót á þennan hátt. Varnarleikurinn hefur verið stórkostlegur. Við höfum tapað þremur leikjum, með tveimur mörkum gegn mjög góðum liðum, en ég er mjög stoltur af liðinu,“ sagði Guðmundur. „Mér fannst við fara mjög vel í gegnum þennan leik. Bæði varnar- og sóknarlega. Varnarleikurinn var frábær. Það komu kaflar í fyrri hálfleik en löguðum það. Sóknarleikurinn var mjög góður. Ég var ánægður með hraðaupphlaupin. Það var dags skipunin svo ég var ánægður með það.“ Guðmundur beindi sér síðan að stöðunni á liðinu og þeim væntingum sem hefur verið á íslenska liðið til þessa. „Það er svo furðulegt að upplifa það að fara inn í stórmót og það vantar fyrir fram þrjá lykilleikmenn og raunverulega síðan fjóra í framhaldinu. Þetta er svipað og við værum með norska landsliðið án Sander Sagosen, án Christian O'Sullivan og án Harald Reinkind. Svo bætist enn einn miðjumaður við, þá er ég að tala um Hauk Þrastarson. Þannig förum við inn í mótið en okkur er alltaf ýtt inn í eitthvað hlutverk sem við erum ekki með akkúrat mannskapinn til, til að klára.“ Hann skaut föstum skotum að Arnari Péturssyni og Loga Geirssyni sem hafa verið sérfræðingar RÚV á mótinu. „Það er algjörlega óþolandi að heyra hvernig sérfræðingar RÚV eru að tjá sig um þetta á niðrandi hátt. Talandi um þetta eftir leikinn á móti Sviss að liðið sé ráðalaust. Þetta eru svo niðrandi ummæli og þetta hefur farið mjög illa í hópinn og mig hvernig þetta hefur verið. Mér finnst þetta ekki eiga rétt á sér. Við skulum aðeins skoða þetta. Staðreyndirnar eru þessar: Það vantar fjóra mjög mikilvæga pósta í liðið fyrirfram, vegna þess að Alexander er nánast kýldur út í leiknum á móti Portúgal.“ Hann sagði marga leikmenn unga og efnilega og það mætti gagnrýna liðið, en sú gagnrýni þyrfti að vera faglega. Honum hafi ekki fundist hún vera það til þessa. „Það eru þrír leikmenn í liðinu núna að spila sína fyrstu stórkeppni. Það eru þrír leikmenn í þessu liði sem voru í æfingabanni og gátu ekki spilað handbolta í þrjá mánuði. Við þessar aðstæður er ekki þetta einfalt verkefni að koma hingað og ætla sér eitthvað enn meira. Þetta eru bara staðreyndir á borðinu. Mér finnst að það þurfi að vera vitrænni umræða um þetta en ekki verið að tala í einhverjum fyrirsögnum endalaust. Það er algjörlega óásættanlegt. Það er allt í lagi að gagnrýna en hún þarf að vera fagleg og hún þarf að vera sanngjörn. Númer eitt, tvö og þrjú. Þá erum við alveg til í að ræða hlutina. Það hefur mér alls ekki fundist vera.“ Landsliðsþjálfarinn sagði að varnarleikurinn hafi verið mikið á milli tannanna á fólki en þessi sami varnarleikur hafi verið í þróun í þrjú ár og að Guðmundur hlusti ekki á svona blaður. „Og talandi um ýmsa hérna í mínu liði og veltandi sér upp úr því, það er bara það sem ég sætti mig ekki við. Ég bara verð að segja það að ég ótrúlega stoltur af þessu liði. Ég er ótrúlega stoltur af þessari frammistöðu og hvernig við erum að gera þetta. Það er búið að gagnrýna mig meðal annars af öðrum sérfræðingnum og Loga Geirssyni í þrjú ár fyrir þessa vörn. Ég er búinn að fá að heyra það að þessi vörn sé svona og hinsegin og við þurfum að gera eitthvað annað. Auðvitað hlusta ég ekki á svona blaður. Þessi vörn er búin að vera í þrjú ár í mótun og þannig er vinnan á bakvið þetta og það verða menn fara að skilja. Menn verða að koma og gagnrýna liðið af einhverri sanngirni og viti. Það hefur ekki verið staðan það sem af er þessu móti.“ Fréttin hefur verið uppfærð. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir á móti Frakklandi: Viggó bestur eftir stórbrotinn seinni hálfleik Íslensku strákarnir voru klárir í slaginn á móti sterku liði Frakka sem hefur enn ekki tapað á heimsmeistaramótinu til þessa. Endaspretturinn var ekki alveg nógu góður en margir í íslenska liðinu voru að spila vel í kvöld. 22. janúar 2021 19:43 „Þetta er grátlegt“ Ýmir Örn Gíslason og félagar í íslensku vörninni stóðu sig vel gegn Frökkum í kvöld og Ýmir segir einfaldlega grátlegt að frammistaða íslenska liðsins hafi ekki skilað sigri. 22. janúar 2021 19:16 „Of mikil virðing fyrir þessu franska liði“ „Dómgæslan í dag var skrýtin. Það var of mikil virðing fyrir þessu franska liði,“ sagði svekktur Sigvaldi Björn Guðjónsson eftir tapið gegn Frökkum á HM í handbolta í Egyptalandi. 22. janúar 2021 19:05 „Fannst vera lag að vinna þá og lækka aðeins hrokann í þeim“ Bjarki Már Elísson, markahæsti leikmaður Íslands í kvöld, var ansi svekktur með tapið gegn Frökkum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 19:03 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Magnaðir hálfleikir hjá tveimur mönnum Íslenska landsliðið bauð upp á miklu fleiri langskot og hraðaupphlaup á móti sterkum Frökkum en náði ekki að halda út á síðustu átján mínútum leiksins og varð að sætta sig við tap. 22. janúar 2021 19:03 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: Gísli Hulkgeir og ömurleg dómgæsla Twitter var á fleygiferð, eins og vanalega, yfir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. Landinn tísti mikið yfir leiknum eins og vaninn er yfir landsleikjum Íslands. 22. janúar 2021 18:33 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 26-28 | Naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Ísland varð að lokum að sætta sig við naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Frakka, 28-26. Þar með er vonin úti um að Ísland fari í 8-liða úrslit HM í handbolta í Egyptalandi. 22. janúar 2021 19:45 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Sjá meira
Það var ljóst að Guðmundi var mikið niðri fyrir eftir leikinn en hann sendi sömu spekingum einmitt tóninn í gær, daginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Frökkum í dag. Hann var þó ánægður með strákana í leik dagsins er hann ræddi við RÚV í leikslok. „Ég er ofboðslega stoltur af liðinu. Ég hef ekki oft gengið í gegnum svona mót á þennan hátt. Varnarleikurinn hefur verið stórkostlegur. Við höfum tapað þremur leikjum, með tveimur mörkum gegn mjög góðum liðum, en ég er mjög stoltur af liðinu,“ sagði Guðmundur. „Mér fannst við fara mjög vel í gegnum þennan leik. Bæði varnar- og sóknarlega. Varnarleikurinn var frábær. Það komu kaflar í fyrri hálfleik en löguðum það. Sóknarleikurinn var mjög góður. Ég var ánægður með hraðaupphlaupin. Það var dags skipunin svo ég var ánægður með það.“ Guðmundur beindi sér síðan að stöðunni á liðinu og þeim væntingum sem hefur verið á íslenska liðið til þessa. „Það er svo furðulegt að upplifa það að fara inn í stórmót og það vantar fyrir fram þrjá lykilleikmenn og raunverulega síðan fjóra í framhaldinu. Þetta er svipað og við værum með norska landsliðið án Sander Sagosen, án Christian O'Sullivan og án Harald Reinkind. Svo bætist enn einn miðjumaður við, þá er ég að tala um Hauk Þrastarson. Þannig förum við inn í mótið en okkur er alltaf ýtt inn í eitthvað hlutverk sem við erum ekki með akkúrat mannskapinn til, til að klára.“ Hann skaut föstum skotum að Arnari Péturssyni og Loga Geirssyni sem hafa verið sérfræðingar RÚV á mótinu. „Það er algjörlega óþolandi að heyra hvernig sérfræðingar RÚV eru að tjá sig um þetta á niðrandi hátt. Talandi um þetta eftir leikinn á móti Sviss að liðið sé ráðalaust. Þetta eru svo niðrandi ummæli og þetta hefur farið mjög illa í hópinn og mig hvernig þetta hefur verið. Mér finnst þetta ekki eiga rétt á sér. Við skulum aðeins skoða þetta. Staðreyndirnar eru þessar: Það vantar fjóra mjög mikilvæga pósta í liðið fyrirfram, vegna þess að Alexander er nánast kýldur út í leiknum á móti Portúgal.“ Hann sagði marga leikmenn unga og efnilega og það mætti gagnrýna liðið, en sú gagnrýni þyrfti að vera faglega. Honum hafi ekki fundist hún vera það til þessa. „Það eru þrír leikmenn í liðinu núna að spila sína fyrstu stórkeppni. Það eru þrír leikmenn í þessu liði sem voru í æfingabanni og gátu ekki spilað handbolta í þrjá mánuði. Við þessar aðstæður er ekki þetta einfalt verkefni að koma hingað og ætla sér eitthvað enn meira. Þetta eru bara staðreyndir á borðinu. Mér finnst að það þurfi að vera vitrænni umræða um þetta en ekki verið að tala í einhverjum fyrirsögnum endalaust. Það er algjörlega óásættanlegt. Það er allt í lagi að gagnrýna en hún þarf að vera fagleg og hún þarf að vera sanngjörn. Númer eitt, tvö og þrjú. Þá erum við alveg til í að ræða hlutina. Það hefur mér alls ekki fundist vera.“ Landsliðsþjálfarinn sagði að varnarleikurinn hafi verið mikið á milli tannanna á fólki en þessi sami varnarleikur hafi verið í þróun í þrjú ár og að Guðmundur hlusti ekki á svona blaður. „Og talandi um ýmsa hérna í mínu liði og veltandi sér upp úr því, það er bara það sem ég sætti mig ekki við. Ég bara verð að segja það að ég ótrúlega stoltur af þessu liði. Ég er ótrúlega stoltur af þessari frammistöðu og hvernig við erum að gera þetta. Það er búið að gagnrýna mig meðal annars af öðrum sérfræðingnum og Loga Geirssyni í þrjú ár fyrir þessa vörn. Ég er búinn að fá að heyra það að þessi vörn sé svona og hinsegin og við þurfum að gera eitthvað annað. Auðvitað hlusta ég ekki á svona blaður. Þessi vörn er búin að vera í þrjú ár í mótun og þannig er vinnan á bakvið þetta og það verða menn fara að skilja. Menn verða að koma og gagnrýna liðið af einhverri sanngirni og viti. Það hefur ekki verið staðan það sem af er þessu móti.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir á móti Frakklandi: Viggó bestur eftir stórbrotinn seinni hálfleik Íslensku strákarnir voru klárir í slaginn á móti sterku liði Frakka sem hefur enn ekki tapað á heimsmeistaramótinu til þessa. Endaspretturinn var ekki alveg nógu góður en margir í íslenska liðinu voru að spila vel í kvöld. 22. janúar 2021 19:43 „Þetta er grátlegt“ Ýmir Örn Gíslason og félagar í íslensku vörninni stóðu sig vel gegn Frökkum í kvöld og Ýmir segir einfaldlega grátlegt að frammistaða íslenska liðsins hafi ekki skilað sigri. 22. janúar 2021 19:16 „Of mikil virðing fyrir þessu franska liði“ „Dómgæslan í dag var skrýtin. Það var of mikil virðing fyrir þessu franska liði,“ sagði svekktur Sigvaldi Björn Guðjónsson eftir tapið gegn Frökkum á HM í handbolta í Egyptalandi. 22. janúar 2021 19:05 „Fannst vera lag að vinna þá og lækka aðeins hrokann í þeim“ Bjarki Már Elísson, markahæsti leikmaður Íslands í kvöld, var ansi svekktur með tapið gegn Frökkum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 19:03 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Magnaðir hálfleikir hjá tveimur mönnum Íslenska landsliðið bauð upp á miklu fleiri langskot og hraðaupphlaup á móti sterkum Frökkum en náði ekki að halda út á síðustu átján mínútum leiksins og varð að sætta sig við tap. 22. janúar 2021 19:03 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: Gísli Hulkgeir og ömurleg dómgæsla Twitter var á fleygiferð, eins og vanalega, yfir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. Landinn tísti mikið yfir leiknum eins og vaninn er yfir landsleikjum Íslands. 22. janúar 2021 18:33 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 26-28 | Naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Ísland varð að lokum að sætta sig við naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Frakka, 28-26. Þar með er vonin úti um að Ísland fari í 8-liða úrslit HM í handbolta í Egyptalandi. 22. janúar 2021 19:45 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Sjá meira
Einkunnir á móti Frakklandi: Viggó bestur eftir stórbrotinn seinni hálfleik Íslensku strákarnir voru klárir í slaginn á móti sterku liði Frakka sem hefur enn ekki tapað á heimsmeistaramótinu til þessa. Endaspretturinn var ekki alveg nógu góður en margir í íslenska liðinu voru að spila vel í kvöld. 22. janúar 2021 19:43
„Þetta er grátlegt“ Ýmir Örn Gíslason og félagar í íslensku vörninni stóðu sig vel gegn Frökkum í kvöld og Ýmir segir einfaldlega grátlegt að frammistaða íslenska liðsins hafi ekki skilað sigri. 22. janúar 2021 19:16
„Of mikil virðing fyrir þessu franska liði“ „Dómgæslan í dag var skrýtin. Það var of mikil virðing fyrir þessu franska liði,“ sagði svekktur Sigvaldi Björn Guðjónsson eftir tapið gegn Frökkum á HM í handbolta í Egyptalandi. 22. janúar 2021 19:05
„Fannst vera lag að vinna þá og lækka aðeins hrokann í þeim“ Bjarki Már Elísson, markahæsti leikmaður Íslands í kvöld, var ansi svekktur með tapið gegn Frökkum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 19:03
Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Magnaðir hálfleikir hjá tveimur mönnum Íslenska landsliðið bauð upp á miklu fleiri langskot og hraðaupphlaup á móti sterkum Frökkum en náði ekki að halda út á síðustu átján mínútum leiksins og varð að sætta sig við tap. 22. janúar 2021 19:03
Twitter eftir tapið gegn Frökkum: Gísli Hulkgeir og ömurleg dómgæsla Twitter var á fleygiferð, eins og vanalega, yfir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. Landinn tísti mikið yfir leiknum eins og vaninn er yfir landsleikjum Íslands. 22. janúar 2021 18:33
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 26-28 | Naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Ísland varð að lokum að sætta sig við naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Frakka, 28-26. Þar með er vonin úti um að Ísland fari í 8-liða úrslit HM í handbolta í Egyptalandi. 22. janúar 2021 19:45