Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. janúar 2021 13:51 Dagur segir að viðbrögð hans við atvikinu hafi komið í skrefum. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. Dagur var til viðtals í Silfrinu á RÚV í dag. Þar sagði hann að viðbrögð sín við atburðinum, sem hann segir að hafi líklegast orðið aðfaranótt laugardags eða föstudags fyrir viku, hafi verið þrepaskipt. „Eitt er nú að kalla til lögreglu, sem maður gerir ekki á hverjum degi. Einhvern veginn þá ýtti maður því aðeins frá sér, meira að segja eftir að bíllinn var farinn til rannsókna. Okkur verður ansi illa við þegar við fáum að heyra það á sunnudeginum að þarna hafi fundist kúlur,“ segir Dagur. Hann segir það þá hafa komið honum á óvart að málið varð enn raunverulegra þegar hann stóð frammi fyrir því að ræða það opinberlega, eftir að lögregla greindi frá því hvernig málið lægi. „Konan mín og krakkarnir hafa tekið þessu af ótrúlegu æðruleysi. En þessu fylgja auðvitað erfiðar tilfinningar og þetta er svona eitthvað óöryggi og álag og maður stendur sjálfan sig að því, og við öll, að því horfa aðeins öðruvísi út um gluggann meðan það er auðvitað enn þá mikil óvissa í þessu öllu saman,“ segir Dagur. Fullyrðir ekkert um myndbandið sem vakti þó óhug Dagur sagðist ekki geta fullyrt að myndband sem aðgerðahópurinn Björgum miðbænum, sem talsett var af Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, hafi spilað inn í aðdraganda árásarinnar. Til þess sé ekki nógu mikið vitað um árásina. Í myndbandinu er heimili Dags sýnt og fjallað um valdatíð hans, sem í myndbandinu er sögð einkennast af „valdníðslu. Hroka, skuldasöfnun og bruðli í gæluverkefni,“ sem og „árásum á fjölskyldubílinn og rekstraraðila á Laugavegi og nágrenni.“ Myndbandið hefur verið nefnt í umræðu um orðræðu stjórnmála á Íslandi í dag, en sum vilja meina að harka sé farin að færast í hana og benda á árásina á bíl borgarstjóra því til stuðnings. Dagur vildi ekki fullyrða um tengsl á milli myndbandsins og árásarinnar, en sagði myndbandið þó hafa valdið sér óhug. „Ég var ekkert einn í fjölskyldunni um það. Okkur fannst þetta mjög óhugnanlegt. Mér fannst þarna verið að fara inn á alveg nýjar brautir í íslenskri pólitík, færa mörkin og gera heimili mitt að skotskífu. Þá grunaði mig ekki það sem núna gerðist,“ sagði Dagur. Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Borgarstjórn Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Dagur var til viðtals í Silfrinu á RÚV í dag. Þar sagði hann að viðbrögð sín við atburðinum, sem hann segir að hafi líklegast orðið aðfaranótt laugardags eða föstudags fyrir viku, hafi verið þrepaskipt. „Eitt er nú að kalla til lögreglu, sem maður gerir ekki á hverjum degi. Einhvern veginn þá ýtti maður því aðeins frá sér, meira að segja eftir að bíllinn var farinn til rannsókna. Okkur verður ansi illa við þegar við fáum að heyra það á sunnudeginum að þarna hafi fundist kúlur,“ segir Dagur. Hann segir það þá hafa komið honum á óvart að málið varð enn raunverulegra þegar hann stóð frammi fyrir því að ræða það opinberlega, eftir að lögregla greindi frá því hvernig málið lægi. „Konan mín og krakkarnir hafa tekið þessu af ótrúlegu æðruleysi. En þessu fylgja auðvitað erfiðar tilfinningar og þetta er svona eitthvað óöryggi og álag og maður stendur sjálfan sig að því, og við öll, að því horfa aðeins öðruvísi út um gluggann meðan það er auðvitað enn þá mikil óvissa í þessu öllu saman,“ segir Dagur. Fullyrðir ekkert um myndbandið sem vakti þó óhug Dagur sagðist ekki geta fullyrt að myndband sem aðgerðahópurinn Björgum miðbænum, sem talsett var af Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, hafi spilað inn í aðdraganda árásarinnar. Til þess sé ekki nógu mikið vitað um árásina. Í myndbandinu er heimili Dags sýnt og fjallað um valdatíð hans, sem í myndbandinu er sögð einkennast af „valdníðslu. Hroka, skuldasöfnun og bruðli í gæluverkefni,“ sem og „árásum á fjölskyldubílinn og rekstraraðila á Laugavegi og nágrenni.“ Myndbandið hefur verið nefnt í umræðu um orðræðu stjórnmála á Íslandi í dag, en sum vilja meina að harka sé farin að færast í hana og benda á árásina á bíl borgarstjóra því til stuðnings. Dagur vildi ekki fullyrða um tengsl á milli myndbandsins og árásarinnar, en sagði myndbandið þó hafa valdið sér óhug. „Ég var ekkert einn í fjölskyldunni um það. Okkur fannst þetta mjög óhugnanlegt. Mér fannst þarna verið að fara inn á alveg nýjar brautir í íslenskri pólitík, færa mörkin og gera heimili mitt að skotskífu. Þá grunaði mig ekki það sem núna gerðist,“ sagði Dagur.
Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Borgarstjórn Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira