Heltust úr bóluefnalestinni en rétta nú fram hjálparhönd Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2021 23:24 Sanofi hyggst framleiða hundrað milljón skammta fyrir Pfizer. Getty Franska lyfjafyrirtækið Sanofi hyggst aðstoða lyfjafyrirtækið Pfizer við framleiðslu á hundrað milljón skömmtum af bóluefni þess síðarnefnda gegn kórónuveirunni. Fyrstu Pfizer-skammtarnir frá Sanofi eru þó ekki væntanlegir fyrr en í júlí. Þau lyfjafyrirtæki sem fengið hafa markaðsleyfi fyrir bóluefnum sínum hafa átt erfitt með að anna eftirspurn. Þannig hafa orðið tafir á dreifingu bóluefnis Pfizer, sem vinnur nú að því að auka framleiðslugetu sína. Færri skammtar munu berast til Evrópulanda, þar á meðal Íslands, næstu vikurnar vegna þessa. Sanofi hefur sjálft unnið að þróun bóluefnis gegn veirunni ásamt breska lyfjafyrirtækinu GSK. Bóluefnið reyndist ekki veita nógu góða vörn hjá eldra fólki og mun því ekki koma á markað fyrr en í lok þessa árs. Paul Hudson forstjóri Sanofi tjáði franska dagblaðinu Le Figaro í dag að fyrirtækið muni aðstoða Pfizer við framleiðslu á hundrað milljónum skammta af bóluefni þess síðarnefnda. Skammtarnir verði allir framleiddir á þessu ári í verksmiðju Sanofi í Frankfurt. Ekki er þó gert ráð fyrir að framleiðsla á skömmtunum, þ.e. áfylling glasa og innpökkun, hefjist fyrr en í júlí. „Þar sem aðalbóluefni okkar seinkaði um nokkra mánuði spurðum við okkur að því hvernig við gætum rétt fram hjálparhönd núna,“ sagði Hudson í Le Figaro. Sanofi hyggst þó enn koma sínu eigin bóluefni, sem er próteinbóluefni líkt og bóluefni AstraZeneca og Janssen, á markað. Þá mun það einnig halda áfram þróun á mRNA-bóluefni gegn veirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Translate Bio. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu er gert ráð fyrir að rannsókn á bóluefni Sanofi fari í svokallaðan „fasa 2b“ í febrúar. Þá sé áætlað að samningagerð Íslands við Sanofi hefjist í byrjun janúar 2021. Upplýsingar um fjölda skammta liggi ekki fyrir, auk þess sem óvissa ríki enn um skráningu og afhendingartíma. Gera megi ráð fyrir að það verði í fyrsta lagi á fjórða ársfjórðungi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Frakkland Tengdar fréttir Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37 „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. 26. janúar 2021 18:18 Uppfært: Bóluefni fyrir 35 þúsund manns væntanlegt fyrir lok mars Ísland á von á bóluefni fyrir 33.500 manns í febrúar mánuði. Enn sé stefnt að því að þorri þjóðar verði bólusettur fyrir mitt ár, þó engu sé slegið á föstu. 26. janúar 2021 12:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Þau lyfjafyrirtæki sem fengið hafa markaðsleyfi fyrir bóluefnum sínum hafa átt erfitt með að anna eftirspurn. Þannig hafa orðið tafir á dreifingu bóluefnis Pfizer, sem vinnur nú að því að auka framleiðslugetu sína. Færri skammtar munu berast til Evrópulanda, þar á meðal Íslands, næstu vikurnar vegna þessa. Sanofi hefur sjálft unnið að þróun bóluefnis gegn veirunni ásamt breska lyfjafyrirtækinu GSK. Bóluefnið reyndist ekki veita nógu góða vörn hjá eldra fólki og mun því ekki koma á markað fyrr en í lok þessa árs. Paul Hudson forstjóri Sanofi tjáði franska dagblaðinu Le Figaro í dag að fyrirtækið muni aðstoða Pfizer við framleiðslu á hundrað milljónum skammta af bóluefni þess síðarnefnda. Skammtarnir verði allir framleiddir á þessu ári í verksmiðju Sanofi í Frankfurt. Ekki er þó gert ráð fyrir að framleiðsla á skömmtunum, þ.e. áfylling glasa og innpökkun, hefjist fyrr en í júlí. „Þar sem aðalbóluefni okkar seinkaði um nokkra mánuði spurðum við okkur að því hvernig við gætum rétt fram hjálparhönd núna,“ sagði Hudson í Le Figaro. Sanofi hyggst þó enn koma sínu eigin bóluefni, sem er próteinbóluefni líkt og bóluefni AstraZeneca og Janssen, á markað. Þá mun það einnig halda áfram þróun á mRNA-bóluefni gegn veirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Translate Bio. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu er gert ráð fyrir að rannsókn á bóluefni Sanofi fari í svokallaðan „fasa 2b“ í febrúar. Þá sé áætlað að samningagerð Íslands við Sanofi hefjist í byrjun janúar 2021. Upplýsingar um fjölda skammta liggi ekki fyrir, auk þess sem óvissa ríki enn um skráningu og afhendingartíma. Gera megi ráð fyrir að það verði í fyrsta lagi á fjórða ársfjórðungi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Frakkland Tengdar fréttir Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37 „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. 26. janúar 2021 18:18 Uppfært: Bóluefni fyrir 35 þúsund manns væntanlegt fyrir lok mars Ísland á von á bóluefni fyrir 33.500 manns í febrúar mánuði. Enn sé stefnt að því að þorri þjóðar verði bólusettur fyrir mitt ár, þó engu sé slegið á föstu. 26. janúar 2021 12:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37
„Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. 26. janúar 2021 18:18
Uppfært: Bóluefni fyrir 35 þúsund manns væntanlegt fyrir lok mars Ísland á von á bóluefni fyrir 33.500 manns í febrúar mánuði. Enn sé stefnt að því að þorri þjóðar verði bólusettur fyrir mitt ár, þó engu sé slegið á föstu. 26. janúar 2021 12:10