Fjórum sleppt vegna morðs bandarísks blaðamanns eftir átján ár í fangelsi í Pakistan Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2021 10:19 Ahmed Omar Saeed Sheikh, árið 2002, þegar hann var dæmdur vegna morðs Daniel Pearl. Hæstiréttur Paksitan hefur ákveðið að sleppa eigi Sheikh úr haldi. AP(Zia Mazhar Hæstiréttur Paksistan sýknaði í gær fjóra menn sem höfðu verið dæmdir fyrir að ræna og myrða bandaríska blaðamanninn Daniel Pearl árið 2002. Sá vann fyrir Wall Street Journal og var að rannsaka hryðjuverkastarfsemi í Pakistan þegar hann hvarf. Mánuði eftir hvarf hans var myndband af afhöfðun hans sent til bandrískra embættismanna. Þetta var eitt fyrsta aftökumyndbandið sem íslamskir hryðjuverkamenn hafi tekið og dreift. Samkvæmt frétt CNN segir Hvíta húsið að sýknanirnar séu lítilsvirðing við fórnarlömb hryðjuverka. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst yfir áhyggjum vegna ákvörðunar Hæstaréttar Pakistans og kallað eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. Yfirvöld í Pakistan hafa þegar áfrýjað ákvörðuninni og verður hún tekin aftur til skoðunar, samkvæmt frétt Reuters. Pearl var nánar tiltekið að rannsaka hinn breska hryðjuverkamann Richard C. Reid og tengsl hans við öfgamenn í Pakistan. Reid hafði verið handtekinn með sprengju í skóm sínum um borð í flugvél sem flogið var frá París til Miami. Pearl hvarf í borginni Karachi og fjórum mánuðum síðar fannst lík hans í gröf fyrir utan borgina. Árið 2007 birti Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna játningu Khalid Sheikh Mohammed, sem skipulagði árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001, þar sem hann viðurkenndi að hafa myrt Pearl. „Ég hjó með minni blessuðu hægri hendi höfuðið af ameríska Gyðingnum Daniel Pearl,“ sagði í útskrift sem varnarmálaráðuneytið birti, um yfirheyrslurnar yfir Mohammed, þar sem hann var pyntaður. Mohammed situr í Gvantanamófangelsinu á Kúbú og hefur gert það um árabil án þess að vera ákærður fyrir morðið á Pearl, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fjórir menn voru handteknir vegna morðsins og allir dæmdir í fangelsi. Meðal þeirra var Omar Saeed Sheikh, sem fæddist í Bretlandi. Hann var dæmdur til dauða vegna morðsins og var sakaður um að hafa leitt Pearl í gildru. Hann viðurkenndi að hafa komið að ráni Pearl en ekki morðinu. Dómar felldir niður í fyrra Í apríl var málið tekið aftur til skoðunar fyrir dómstólum í Pakistan og var niðurstaðan sú að fella niður dóma mannanna fjögurra, nema þann dóm sem Sheikh fékk fyrir mannrán, sem hann viðurkenndi. Var það gert á þeim grundvelli að lögregluþjónar hefðu ekki fylgt starfsreglum og notast við ólöglega yfirheyrsluaðferðir, svo eitthvað sé nefnt. Eftir ákvörðun Hæstaréttar Pakistans í gær stendur nú til að sleppa öllum fjórum úr haldi. Í samtali við CNN segir Judea Pearl, faðir David að fjölskylda hans sé í áfalli vegna fregnanna. Hann segist vonast til þess að þetta óréttlæti verði leiðrétt, eins og hann orðaði það. Antony Blinken, utanríksiráðherra Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að Sheikh verði fluttur til Bandaríkjanna og réttað verði yfir honum þar. Pakistan Bandaríkin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Mánuði eftir hvarf hans var myndband af afhöfðun hans sent til bandrískra embættismanna. Þetta var eitt fyrsta aftökumyndbandið sem íslamskir hryðjuverkamenn hafi tekið og dreift. Samkvæmt frétt CNN segir Hvíta húsið að sýknanirnar séu lítilsvirðing við fórnarlömb hryðjuverka. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst yfir áhyggjum vegna ákvörðunar Hæstaréttar Pakistans og kallað eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. Yfirvöld í Pakistan hafa þegar áfrýjað ákvörðuninni og verður hún tekin aftur til skoðunar, samkvæmt frétt Reuters. Pearl var nánar tiltekið að rannsaka hinn breska hryðjuverkamann Richard C. Reid og tengsl hans við öfgamenn í Pakistan. Reid hafði verið handtekinn með sprengju í skóm sínum um borð í flugvél sem flogið var frá París til Miami. Pearl hvarf í borginni Karachi og fjórum mánuðum síðar fannst lík hans í gröf fyrir utan borgina. Árið 2007 birti Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna játningu Khalid Sheikh Mohammed, sem skipulagði árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001, þar sem hann viðurkenndi að hafa myrt Pearl. „Ég hjó með minni blessuðu hægri hendi höfuðið af ameríska Gyðingnum Daniel Pearl,“ sagði í útskrift sem varnarmálaráðuneytið birti, um yfirheyrslurnar yfir Mohammed, þar sem hann var pyntaður. Mohammed situr í Gvantanamófangelsinu á Kúbú og hefur gert það um árabil án þess að vera ákærður fyrir morðið á Pearl, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fjórir menn voru handteknir vegna morðsins og allir dæmdir í fangelsi. Meðal þeirra var Omar Saeed Sheikh, sem fæddist í Bretlandi. Hann var dæmdur til dauða vegna morðsins og var sakaður um að hafa leitt Pearl í gildru. Hann viðurkenndi að hafa komið að ráni Pearl en ekki morðinu. Dómar felldir niður í fyrra Í apríl var málið tekið aftur til skoðunar fyrir dómstólum í Pakistan og var niðurstaðan sú að fella niður dóma mannanna fjögurra, nema þann dóm sem Sheikh fékk fyrir mannrán, sem hann viðurkenndi. Var það gert á þeim grundvelli að lögregluþjónar hefðu ekki fylgt starfsreglum og notast við ólöglega yfirheyrsluaðferðir, svo eitthvað sé nefnt. Eftir ákvörðun Hæstaréttar Pakistans í gær stendur nú til að sleppa öllum fjórum úr haldi. Í samtali við CNN segir Judea Pearl, faðir David að fjölskylda hans sé í áfalli vegna fregnanna. Hann segist vonast til þess að þetta óréttlæti verði leiðrétt, eins og hann orðaði það. Antony Blinken, utanríksiráðherra Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að Sheikh verði fluttur til Bandaríkjanna og réttað verði yfir honum þar.
Pakistan Bandaríkin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira