Ungverjaland vann fjögurra marka sigur á Póllandi í dag, lokatölur 30-26 Ungverjum í vil. Þeir höfðu völdin allan leikinn og leiddu með sex mörkum í hálfleik, staðan þá 16-10. Ungverjar komust allt að átta mörkum yfir í síðari hálfleik og þó Pólverjar hafi minnkað muninn niður í fjögur mörk undir lokin var sigurinn aldrei í hættu.
Ungverjaland er þar með komið áfram í 8-liða úrslitin líkt og Spánn. Spánn hafði unnið 15 marka sigur gegn Úrúgvæ fyrr í dag, lokatölur þar 38-23. Pólland hefði jafnað Ungverja að stigum með sigri í dag en það gekk ekki eftir og því eru úrslitin ráðin í milliriðli eitt.
Hungary take the win against Poland and book a place in the #Egypt2021 quarter-finals Hungary's victory means Spain are also through to the next stage pic.twitter.com/gpIzItFfBF
— International Handball Federation (@ihf_info) January 23, 2021
Í milliriðli tvö vann Argentína nokkuð óvæntan fjögurra marka sigur á Króatíu, lokatölur 23-19. Með sigrinum komst Argentína upp í annað sæti riðilsins með sex stig en Króatía er með fimm stig. Ivan Čupić var markahæstur allra á vellinum með sjö mörk en Argentínumenn dreifðu sínum mörkum nokkuð vel sín á milli.
Argentina shock Croatia with a four-goal victory that keeps their quarter-final chances alive and throws Group II wide open #Egypt2021 pic.twitter.com/9JiZTRh40G
— International Handball Federation (@ihf_info) January 23, 2021
Það verður því mikil spenna er lokaumferð riðilsins fer fram á mánudaginn. Danmörk mætir Króatíu og Argentína mætir Katar. Danmörk getur tryggt sér sæti í 8-liða úrslit með sigri á Japan síðar í kvöld.