Listahátíð, nektarmyndir og góðgerðarplata til styrktar Seyðisfirði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. janúar 2021 13:00 Lama sea-Dear kom með hugmyndina að söfnunarverkefninu Saman fyrir Seyðisfjörð. Tugir hæfileikaríkra listamanna taka nú þátt í rafrænni tónlistarhátíð til styrktar samfélaginu á Seyðisfirði, í kjölfar aurskriðanna sem riðu þar yfir í desember. Á hverjum degi eru nú streymistónleikar á síðu verkefnisins og verða upptökurnar aðgengilegar til 31. janúar. Í tengslum við verkefnið kemur einnig út góðgerðarplata og hljómsveitin Cyber selur erótískar ljósmyndir. „Framtakið Saman fyrir Seyðisfjörð ásamt Rauða krossinum og mörgum helstu listamönnum þjóðarinnar tóku höndum saman til að vekja athygli á harmleiknum sem þar ríkir eftir aurskriðurnar. Í lok ársins 2020 voru 14 heimili gjörónýt, menningararfi skolað burt með aurskriðunum og samfélagið í uppnámi,“ segir um verkefnið. Markmiðið er að styðja endurreisn samfélagsins á Seyðisfirði með því að bjóða upp á fjölbreytta listadagskrá á vefnum. Allir listamennirnir sem koma fram gefa vinnu sína. Þóra Flygering segir að mikil samstaða sé með bæjarfélaginu og tugir listamanna gáfu vinnu sína fyrir þetta söfnunarátak. Listabærinn Seyðisfjörður Á meðal þeirra sem koma fram á þessari listahátíð eru Ásgeir, Bríet, GDNR, Sillus X Hermigervill, Bjartar Sveiflur, Sykur, Hjaltalín, Halldór Eldjárn, Hatari, Vök, JFDR, Cyber, Benni Hemm Hemm X Prins Póló X Ívar Pétur og fleiri. Hægt verður að njóta listarinnar á samanfyrirseydisfjord.info til 31. janúar en ný streymi koma inn á hádegi alla daga þangað til. Hér fyrir neðan má sjá streymi dagsins í dag. „Sú sem kom þessu af stað og stýrir framtakinu er Lama sea-Dear sem er bresk en hún hefur verið búsett á Íslandi undanfarin ár, meðal annars á Seyðisfirði þó hún sé reyndar núna í Kaupmannahöfn,“ segir Þóra Flygering í samtali við Vísi. Hún er ein af þeim sem kemur að þessu verðuga verkefni. Þóra hefur meðal annars unnið sem blaðafulltrúi fyrir fyrir LungA hátíðina, List í ljósi hátíðina og Lunga skólann. Lama hefur einnig unnið við LungA hátíðina og List í ljósi. „Seyðisfjarðarbær er mikill listabær og hafa fjölmargir listamenn tekið þátt í LungA sem vildu sýna samstöðu með bænum enda margir átt frábærar stundir í þessum einstaka bæ. Listamenn voru meira en tilbúnir að leggja sitt að mörkum og vonum við að almenningur geri það líka“ View this post on Instagram A post shared by Saman Fyrir Seydisfjo rð (@saman_fyrir__seydisfjord) Smáræði í samanburði við tjón bæjarbúa Þóra segir að þau hafi ekki sett ákveðið markmið heldur bara að safna eins miklu og mögulegt væri. Rauði krossinn heldur utan um fjársöfnun verkefnisins og sér um að útdeila þeim fjármunum er safnast, í nánu samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu. „Nú þegar hefur safnast þónokkuð mikil upphæð sem er þó smáræði í samanburði við það fjárhagslega tjón sem bæjarbúar urðu fyrir. Einnig hverjum við ekki bara einstaklinga heldur fyrirtæki að styðja við söfnunina.“ Einvalalið tónlistarmanna kemur fram og listaverk af öllum toga verða til sýnis.Hljómsveitin Cyber skellti sér í erotíska myndatöku og settu takmarkaðan fjölda af ljósmyndunum á uppboð fyrir þennan málstað. Það var ljósmyndarinn Sunna Ben sem tók myndirnar. „Þær voru teknar fyrir þessa söfnun síðastliðinn laugardag enda tengjast þær svæðinu og fannst tilvalið að gera eitthvað frábrugðið sem mundi vekja athygli á ástandinu.“ Nánari upplýsingar má finna á Instagram síðu hljómsveitarinnar. View this post on Instagram A post shared by CYBER (@_c_y_b_e_r_) Fangar andrúmsloft Seyðisfjarðar Á morgun kemur svo út góðgerðarplatan Blue Church Session frá Hell Yeah, Beautiful sem var tekin upp árið 2013 í bláu kirkjunni á Seyðisfirði á Lunga hátíðinni. Platan er gefin út til styrktar samfélaginu á Seyðisfirði. Hljómsveitin „Hell Yeah, Beautiful“ samanstendur af listamönnunum Indriða Arnari Ingólfssyni, Tuma Árnasyni, Úlfi Hanssyni, Jófríði Ákadóttur, Ólafi Sverri Traustasyni og Arnljóti Sigurðssyni, sem komu saman til að taka upp þessa stöku hljómplötu: „Blue Church Session“. „Platan var samin og hljóðrituð í hinni sögufrægu Seyðisfjarðarkirkju, eða „bláu kirkjunni“, og þaðan sækir verkið titil sinn. „Blue Church Session“ fangar hið frjálsa og tilraunakennda andrúmsloft sem Seyðisfjörður er þekktur fyrir og lögin sex sem á plötunni birtast leiða hlustandann gegnum friðsælt landslag hljóðrænnar fegurðar.“ Platan kemur 29. janúar út hjá bandarísku plötuútgáfunni figureight records, í samstarfi við verkefnið „Saman fyrir Seyðisfjörð“, og er tileinkuð samfélaginu á Seyðisfirði. „Blue Church Session má kaupa á Bandcamp-síðu figureight records fyrir átta dollara eða um það bil þúsund 1000 krónur íslenskar. Allur ágóði rennur beint til „Saman fyrir Seyðisfjörð“. Þeim fjármunum sem safnast veður dreift af Rauða krossinum í samstarfi við íbúa Seyðisfjarðar og varið í uppbyggingarstarf og samfélagsaðstoð í bænum.“ Skilaboðin HJALP í 1900 Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að senda sms skilaboðin HJALP í númerið 1900 og gefa þannig 2.990 krónur eða með því að fara inn á til að millifæra. Þegar þetta er skrifast hafa þar nú safnast 762.500 krónur. „Við viljum vekja athygli á að það eru yfir fimmtíu listamenn sem taka þátt í verkefninu sem við erum gífurlega þakklát fyrir. Einnig viljum við hvetja fólk til að fara inná https://samanfyrirseydisfjord.info/ og njóta listarinnar og styrkja Seyðisfjarðarbúa sem eiga nú um sárt að binda.“ Fylgið Saman fyrir Seyðisfjörð á Instagram til að fá upplýsingar um streymisdagskránna og fá innsýn inn í líf bæjarbúa í kjölfar aurskriðanna. Einnig er hægt að kynna sér verkefnið betur á Facebook og á síðunni Saman fyrir Seyðisfjörð. Tónlist Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Fleiri fréttir Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Sjá meira
Á hverjum degi eru nú streymistónleikar á síðu verkefnisins og verða upptökurnar aðgengilegar til 31. janúar. Í tengslum við verkefnið kemur einnig út góðgerðarplata og hljómsveitin Cyber selur erótískar ljósmyndir. „Framtakið Saman fyrir Seyðisfjörð ásamt Rauða krossinum og mörgum helstu listamönnum þjóðarinnar tóku höndum saman til að vekja athygli á harmleiknum sem þar ríkir eftir aurskriðurnar. Í lok ársins 2020 voru 14 heimili gjörónýt, menningararfi skolað burt með aurskriðunum og samfélagið í uppnámi,“ segir um verkefnið. Markmiðið er að styðja endurreisn samfélagsins á Seyðisfirði með því að bjóða upp á fjölbreytta listadagskrá á vefnum. Allir listamennirnir sem koma fram gefa vinnu sína. Þóra Flygering segir að mikil samstaða sé með bæjarfélaginu og tugir listamanna gáfu vinnu sína fyrir þetta söfnunarátak. Listabærinn Seyðisfjörður Á meðal þeirra sem koma fram á þessari listahátíð eru Ásgeir, Bríet, GDNR, Sillus X Hermigervill, Bjartar Sveiflur, Sykur, Hjaltalín, Halldór Eldjárn, Hatari, Vök, JFDR, Cyber, Benni Hemm Hemm X Prins Póló X Ívar Pétur og fleiri. Hægt verður að njóta listarinnar á samanfyrirseydisfjord.info til 31. janúar en ný streymi koma inn á hádegi alla daga þangað til. Hér fyrir neðan má sjá streymi dagsins í dag. „Sú sem kom þessu af stað og stýrir framtakinu er Lama sea-Dear sem er bresk en hún hefur verið búsett á Íslandi undanfarin ár, meðal annars á Seyðisfirði þó hún sé reyndar núna í Kaupmannahöfn,“ segir Þóra Flygering í samtali við Vísi. Hún er ein af þeim sem kemur að þessu verðuga verkefni. Þóra hefur meðal annars unnið sem blaðafulltrúi fyrir fyrir LungA hátíðina, List í ljósi hátíðina og Lunga skólann. Lama hefur einnig unnið við LungA hátíðina og List í ljósi. „Seyðisfjarðarbær er mikill listabær og hafa fjölmargir listamenn tekið þátt í LungA sem vildu sýna samstöðu með bænum enda margir átt frábærar stundir í þessum einstaka bæ. Listamenn voru meira en tilbúnir að leggja sitt að mörkum og vonum við að almenningur geri það líka“ View this post on Instagram A post shared by Saman Fyrir Seydisfjo rð (@saman_fyrir__seydisfjord) Smáræði í samanburði við tjón bæjarbúa Þóra segir að þau hafi ekki sett ákveðið markmið heldur bara að safna eins miklu og mögulegt væri. Rauði krossinn heldur utan um fjársöfnun verkefnisins og sér um að útdeila þeim fjármunum er safnast, í nánu samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu. „Nú þegar hefur safnast þónokkuð mikil upphæð sem er þó smáræði í samanburði við það fjárhagslega tjón sem bæjarbúar urðu fyrir. Einnig hverjum við ekki bara einstaklinga heldur fyrirtæki að styðja við söfnunina.“ Einvalalið tónlistarmanna kemur fram og listaverk af öllum toga verða til sýnis.Hljómsveitin Cyber skellti sér í erotíska myndatöku og settu takmarkaðan fjölda af ljósmyndunum á uppboð fyrir þennan málstað. Það var ljósmyndarinn Sunna Ben sem tók myndirnar. „Þær voru teknar fyrir þessa söfnun síðastliðinn laugardag enda tengjast þær svæðinu og fannst tilvalið að gera eitthvað frábrugðið sem mundi vekja athygli á ástandinu.“ Nánari upplýsingar má finna á Instagram síðu hljómsveitarinnar. View this post on Instagram A post shared by CYBER (@_c_y_b_e_r_) Fangar andrúmsloft Seyðisfjarðar Á morgun kemur svo út góðgerðarplatan Blue Church Session frá Hell Yeah, Beautiful sem var tekin upp árið 2013 í bláu kirkjunni á Seyðisfirði á Lunga hátíðinni. Platan er gefin út til styrktar samfélaginu á Seyðisfirði. Hljómsveitin „Hell Yeah, Beautiful“ samanstendur af listamönnunum Indriða Arnari Ingólfssyni, Tuma Árnasyni, Úlfi Hanssyni, Jófríði Ákadóttur, Ólafi Sverri Traustasyni og Arnljóti Sigurðssyni, sem komu saman til að taka upp þessa stöku hljómplötu: „Blue Church Session“. „Platan var samin og hljóðrituð í hinni sögufrægu Seyðisfjarðarkirkju, eða „bláu kirkjunni“, og þaðan sækir verkið titil sinn. „Blue Church Session“ fangar hið frjálsa og tilraunakennda andrúmsloft sem Seyðisfjörður er þekktur fyrir og lögin sex sem á plötunni birtast leiða hlustandann gegnum friðsælt landslag hljóðrænnar fegurðar.“ Platan kemur 29. janúar út hjá bandarísku plötuútgáfunni figureight records, í samstarfi við verkefnið „Saman fyrir Seyðisfjörð“, og er tileinkuð samfélaginu á Seyðisfirði. „Blue Church Session má kaupa á Bandcamp-síðu figureight records fyrir átta dollara eða um það bil þúsund 1000 krónur íslenskar. Allur ágóði rennur beint til „Saman fyrir Seyðisfjörð“. Þeim fjármunum sem safnast veður dreift af Rauða krossinum í samstarfi við íbúa Seyðisfjarðar og varið í uppbyggingarstarf og samfélagsaðstoð í bænum.“ Skilaboðin HJALP í 1900 Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að senda sms skilaboðin HJALP í númerið 1900 og gefa þannig 2.990 krónur eða með því að fara inn á til að millifæra. Þegar þetta er skrifast hafa þar nú safnast 762.500 krónur. „Við viljum vekja athygli á að það eru yfir fimmtíu listamenn sem taka þátt í verkefninu sem við erum gífurlega þakklát fyrir. Einnig viljum við hvetja fólk til að fara inná https://samanfyrirseydisfjord.info/ og njóta listarinnar og styrkja Seyðisfjarðarbúa sem eiga nú um sárt að binda.“ Fylgið Saman fyrir Seyðisfjörð á Instagram til að fá upplýsingar um streymisdagskránna og fá innsýn inn í líf bæjarbúa í kjölfar aurskriðanna. Einnig er hægt að kynna sér verkefnið betur á Facebook og á síðunni Saman fyrir Seyðisfjörð.
Tónlist Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Fleiri fréttir Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Sjá meira